Vikan


Vikan - 19.06.1941, Síða 6

Vikan - 19.06.1941, Síða 6
6 VIKAN, nr. 25, 1941 hætti að vinna um hádegi. Ég fékk kunn- ingja minn, sem átti bók, til þess að kaupa fyrir mig koníaksflösku. Svo sátum við að sumbli seinni hluta dagsins. Þá fór hann í skemmtiferð upp í sveit, en ég auming- inn hafði öðrum hnöppum að hneppa. Það var sem sé mitt kvöld að matreiða kvöld- verðinn. Og það má ég eiga, þó bölvaður sé, að ég svíkst aldrei undan því, sem mér ber að gera, hvernig sem á stendur fyrir mér. Ég var orðinn þéttkenndur um kvöldið, þegar ég kom heim til þess að matreiða, kominn í hátíðaskap og langaði til að klappa hverjum manni, sem ég mætti. Nú ætlaði ég að búa til verulega góðan mat. Égg og brauð með sardínum og fleira áleggi, það var ekki svo afleitt. En það var verst með eftirmatinn. Mér var farið að leiðast þessi eilífi hafragrautur. En svo datt mér í hug búðingspakkinn, sem ég hafði keypt og ætlað að hafa á sunnudag- inn. Það mátti nú allt eins vel hafa hann í kvöld. Ég fletti upp á búðingum í mat- reiðslubókinni. Það var hreint ekki svo flókið að búa til þennan búðing, og ég hafði allt, sem í hann þurfti að nota, nema þá matarlím, ég gat reyndar ekki fundið það. En mig minnti endilega, að það mætti nota matarolíu í þess stað. Ég var ekki alveg viss um það, en svona hér um bil. Nafnið benti líka til þess, matarlím og matarolía, sennilega sama efnið, ýmist í fljótandi eða föstu ástandi. Ég fann í matarskápnum glas með vökva í, sem leit alveg eins út og matarolía. Miðinn á því var að vísu rif- inn, svo að ekki var þar annað læsilegt en o 1 í a, en það gat ekki annað verið en matarolía. Ég var rétt að enda við að hella út í búðinginn allstórum ,,slurk“ af þess- ari góðu olíu, þegar ég heyrði til Péturs upp stigann. Ég flýtti mér að fela koníaks- flöskuna mína með þeim litla dreitli, sem eftir var í henni, því að hann hefði svo sem verið manna vísastur til þess að hella þessum guðaveig mínum niður. Ég heilsaði honum eins innilega og við hefðum ekki sést í mörg ár, og svo tók ég að tala tungum eins og postularnir forð- um, því að ég var svo léttur í lundu, að ég kunni mér ekki læti. — Nu skal det være Fest, Vennen min, sagði ég. Nú skaltu einu sinni fá mat, sem þú getur étið á þig druIJu af. Ég verð að biðja ykkur afsökunar á þessu orðbragði, en ég verð stundum svona dónalegur, þeg- ar ég er kenndur, og það er dagsatt, að ég sagði þetta. Hanb leit á mig og ylgdi sig. — Mikill bölvaður drullusokkur geturðu verið, skítseiðið þitt, varð honum að orði. Þetta var kveðjan hans. Það þurfti meira en meðal léttlyndi til þess að taka með glöðu geði þess háttar móttökum. En það vildi til, að ég var sem sagt í hátíða- skapi, svo að ég sagði honum bara, að vera ekki að brúka neinn kjaft. — Éttu skít, svaraði hann. — Nú, það er nú einmitt sú efnistegund, sem ég gæti trúað, að þú þrifist bezt af, eftir útliti þínu og orðbragði að dæma, sagði ég. Hann svaraði þessu engu, en þegar hon- um varð litið á eldhúsbekkinn, spurði hann: — Hvaða óþverra gums er þetta, sem þú ert með þarna í skálinni? — Gums! ? Þetta er búðingur, fínn búð- ingur, maður, sérðu það ekki? Ég skal segja þér það, að ég hefi enga heilsu til að éta sama hafragrautinn á hverju kvöldi dag eftir dag. Jæja, með þessu gat ég þó fengið hann til þess að brosa út í annað munnvikið. Mikið var. Hann fór að þvo sér um hendurnar og á meðan hann fór inn í svefnherbergið til þess að sækja sér handklæði, notaði ég tækifærið til þess að bæta á mig