Vikan


Vikan - 15.05.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 15.05.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 20, 1941 15 ■ X L Hamar 1 SÍMNEFNI: «HAMAR» REYKJAVÍK 1 SÍMAR 1695 (2 línur) 2880 - 2883 VáJlcLU.Q.'h.LstœbL, kotLÍsmih^a.. j.cLhn.- steypa., (cöfiun. Aí£cl-oq. lœeílLÍlafyúh. Framkvœmum alls konar viðgerðir á skipum, gufuvélum og mótorum, ennfremur rafmagns- . suðu, logsuðu og köfunarvinnu Smídum: Hraðfrystitœki, sjálf- virka sallakyndara, sjqlfvirk aust- urstœki Byggjum: Frystihús, stálgrinda- hús, olíugeyma, eimkatla Elsta vélaverkstœði landsins. er umtalsefnið Góðar bækur, sem eru að verða uppseldar núna, eru hin heimsfræga saga Selmu Lagerlöf, Gösta Berlings saga, bókin, sem átti drýgstan þátt í því að færa henni bókmenntaverðlaun Nobels; Far, veröld, þinn veg, sagan af Bar- böru hinni færeysku, eftir Jörgen- Franz Jacobsen, sem gefin var út núna í janúar og hefir flogið út með eindæma hraða; Kirkja Krists í ríki Hitlers, eftir Sigurbjörn Einarsson, prest í Reykjavík, og Æfisaga Wins- ton Churchill's forsœtisráðherra Breta. Þessar bækur verða aðeins til sölu til 1. júlí, ef þær verða ekki uppseld- ar áður, og ættu bókamenn ekki að draga að kaupa þær. Nýja framhaldssagan. 1 síðasta blaði VIKUNNAR hófst ný framhaldssaga eftir Agathe Christie. Höfundur þessi þykir svo afburða snjall í því að semja saka- málasögur, að síðan Conan Doyle og Chesterton dóu, en þeir eru frægustu reyfarahöfundar seinni tíma, er hún tvímælalaust talin í fremstu röð slíkra skálda. „Dularfullur atburður" er mjög spennandi saga og ein höfuðpersónan, Poirot leynilögreglumaður, einkenni- legur og skemmtilegur náungi. Ekki vantar ástina í söguna og lausn gát- unnar kemur ekki fyrr en í lokin og engin getur fyrir fram gizkað á, hvernig sagan fer. Fylgist með þessari ágætu sögu frá upphafi. Meðferð ungbarna. Flugurnar eru svarnir óvinir barnanna. Framhald af bls. 10. totuna, raka af mjólk, en hún svo látin upp i bamið rétt á eftir, án þess að þvo nokkuð' af ihenni. Óþarfa nostur, hm? Hvað segja mæðum- ar? Maga- og gamakvef í ungbömum orsakast mjög oft af ýmsum rotnunar-gerlum, sem flugur bera með sér í mjólk barna (barnsmjólkin í lok- lausu íláti!). Taugavekis-smitun er og alltíð af völdum flugunnar; hún sest á hægðir sjúklings t. d., hleður sig þar full-fermda af taugaveikis- sýklum, flýgur svo þaðan beint á mat, sem ein- hver er að borða, eða í mjólkurkönnu, sem stend- ur loklaus, og einhver drekkur úr rétt á eftir, — •og svona má lengi telja. Er nú nokkur furða, þó að læknar vilji vara við þeim háska, sem ungbömum getur stafað af flugum ? Er það um of, þó að læknar prédiki fyrir mæðmm að hafa lok yfir barnsmjólkinni, ■eða hafa gát á bamstotunni? Húsmæður gætu miklu til vegar komið, ef þær gengju í lið með ilæknum og hjúkrunarkonum um að hvetja til ýmsra þrifnaðarbóta, t. d. ganga eftir, að ekki sé hrækt á gólf, heldur í hráka-spítubakka, með sótthreinsunarlyfi í (kreolín, lýsól, karbólsýra) og •eins að láta t. d. klórkalksblöndu í næturgagn sjúklinga, sem máske enginn veit hvað að gengur, áður en læknir sker úr. Þessi sóttvamarlyf ættu náttúrlega að vera svo sterk, að þau gætu drepið sóttkveikjur i hráka og hægðum, en þótt svo væri ekki, mætti þó að minnsta kosti