Vikan


Vikan - 19.06.1941, Síða 12

Vikan - 19.06.1941, Síða 12
12 VIKAN, nr. 25, 1941 yður. Hún byrjar alltaf með því að gera sér upp blíðu áður en hún svíkur mann. Er það ekki rétt, Clare?“ „Morðingi!“ sagði hún. Svipurinn á andliti Vincents breyttist ekki. En það var eins og aug- un yrðu svefnhöfugri. ' „Finnst yður það ómaksins vert, að ferðast fimm þúsund kílómetra til að láta hengja yður?“ spurði Mick. „Þér hefðuð getað setið í notalegum stól í yðar eigin heimkynni og sparað yður út- gjöld og fyrirhöfn. Þér eruð ekki séður maður." „Það er alveg rétt hjá yður. Ég hefði getað sent hvern sem var af mönnum mínum til að sálga stelpunni. Þeir mundu hafa tekið það að sér með ánægju. Það mundi lika hafa sparað mér tíma, fyrirhöfn og fé — auk áhættunnar. En það hefði aldrei getað orðið eins og ef ég hefði gert það. Sjáið til, Cardby, þeim hefði kannske getað skjátlast. Þeir hefðu ef til vill skotið hana i gegn- um höfuðið eða hjartað, svo að hún hefði dáið samstundis. Og það kæri ég mig ekki um. Ég hefi komizt svona langt, af því að ég hefi sjálfur alltaf tekið að mér stærri málin. Að búa ungfrú Fumess kvalarfullan dauða er mjög þýðingar- mikið mál. Þess vegna kem ég sjálfur." Mennirnir flissuðu, en kæti þeirra var hálf- vandræðaleg. Mick hlustaði eins rólegur og hann væri að hlusta á leiðinlegt konuraus. Svo sagði hann: „Þér leikið hlutverk yðar prýðilega, herra Vin- cent. Æfðuð þér yður á leiðinni með skipinu? Fannst yður hann ekki góður, Clare?“ Dobby starði á Mick og saup kveljur. Fino varð ennþá meira undrandi. Aldrei hefði hann trúað því, að nokkur maður dirfðist að tala svona upp í opið geðið á Vincent. Crossley gapti af undrun. Eini maðurinn í herberginu, sem virtist vera nokkum veginn ósnortinn, var Lefty Vincent. Hann brosti og sneri sér að Clare Furness: „Það er allra skemmtilegasti náungi, sem þér hafið náð í. Ef allir leynilögreglumenn væru svona aðlaðandi, mundi ég hætta og gerast leynilög- reglumaður sjálfur. Það er leiðinlegt, að hann skuli eiga að deyja. Heimurinn hefir ekki ráð á að missa menn eins og hann. Er hann fjörugur elskhugi — líkur þeim, sem þér vilduð helzt sjá skotinn?“ „Herra Cardby hefir ekki gert yður neitt. Nú hafið þér náð mér. Því viljið þér ekki láta hann lausan ? Hann átti hvort eð er ekki nokkurn þátt í því, sem skeði vestur í Bandaríkjunum. Þér getið ekki krafið hann til reikningsskapar fyrir það. Ég veit, að þér hafið fulla ástæðu til að hefna yðar á mér, en ég bið yður, ég grátbið yður um að láta hann lausan.“ „Jæja? Hann hefir verið mér dýr og til mikilla óþæginda, og svo ætti ég líklega að rétta honum blómvönd og þakka honum fyrir það, að hann blandaði sér í mín málefni og reyndi að eyði- leggja ráðagerð, sem ég hafði verið margar vikur að undirbúa? Já, ég ætti nú ekki annað eftir! Það er auðvitað leiðinlegt, ef þér eruð skotnar 1 stráknum. En það er þó alltaf huggun, að þér fáið að fylgjast með honum yfir landamærin. Og ef hann er skotinn í yður, þá geri ég honum bara greiða með því. Ég forða honum frá því að lenda í klónum á svikulli og lyginni kvensnift!“ Mick fölnaði og kreppti hnefana. Svo leit hann á mennina, sem gættu hans, yppti öxlum og brosti. „Eftir þessum orðum yðar að dæma,“ sagði hann, „getur ungfrú Furness ekki talið yður á meðal mestu aðdáenda sinna.