Vikan


Vikan - 15.05.1941, Side 6

Vikan - 15.05.1941, Side 6
6 VIKAN, nr. 20, 1941 orðið á undan, stokkið upp á kassa og náð þessu góða taki og æpt síðan á hjálp eins hátt og hann gat. „Það var heppilegt fyrir mannræfilinn, að við skyldum koma svona fljótt, annars hefðuð þér líklega gert út af við hann,“ sagði majórinn hlæjandi. Daginn eftir sagði hann Fawcett ofursta frá þessu og bætti við: „Ég fer nú að komast á yðar skoðun, herra ofursti. Ég efast um, að Grant lækn- ir sé eins mikil bleyða og ég hélt.“ Eftir þetta var eiginlega alveg hætt að tala um það, hvort læknirinn væri bleyða. En nokkur tími leið áður en hinir vantrú- uðu sannfærðust um hið gagnstæða. Þá kom fyrir atburður, sem er aðalatriði þess- arar sögu,“ sagði Henderson og kveikti í nýjum vindling og fékk sér sopa úr kaffi- bollanum. „Hans hátign „maharajinn“ bauð öllum liðsforingjunum, enskum embættismönn- um og ýmsum öðrum Evrópumönnum í stórveizlu. Þegar við veizlukvöldið vorum að fara í bílana fyrir utan setuliðsbyggingarnar, kom Grant læknir til okkar — og við rák- um upp skellihlátur, því að hann var með belti og — tvær skammbyssur í því! „Er læknirinn á leið til einvígis?“ spurði ég. „Nei, en það sakar ekki að hafa þær með sér. Maður veit aldrei, hvað fyrir get- ur komið,“ svaraði læknirinn og var al- varlegur á svipinn. Veizlan var eins og dásamlegasta æfin- týri. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég sá höfðingja Indverja í allri þeirra dýrð. Ein- kennisbúningar okkar, ensku foringjanna, stóðust engan samanburð við hið geysi- mikla skraut í klæðaburði þeirra. Skammt frá höllinni, sem umkringd var trjám á alla vegu, runnum og blómaskrúði, var stórt bál. En töfrabirta tunglsins lék um skóginn í baksýn. Þegar hátíðin stóð sem hæst, heyrðum við neyðaróp og hræðilegt tígrisdýrsöskur. Og nú sáum við stóru tígrisdýri bregða fyrir. Það var með einhverja mannveru í kjaftinum og hvarf inn í skóginn. Allt komst á ringulreið. Það leið yfir sumar konurnar og indverskir þjónar voru á hlaupum þeim til aðstoðar. Og aðrir þjón- ar komu með hlaðnar byssur, sem liðsfor- ingjarnir tóku og hlupu með á eftir tígris- dýrinu. En lítil von var til þess að bjarga manninum. „Vita menn, hver það var, sem tígrisdýr- ið náði í?“ spurði ég Garrick majór. „Það var Grant læknir. Aumingja mað- urinn. Hann hefir verið hafður fyrir rangri sök. Grant var sannarlega engin bleyða. En hvað var þetta?“ Við heyrðum háan hvell. Skömmu síðar kvað við ógurlegt öskur í tígrisdýri og síðan aftur annað skot. Margir liðsforingj- ar með Fawcett ofursta í broddi fylkingar hlupu á hljóðið. I skóg;arrjóðri sáum við tígrisdýrið — steindautt. Læknirinn sat ofan á dýrinu, jafnrólegur og hefði hann verið heima í læknisbústaðnum sínum. Það var ekki að sjá, að hann hefði særst neitt verulega. „Guði sé lof, að þér eruð lifandi, Grant læknir,“ sagði ofurstinn og þrýsti hönd hans. Ég bjóst ekki við, að sjá yður fram- ar. En hvernig gátuð þér án hjálpar ráðið niðurlögum þessa hræðilega villidýrs ?“ „Það var ekki erfitt,“ sagði læknirinn hinn rólegasti. „Sem betur fór læsti tígris- dýrið kjaftinum utan um mittið á mér og það varð mér til bjargar. Höfuðið, hand- leggirnir og fæturnir var allt laust. Ég strauk hendinni niður eftir bringu dýrs- ins, til þess að finna hjartað og svo skaut ég, fyrst með annari byssunni og síðan hinni.“ Hér var um lítið hlátursefni að ræða, en læknirinn sagði frá þessu með svo mikilli ró og stillingu, að við gátum ekki annað en hlegið. „En tókum þér ekki á slagæð dýrsins og lituð á klukkuna?