Vikan - 15.05.1941, Síða 5
VIKAN, nr. 20, 1941
5
Var hann bleyða?
Smásaga eítir THOMAS 0YE.
Eg lenti í mörgum æfintýrum, þegar
ég var undirforingi í liðssveit í
Nagore, sem er bær á Suður-
Indlandi og liggur í norðvestur hluta ríkis-
ins Mysore,“ sagði Henderson kvöld eitt í
hópi enskra og norskra gesta, er sátu úti
í garði fyrir framan stórt hótel við Sogn-
f jörðinn.
. Henderson hefir mjög mikinn áhuga á
laxveiðum og hefir í mörg sumur komið
hingað til Noregs og stundað veiðar í
mestu laxám landsins.
Henderson hélt áfram að segja frá:
,,Til setuliðsins kom einu sinni — það
munu vera um þrjátíu ár síðan — nýr
læknir, sem hét Grant og var írlendingur.
Það sýndi sig brátt, að hann var snilling-
ur í að lækna þá hættulegu sjúkdóma, sem
eru algengir á þessum slóðum, vegna hinna
óskaplegu hita. En annars fannst okkur
hann vera einkennilegur maður, einn
þeirra, sem menn þurfa tíma til að átta
sig á, hvernig eru. Var hann bleyða eða
óvenjulega hugrakkur maður? Um þetta
ræddum við oftar en einu sinni, áður en
okkur varð ljóst, hvers konar maður litli,
rauðhærði læknirinn okkar var.
Daginn, sem hann hóf starf sitt hjá
okkur, sat hann um stund í reykingarsaln-
um, er við vorum búnir að borða, og tal-
aði við yfirforingjann okkar, Fawcett
ofursta. Það var ekki langt liðið á kvöldið,
þegar læknirinn sagðist vera þreyttur eftir
ferðalagið frá Bombay og ætlaði þess
vegna að fara að ganga til hvíldar. Bú-
staður læknisins var í námunda við spítal-
ann, tíu mínútna gang frá matskála liðs-
foringjanna, og ofurstinn bauð lækninum
að láta þjón fylgja honum, svo að öruggt
væri að hann villtist ekki. Það var komið
myrkur. „Þakka yður hjartanlega fyrir,
Fawcett ofursti. Mér er illa við að verá
einn á ferli, þegar dimmt er orðið.“
Ofurstinn bað Jimmy Edkins, einn af
okkar gömlu, ensku þjónum, um að fylgja
lækninum, og Edkins spurði brosandi,
hvort hann væri hræddur.
„Já,“ svaraði læknirinn. „Ég játa það
hreinskilnislega, að ég er það.“
,,En sú bleyða!“ sagði Garrick majór,
þegar þeir voru famir. Hann var næst-
hæstur að tign í setuliðinu.
„Nei,“ sagði ofurstinn, „ég held, að hann
sé ekki bleyða. Huglaus maður mundi varla
hafa játað það svona hreinskilnislega, að
hann væri hræddur."
Við hinir þorðum ekki annað en vera
á sama máli og ofurstinn. En ég man, að
í rauninni var ég á sömu skoðun og majór-
inn.
Garrick þagði nokkur augnablik, en
hristi síðan höfuðið og sagði:
„Ég skil ekki, til hvers maðurinn er að
segjast vera hræddur, ef hann er það
ekki.“
Það heyrðist angistaróp utan úr myrkr-
inu og hröð fótatök manna, er nálgðust
svalirnar, þar sem við sátum. Fjórir ind-
verskir þjónar, sem höfðu verið að störf-
um sínum inni í húsinu, komu á harða-
hlaupum og fóru í áttina að læknisbústaðn-
um. Augnabliki síðar sáum við Grant lækni
og Jimmy Edkins á hælum hans.