“ „Ég óska yður til hamingju, herra Cardby. Þér eruð óvenju skýr leynilögreglumaður.“ „Þakka yður fyrir. Þér eruð kannske að hugsa um að leita til min, ef þér þurfið einhvern tíma á leynilögreglumanni að halda.“ „Hvaða gagn gæti ég haft að líki?“ spurði Vincent. „Þér ‘gætuð líka snúið því við o'g spurt sjálf- an yður, hvað lík ætti að gera við leynilögreglu- rriann. Það hefir enn þá enginn leitað til mín eftir að búið var að grafa hann í fangelsis- kirkjugarðinum." Crossley gekk nær og tók sér stöðu við hlið húsbónda sins. „Á ég að gefa honum á hann, svo að tenn- urnar hrökkvi ofan í hann? Þá gæti hann kann- ske haldið saman á sér trantinum,“ sagði hann. „Nei, ekki strax. Lofaðu honum að skemmta sér meðan hann getur. Það tekur bráðum enda.“ VIPPA-SÖGUR Víppi og spiiarinn. BARNASAGA. Vippi er á skemmtun í Grænu- skógum og er búinn að taka þátt í kappreiðum og vinna hlaup. Það var auðvitað meira Skjónu að þakka, heldur en Vippa, en hann var þó hinn hreyknasti yfir þessu afreki. Nú átti að fara að dansa á palli og harmónikuspilarinn var seztur í sæti sitt, sem varla gat talizt nógu virðu- legt fyrir mann, er átti svo mikinn þátt i að gera unga fólkinu glatt í geði. Sætið var kassaræfill, sem bréytt hafði verið teppi ofan á. Kassinn var svo ónýtur, að ef spilar- inn hreyfði sig nokkuð að ráði, þá brakaði og brast í kassanum. Sú hliðin, sem sneri frá dansfólkinu, var opin og þegar Vippi hafði horft dá- litla stund á spilarann, skreið hann inn i kassann, til þess að geta hlust- að þar í ró og næði á hina dásam- legu tóna harmonikunnar. En ekki hafði Vippi verið þar lengi, þegar honum datt i hug, að meira gaman væri að horfa líka á dans- fólkið um léið og hann hlustaði á lögin. Þetta varð til þess að hann klifr- að upp kassann, en að vísu ósköp varlega, því að ekki vildi hann trufla spilamanninn. Kassinn var svo breið- ur, að Vippi gat vel setið þar við hliðina á manninum, sem var svo upptekinn af starfi sínu, að hann tók ekkert eftir þessum sessunaut sínum. Nú spilaði hann „Óla skans“ af svo miklu fjöri, að pallurinn lék á reiðiskjálfi undir fótum unga fólks- ins. Spilarinn hreyfst með af allri glaðværðinni og tók að vagga sér og slá kröftuglega taktinn með öðrum fætinum. Hann var alveg búinn að gleyma því, hve valtur í sessi hann var og kassaskriflið handónýtt. Þegar dansinum var lokið klappaði fólkið ákaft og Vippa þótti svo gam- an, að hann fór að klappa líka og steingleymdi því alveg, að hann hafði ekki ætlað að láta neitt á sér bæra. En þetta lítilræði hafði lagleg áhrif á spilarann! Hann átti sér einskis ills von og allra sízt bjóst hann við klappi þarna á kassanum. Hon- um brá óskiljanlega illa og svo óþyrmilega snéri hann sér við í sæt- inu, að kassinn brast í sundur og spilarinn og harmonikan og Vippi og kassabrotin lágu allt í kös á pallinum. Fólkið varð fyrst steinhissa. Sumir fóru að hlæja, en aðrir tóku harmo- nikuna og kassabrotin, og veslings spilarinn staulaðist á fætur. En Vippi? Hann varð hræddur, því að aldrei hafði honum komið til hugar, að slík ósköp gætu hlotist út af saklausu klappi. En samt ætlaði hann að hafa rænu