Vikan


Vikan - 19.06.1941, Síða 9

Vikan - 19.06.1941, Síða 9
VIKAN, nr. 25, 1941 9 Þessi laglega stúlka er prestsdóttir frá Kanada og heitir Elaine Bassett. Henni hefir orðið svo vel ■ ágengt að afla sjálfboðaliða handa her Kanada, að Bandaríkin hafa fengið hana til sömu starfa í von um jafn góðan árangur. Bætt hefir verið við nýrri deild í her Banda- ríkjanna og eru það fallhlífarhermenn. Mynd- in er af manninum, sem er yfirforingi þessarar deildar, og heitir hann William C. Lee ofursti. Hinn fjörugi borgarstjóri New York borgar, Fiorello La- Guardia, sézt hér á myndinni vera að selja grænmeti. Hann hefir komið á nýju fyrirkomulagi á sölu á matvælaafgöngum frá matarkaupmönnum og grænmetissölum. Þetta fyrirkomu- lag hefir náð miklum vinsældum og er þaö mest að þakka ötulli framgöngu LaGuardia. Öll framleiðsla er nú aukin allt hvað af tekur og Skjalda vildi ekki vera eftirbátur annarra í því efni. Hún fæddi því þríbura nú fyrir skömmu og lifa þeir allir góðu lífi. Skjalda er á mjólkurbúi í Bandaríkjunum og er þetta að því er menn bezt vita i fyrsta skipti, sem kýr á þríbura þar, er allir lifa. Tízkudrottning. Jo Caldwell, stúdent frá Phila- delpia-háskólanum, sést hér á myndinni, þegar nýbúið er að kjósa hana sem tízkudrottningu fyrir árið 1941. Amerískir dömuklæðskerar, forystumenn tízkunnar nú, stóðu fyrir valinu. Þessi maður heitir O. K. Armstrong og var formaður i amerísku félagi, sem berst gegn því að Ameríka fari i stríð í Ameriku. Hann hefir nú skipt um skoðun og sagt af sér for- mannsstarfinu og berst hatramlega fyrir auk- inni aðstoð Bandaríkjanna til handa Englandi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.