Nú sáum við, að stór eiturslanga hafði
hringað sig utan um hægri handlegg lækn-
isins, en honum hafði tekizt að grípa með
vinstri hendinni um hnakkann á henni og
hélt henni rígfastri með grönnum fingr-
unum. Ég gat ekki betur séð en þetta
mundi varla vera í fyrsta skipti, sem lækn-
irinn meðhöndlaði slíka eiturslöngu á
þennan hátt. Það yar ein af hættulegustu
slöngutegundum Indlands. Slangan skók
hausinn og var í æðisham. Hún reyndi aft-
ur og aftur að bíta, en járngreipar lækn-
isins gerðu allar tilraunir hennar árang-
urslausar.
Læknirinn virtist vera dauðhræddur og
æpti af ótta:
„Drepið þið hana — drepið þið hana!“
hrópaði hann. „Ég þori ekki að Una á tak-
inu!“
Garrick majór setti, án þess að segja
eitt einasta orð, skjalatöskuna sína á hand-
legg læknisins og hélt henni undir slöngu-
höfðinu. Síðan hjó hann hausinn af slöng-
unni með hárbeittu sverðinu.
„Þakka yður kærlega fyrir,“ sagði lækn-
irinn, bersýnilega alls hugar feginn yfir
þvi að slangan var dauð. „Og þá segi ég
góða nótt í annað sinn, herrar mínir.“
Síðan tók hann vmdir handlegg Jimmy
Edkins og þeir gengu í áttina til læknis-
bústaðarins.
„Eruð þér enn sannfærður um, að hann
sé bleyða, Garrick majór?“ spurði ofurst-
inn og brosti.
„Ég er ekki heldur viss um hið gagn-
'stæða,“ svaraði majórinn, „að minnsta
kosti titraði hann mjög, þegar ég lyfti
sverðinu.“
„En ef ég væri bleyða, þá hefði ég reynt
að hrista af mér slönguna í stað þess að
halda henni, eins og læknirinn gerði,“ svar-
aði ofurstinn.
Og enn héldu menn um nokkurt skeið
áfram að deila um það, hvort læknirinn
væri bleyða eða ekki. Af hverju vildi hann
sýnast huglaus, ef hann var það ekki?
spurðu menn aftur og aftur. Lausn gát-
unnar fékkst ekki strax, en þó áður en
langt um leið . . .
Hálfum mánuði eftir eiturslöngu-atburð-
inn, heyrðum við kvöld eitt mikinn hávaða,
er virtist koma úr þeim enda byggingar-
innar, þar sem geymd voru lyf, hjúkrun-
arvörur og verkfæri og ýmislegt dót. Ég
hljóp með Garrick majór og fimm eða sex
liðsforingjum á staðinn.
Við urðum mjög undrandi, er við sáum
Grant lækni inni í geymslunni á harðvít-
ugum áflogum við stóran og sterkan Ind-
verja. Læknirinn náði hálstaki á náung-
anum og þjarmaði að honum með kröft-
ugum fingrunum, sem við höfðum áður
séð, að voru langt frá því að vera afllitlir.
„Takið hann — haldið honum — hann
ætlaði að ræna mig — myrða mig,“ æpti
læknirinn. „Ætlar enginn ykkar að hjálpa
mér?“
Garrick majór brosti.
„En læknir góður, mér virðist þér ekki
þurfa neina hjálp,“ sagði majórinn og
benti á Indverjann, sem var að falla í yfir-
lið af hræðslu og sársauka.
Indverjinn var tekinn og fenginn lög-
reglunni í hendur.
Læknirinn skýrði svo frá, að hann hefði
verið að sækja lyf í geymsluna. Indverj-
inn hefði ætlað að ráðast á sig, en hann
Tveir flugmenn úr brezka flug-
hemum klappa á skallann á að-
stoöarmanni sínum, áður en þeir
leg-gja af stað í leiðangur inn
yfir víglínu ttala í Albaníu. —
Flugmenn telja það gæfumerki
að klappa á skallan á einhverj-
um, áður en þeir leggja til flugs.