á að reyna að forða sér eins og fyrri daginn. En hvað skeður? Haldið þið, að spilarinn hafi gleymt þessu litla kvikindi, sem hann hafði ekki einu sinni verið búinn að átta sig fullkom- lega á, hvað var, þegar kassinn brotnaði? Nei, það var nú öðru nær! Hann kom auga á Vippa, þar sem hann var að skjótast niður af pallin- um og hljóp á eftir honum og náði í hann og lyfti honum á loft með hægri hendi og sagði hróðugur: „Það varst þú, litla illyrmið þitt, sem gerðir mér svona bilt við.“ Og svo kreisti hann Vippa, svo að hann æpti hástöfum. „Ég, nei, það var allt kassanum að kenna. Ég ætlaði ekki að hrekkja þig,“ sagði Vippi með grátstafinn í kverkunum. „Heldur þú, að svona pottormur geti hrekkt fullorðinn mann?" spurði spilarinn háðslega, því að hann var enn þá reiður. „Ég átti bara ekki von á þessu. Ég hefði verið búinn að gefa þér selbita, svo að þú hefðir hrokkið niður af kassanum, ef ég hefði tekið fyrr eftir þér.“ „Selirnir eru góðir vinir minir," sagði Vippi, því að hann vissi ekki, hvað selbiti var. „Jæja,“ sagði spilarinn, „svo að selirnir eru vinir þínir. Þá hlýtur þér að þykja góðir selbitar og bezt að gefa þér einn til að byrja með.“ Að svo mæltu gaf hann Vippa selbita á kinnina. Hann veinaði af sársauka, veslings litla greyið. Fólkið hafði nú hópast kringum Vippa og spilarann, og var sumum skemmt, þegar verið var að pína vin okkar, en aðrir báru i bætifláka fyrir hann og sögðu, að hann hefði ekki getað gert áð því, að kassinn brotn- aði og vildu að Vippa væri sleppt við frekari hegningu. En spilaranum datt ekki slikt til hugar. Honum fannst hann hafa ver- ið auðmýktur með því, að sætið hrundi undan honum á pallinum, fólkið hafði hlegið, og hann kenndi Vippa í reiði sinni um allt saman. Nú ætlaði hann að láta fólkið hlæja, en ekki að sér ■—- heldur Vippa. Og hann gaf Vippa annan selbita á hina kinnina. En nú hlógu fáir, því að Vippi vein- aði af kvölum og fór að hágráta. Nú reyndi Stína litla að biðja manninn með góðu um að sleppa Vippa. En hann þverneitaði því. „Ég ætla fyrst að baða strákinn svolítið," sagði spilarinn og gekk niður að ánni, sem rann þarna skammt frá og fólkið fylgdi á eftir. Stína litla var i öngum sinum út af meðferðinni á Vippa. Hún bað ýmsa um að hjálpa sér, en spilarinn var stór og sterkur og hafði auk þess drukkið eitthvað af áfengi, svo að enginn vildi fara að slást við hann út af Vippa. Spilarinn gekk alveg fram á ár- bakkann og beygði sig niður og ætl- aði að dýfa Vippa í ána. Þá sá Stina sér leik á borði! Hún hvíslaði einhverju að eldri bróður sinum. Hann kinkaði kolli og hljóp að spilaranum og stjakaði við hon- um, svo að hann steyptist á hausinn í ána — og missti Vippa í ofboðinu, sem á hann kom við þessa óvæntu árás. Vippi er syndur eins og selur og flýtti sér yfir ána og upp á bakkann hinum megin. Spilarinn saup hveljur i ánni. Hann kunni lítið að synda, en áin var grunn, svo að hann gat fótað sig og vaðið í land. Nú hlógu allir að honum — og enginn vildi segja frá því, hver hrinti honum í ána. Getið þið gizkað á, hvers vegna enginn gerði það? Það var af því að hann hafði feng- ið makleg málagjöld fyrir að kvelja lítilmagnann.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.