“ spurði ofurstinn hlæjandi. „Nei, ég leitaði bara að hjartanu, til þess að vera viss um að drepa dýrið,“ svaraði læknirinn og breytti ekki um svip. Ég tók eftir því, að ófurstinn leit íbygg- inn á Garrick majór, sem nú sá auðsjáan- lega eftir því að hafa kallað læknirinn bleyðu. „Þegar dýrið drapst ekki af fyrsta skot- inu, fór mér ekki að lítast á blikuna," sagði Grant. „Ég var eins og rotta í kattarkjafti, og varð að vera fljótur að átta mig, og annað skotið hitti betur. Ég hleypti ekki af fyrr en ég var búinn að fullvissa mig um það með vinstri hendinni, að byssu- hlaupið væri við hjartað." Það varð nokkur þögn, er læknirinn hafði sagt þessi orð. Síðán sagði ofurst- inn: „Jæja, Grant læknir, við sjáum um, að tígrisdýrið verði fláð og skinnið hreinsað. Minna má það ekki vera. En finnst yður þér hafa gert rétt í því að tolja okkur trú um, að þér væruð bleyða, þegar sannleik- urinn er sá, að þér eruð líklega hugrakk- astur okkar allra?“ Nú hló læknirinn. „Ég hafði heyrt, að liðsforingjarnir í setuliðinu hérna væru vanir að hafa nýliða í flimtingum, og þess vegna langaði mig til að leika dálítið á ykkur, herrar mínir. En ég vona, að eng- inn reiðist mér fyrir það.“ „Það er engin hætta á því, Grant lækn- ir,“ sagði ofurstinn og þrýsti aftur hönd læknisins. Upp frá þessum degi var læknirinn vin- sælasti maður setuliðsins,“ sagði Hender- son að lokum. „Ekki einungis vegna þess, hve hugr'akkur hann var, heldur og líka vegna læknishæfileika. Ég og margir fleiri eigum honum það að þakka, að við erum í lifenda tölu. Hann er nú á eftirlaunum og á heima í litlu þorpi á Suður-Englandi og ég heim- sæki hann oft. Menn hafa reiknað út, að enska leyni- þjónustan hafi firrt landið þriggja mill- jarða króna tapi á meðan á heimsstyrjöld- inni stóð með því að afhjúpa ráðagerðir erlendra njósnara um að eyðileggja skipa- kvíar, skipasmíðastöðvar, vopnabúr og verksmiðjur og önnur mannvirki. * Nú á dögum er það ekkert áhlaupaverk að brjóta upp peningakassa. Innbrotsþjóf- ar, sem nýlega gerðu tilraun til innbrots, en urðu að flýja, skildu eftir 50 mismun- andi tæki, sem þeir höfðu ætlað að nota við að brjóta upp peningaskápinn. Það voru borar, sagir, dúnkraftur, þjalir, kú- bein, tengur, margra metra löng rafleiðsla, flöskur með allskonar sýrum, hanzkar, kerti, töskur, 15 metra löng gömmislanga, vasaljós, og tveir stórir geymar með vatnsefni og acetylengasi. Allt dótið var svo þungt, að það þurfti f jóra menn til að bera það. ’ Jean Paul Desloges flugliðsforingi sést hér á myndinni með hetju- verðlaunagrip frá íþróttafélaginu Fram í Philadelphia. Desloges var mikill íþróttamaður áður en hann gekk i kanadíska flugherinn. — Flugvélin hans var skotin niður yfir London og særðist hann þá og missti sjónina á öðru auganu. Frú Roosevelt veitir móttöku Mary Louise Harrison skáta- foringja, þar sem hún lofar því ,,að vera til taks hvenær sem er, ef þörf er á starfs- kröftum hennar í þágu land- varnanna." Loforðið er raun- ar bindandi fyrir fleiri en hana eina, því að það var borið fram fyrir hönd allra kvenskáta Bandaríkjanna, en þeir eru hálf milljón talsins. Deane Janis, næturklúbbasöng- kona og frænka Elsie Janis, söng- konunnar, sem í síðustu heims- styrjöld var kölluð „Kærasta ameríska hersins", er ráðin til að syngja í æfingaherbúðum Banda- ríkjahersins víðsvegar um landið. Þessi mynd er tekin af henni í Miami á Flórída.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.