úr flösk- unni minni. En það hefði ég betur aldrei gert, því hann var kominn aftur áður en ég vissi af, þreif af mér flöskuna og helti niður úr henni síðasta lekanum. — Bölvaður óþokkinn! Ég ætlaði að ráðast á hann, en hann gerði sér lítið fyrir og stjakaði mér út í horn með annari hendinni. Svo stóð hann með krepta hnefana og sagðist lemja mig í ketkássu, ef ég væri nokkuð að ybba mig. Ég varð að vísu fokvondur og hugrekkið var í bezta lagi, eftir því sem það getur verið hjá mér. En maður verður þó alltaf að vita 'fótum sínum forráð. Hann er miklu stærri en ég og langtum sterkari; það vissi ég af áður fenginni reynslu, svo að ég blátt áfram þorði ekki í hann. Ég lét mér nægja að bölva og viðhafa um hann öll þau illyrði, sem mér hugkvæmdust. Það verður að láta alla njóta sannmælis, og þrátt fyrir allt, þá má Pétur greyið eiga það, að hann getur verið bezta skinn. Þegar við vorum búnir að jafna okkur lítið eitt eftir uppþotið, varð hann ekkert nema sáttfýsin sjálf og sagði við mig: — Heyrðu nú, Nonni minn, þú veizt, að mér er ákaflega illa við vín og það er eitt af því fáa, sem getur komið mér í illt skap, að sjá menn undir áhrifum þess. Hins veg- ar vil ég ógjarnan gera þér gramt í geði. Nú ætla ég að fara fram á það, að þú þigg- ir það, að koma með mér í laxveiðiferð á morgun, en þó með því skilyrði, að þú farir ekkert út í kvöld og farir snemma að sofa. Þú getur sofið í hvílupokanum mín- um í nótt. Að vísu hafði sólskinsskap mitt sjatn- að nokkuð við það, sem á undan var geng- ið, en þrátt fyrir það duldist mér ekki, að þetta var höfðinglega boðið og af ein- skærri velvild, því hann var fátækur mað- ur eins og ég, en laxveiðiferðir eru dýrar. Ég hugsaði málið af því litla viti, sem ég hafði í kollinu, og komst að þeirri niður- stöðu, að ég gæti ekki hundsað þetta til- boð hans. — All right, ég tek þessu boði þínu með þökkum, en ég ætla samt hka að setja skilyrði, og það er, að þú verðir ekkert að setja út á matinn í kvöld. — Vertu óhræddur um það, því ég er orðinn banhungraður, anzaði hann. Þar með var allt klappað og klárt og við tókumst í hendur upp á það. Ekki bragðaðist okkur búðingurinn minn betur en í meðallagi, en við slums- uðum hann samt í okkur, því að hann var, þegar til kom aðalrétturinn, sem á borð var borinn. Ég talaði um alla heima og geyma og var í bezta skapi þangað til við fórum að sofa. En þegar ég var búinn að smeygja mér í hvílupokann hans Péturs, fór mig allt í einu að verkja í magann. Ég hélt máske að það stafaði af áfenginu, sem ég hafði verið að drekka, en þótti það þó undarlegt, því ég hafði aldrei orðið fyrir því áður, þegar ég hafði fengið mér neðan í staup- inu. Ég reyndi að sofa og hugsaði, að þetta myndi batna fljótlega. En það var nú eitt- hvað annað en að verkskrattinn vildi Framh. á bls. 14. Alfred Buckholtz, New York er líklega elzti atvinnubílstjóri í Bandaríkjunum. Hann hefir stundað það starf í hálfa öld. — Innfæddir menn í Chile I Suður-Ameríku sigla meðfram ströndum landsins á flekum, sem eru búnir til úr svonefnd- um balsaviði, og er það eðlis- léttasti viður, sem þekkist. Af þeim ástæðum eru flekar þess- ir ákaflega léttir á sjó og lyfta sér leikandi létt upp á öldurn- ar. — Dýrafræðingar segja, að kettir þvoi sér svo oft, til þess að ná af sér allri lykt, því að veiðiaðferð þeirra sé fólgin í því að læðast að bráðinni, en ekki með því að elta hana uppi. — Grænlenzkar konur veiða álkur í háf.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.