Vikan


Vikan - 24.07.1941, Blaðsíða 2

Vikan - 24.07.1941, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 30, 1941 Pósturinn Kæra „Vika“! Þegar ég sá um daginn, að þú lof- ar að svara þeim spurningum, sem til þin berast, og þú réðir við, þá langar mig að spyrja þig að ofurlitlu. Hvað þarf stúlka að vera gömul til þess að geta gift sig, gegn vilja foreldra sinna ? „Snudda“. Við þökkum kærlega fyrir bréfið og eftir fengnum upplýsingum mega hvorki karlar né konur giftast án samþykkis foreldranna, fyrr en 21 árs aldri er náð. Séu foreldrarnir dánir, verður að fá samþykki lög- ráðamanns. Til ritstjóra Vikunnar. Ég hefi verið kaupandi Vikunnar frá því fyrsta og finn mig nú knúða til að láta í ljósi þakklæti mitt fyrir það, hvemig þetta íslenzka, vikulega heimilisblað reynir að mæta kröfum allra heimilismanna, eldri sem yngri. Það er sem sagt reynt að hafa eitt- hvað handa öllum. Þegar ég var bam, var það ein hin mesta tilbreytni í fá- skrúðugleik daglega lífsins á sveita- bænum, sem ég ólst upp á, að farið var að kaupa „Hjemmet" um það bil, sem ég byrjaði að læra dönsku. Margt þótti mér skemmtilegt í því blaði, en þó báru barnaæfintýrin af öilu, ég man einhvem graut í þeim ennþá. Seinna las ég barnaæfintýrin í þessu sama blaði fyrir mín eigin börn, sem nutu þeirra engu miður en ég hafði gert, og undu við þau marga stund- ina, þegar þau voru lítil. Mér hefir því verið það alveg sér- stök ánægja að lesa Vippa-sögumar í Viktmni. Þær standa fyllilega jafn- fætis útlendum barnasögum í heim- ilisblöðum annara þjóða, og eru yngstu lesendunum áreiðanlega viku- leg, ósvikin ánægjustund. Ýmsir aq íslands1 sssssssssssssssssssssssssssss* fSSSSSSSSSSSSSSSSSSSi hinna eldri lesenda munu meira að segja heldur ekki hlaupa yfir þá síð- una, sem segir frá Vippa litla og æfin- týrum hans. Ég vona, að hann eigi enn oft eftir að heimsækja lesendur Vikunnar. Vippa-vinkona. Þessu bréfi er engu að svara nema því, að „vér hneigjum oss og þökkum.“ Athugið að s,jó- og stríðs- vátryggja skip veiðarfæri áður en þér ið á síldveiðarnar. Tjón, sem verða kann af völdum stríðsins, verður ekki greitt nema um stríðs- vátryggingu sé að ræða. Getum boðið yður hentug- ar stríðsvátryggingar yfir síldveiðitímann, 2—3 mán- uði. SPORTBLÚSSUR fyrir dömur, herra og börn. (Frá kr. 11,75). KLÆÐAGERÐIX Zlltímci Skólavörðustíg 19. áími 5839. Efni blaðsins m. a.: Æfintýri Fords í Brasilíu. Grein eftir Desmond Holdridge. Óvanaleg uppsögn. Smásaga eftir Margaret Lee Runbeck. „Það er alveg áreiðanlegt.“ Pósturinn: Bréf til Vikunnar. Hungur — og ást. Smásaga eftir Faith Ellen Smith. Fréttamyndir. Heimilið: Meðferð ungbama. — Garðávextir. — Tízku- mynd. — Húsráð. Gissur ætlar í útilegu. Krossgáta. — Erla og unnust- inn o. m. m. fl. HEIMILISBLAÐ Ritstjóm og afgreiðsla: Kirkju- stræti 4. Sími 5004. Pósthólf 365. Verð: kr. 2,40 á mánuði, 0,60 í lausasölu. Auglýsingum í Vikuna veitt móttaka í skrifstofu Steindórs- prents h.f., Kirkjustræti 4. Prentsm.: Steindórsprent h.f. Erla og unnustinn. Forstjórinn: Jæja, Oddur. Nú ætla ég að vita, hvernig þú stendur þig sem sölumaður. Eftir fáeinar mínútur kemur kaupandi frá Austurlöndum. Þú þekkir bragðið að gefa þeim vel að borða og gott vín og verzla svo við þá. Oddur: Já. Láta þeim fara að líða vel fyrst. Oddur: Prýðilegt. Þetta er einmitt tæki- færið, sem ég hefi verið að bíða eftir. Þetta skal ég nota mér. Ó, hvað Erla verður hreykin af mér. Forstjórinn: Ég hefi komið því svo fyrir, að þér farið fyrst að borða hádegisberð, ungfrú. Ungfrúin: Þér eruð hreinasta afbragð, herra forstjóri. Oddur: ‘ ? Páll: Já, sendillinn hringdi og sagðist hafa látið taka frá borð á Hótel Hvítabiminum. Ég óska þér góðrar ferðar, væni minn. Oddur: Þetta er dásamlegt! Oddur: Það er einmitt þar, sem Erla borðar hádegisverð. Hún sér mig með þessum mikla kaupanda. Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.