eiga það víst, að flugur settust aldrei þar og bæm ekkert út þaðan, þvi að þær em mjög lyktnæmar og lykt af karbólsýru, kreólín, lýsól og klórkalki er pest í þeirra beinum, þær koma þar aldrei nærri. Hér að framan er mynd af fluguvæng og flugu, sem hefir setzt á bamstotu. Hver getur sagt, hvar hún sat næst á undan? Kom hún beint frá morknum og möðkuðum fiskúrganginum héma i hlaðvarpanum, eða úr opinni safngryfjunni eða sorphaugnum ? Þriðja myndin hér að framan er af glerdisk, sem læknar ‘nota mikið við rannsóknir sínar á sóttkveikjum. Er borið á hann nokkurskonar hlaup eða mauk, sem gerlar þrífast vel á. Platan er með öðrum orðum sýnishom af gróðurlendi fyrir gerla. Fluga hefir setzt á plötuna, og má rekja slóðina eftir hana. Hún hefir skilið eftir urmul af sýklum, sem læknar lofa að dafna þama um stund, til þess að geta rannsakað þá nánar. Það er siður heldra fólks, að skilja eftir nafn- spjald sitt þar sem það kemur í heimsókn. Þetta er nafnspjald flugunnar, ritað með eigin hendi! Frumlegar auglýsingar. Um það er ekki lengur deilt, að opinberar aug- lýsingar em hin mesta lyftistöng allra viðskipta, enda er kaupsýslumönnum flestum vel ljóst gagn þeirra. Hér í bæ hefir á undanfömum árum verið rekinn nýstárleg auglýsingastarfsemi fyrir at- beina Gunnars Bachmann. Hefir hann gert bók eina mikla, er hann nefnir Rafskinnu, og fengið Tryggva Magnússon listamann til að teikna í hana heilsíðuauglýsingar. Bókin liggur frammi í Skemmuglugga Haraldar Ámasonar og flettir sér þar sjálf, þ. e. a. s. með rafmagni. Bachmann sér sjálfur um gerð auglýsinganna og em þær mjög vel hugsaðar og eru sumar þeirra ákaflega snjall- ar, enda em vinnubrögð Tryggva hin prýðileg- ustu. Lítill vafi er á því, að í Reykjavík eru fáar bækur jafn almennt lesnar og Rafskinna. Dularfullur atburður. Framhald af bls. 7. „Þér farið auðvitað," bætti ég við. Poirot kinkaði kolli. Hann var í þungum þönkum. Loks virtist hann hafa tekið ákvörðun, og leit á úrið. Hann var grafalvarlegur. „Sjáið til, vinur minn, við megum engan tíma missa. Meginlandslestin fer frá Victoríustöðinni klukkan ellefu. Verið nú ekki allt of æstur. Við náum sjálfsagt lestinni. Við höfum meira að segja tíma til að ræða málið í tíu mínútur. Þér komið líka, er það ekki?“ „Ég veit ekki . .. “ „Þér hafið sjálfur sagt, að húsbóndi yðar þurfi ekki á yður að halda næstu vikurnar." „Já þ a ð er ekki til fyrirstöðu. En þessi Renauld leggur mjög mikla áherzlu á að málið sé viðkvæmt." „O, sei, sei. Ég skal tala við Renauld. Mér finnst ég annars hafa heyrt þetta nafn fyrr.“ „Það er þekktur milljónamæringur frá Suður- Ameríku, sem heitir Renauld. Kannske að það sé hann?“ „Vafalaust. Það skýrir, hvers vegna hann nefn- ir Santiago. Santiago er í Chile og Chile er í Suður-Ameríku! Skolli emm við vel að okkur!“ „Já, Poirot," sagði ég ákafur. „Ég er viss um, að ef við verðum heppnir, þá græðum við pen- inga á þessu" „Það er ekki þar með sagt, kunningi. Það er ekki svo auðvelt að skilja að ríkan mann og peningana hans. Ég hefi séð þekktan auðmann bíða i sporvagni, þangað til allir farþegarnir vom famir út, til þess að leita að tíu aurum, sem hann hafði týnt.“ Ég viðurkenndi, að það væri nokkuð til í þessu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.