Vikan


Vikan - 28.08.1941, Qupperneq 11

Vikan - 28.08.1941, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 35, 1941 11 Dularfullur atburdur Framhaldssaga eftir AQATHA CHRISTIE. Foirot er fræg persóna í skátdsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock Holmes i sögum Conan Doyle's — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir. Hautet rétti úr sér. „Herra Renauld, þér hafið ekki leyfi til að sína réttarhöldunum fyrirlitningu!" sagði hann reiðilega. „Hver var orsök deilunnar?“ Renauld þagði þrjózkulega og unglegt andlit hans var reiðilegt. En þá tók annar til máls. Róleg rödd Hercule Poirot rauf þögnina: „Ég skal segja yður það, ef þér viljið.“ „Vitið þér það ?“ „Já, ég veit það. Orsök deilunnar var ungfrú Martha Daubreuil." Renauld spratt undrandi á fætur. Dómarinn sneri sér að honum. „Er það rétt, herra Renauld?" Jack Renauld kinkaði kolli. „Já,“ sagði hann. „Ég elska ungfrú Daubreuil og hefi í hyggju að kvænast henni. Þegar ég sagði föður mínum það, varð hann strax æva- reiður. Ég gat auðvitað ekki þolað, að hann móðg- aði ungu stúlkuna, sem ég elska, og þess vegna varð ég svona reiður." Hautet leit á frú Renauld. „Vissuð þér um þetta, frú Renauld ?“ spurði hann. „Ég óttaðist það,“ svaraöi hún stillilega. „Mamma," hrópaði ungi maðurinn. „Þú líka! Martha er eins góð og hún er falleg. Hvað hefir þú á móti henni?“ „Ég hefi ekkert á móti ungfrú Daubreuil. En ég vildi heldur, að þú kvæntist enskri stúlku, og ef þú kvænist franskri stúlku, þá ætti móðir hennar heizt ekki að hafa vafasama fortið." Það var auðheyrt á rödd hennar, a^S henni var kalt til frú Daubreuil, og ég gat heldur ekki láð henni, þó að henni þætti leitt, að einkasonur henn- ar yrði ástfangin af dóttur keppinautar hennar. Frú Renauld hélt áfram og sneri sér að rann- sóknardómaranum. „Ég hefði ef til vill átt að tala um þetta við manninn minn, en ég vonaði að þetta væri að- eins barnaskapur, sem liði hjá, ef ég skipti mér ekki af því. Nú ásaka ég sjálfa mig fyrir það, en eins og ég hafði sagt yður áður, þá var mað- urinn minn taugaóstyrkur og ekki sjálfum sér líkur, svo að ég hugsaði fyrst og fremst um, að angra hann ekki meira.“ Hautet kinkaði kolli. „Svo að þér sögðuð föður yðar, að þér ætluð- uð að giftast ungfrú Daubreuil," sagði hann við Jack, „varð hann undrandi á þvi?“ „Hann virtist vera alveg steini lostinn. Svo sagði hann skipandi rómi, að ég yrði að hætta að hugsa um það. Hann myndi aldrei gefa sam- þykki sitt til þess. Ég varð óþolinmóður og spurði, hvað hann hefði á móti ungfrú Daubreuil. Hann svaraði því út í hött, en talaði háðslega um eitthvað dularfullt við móður hennar. Ég sagð- ist ætla að ganga að eiga Mörthu en ekki móður hennar, en hann varð öskuvondur og sagðist ekki vilja tala meira Um það, og ég yrði strax að hætta að hugsa um Mörthu. Ég varð ævareiður yfir því, að hann skyldi taka þessu svona, einkum þar sem hann var alltaf mjög stimamjúkur við frú Daubreuil og bauð henni og Mörthu alltaf við og við hingað. Ég sleppti taumhaldinu á sjálfum mér og við rifumst alvarlega. Pabbi minnti mig á, að ég væri algjörlega upp á hann kominn, og Forsaua' Hercule Poirot leynilög- ® " reglumaður hefir hvatt vin sinn, Hastings, til að skrifa frásögn af dularfullum atburði, sem gerðist í Frakk- landi. I járnbrautarlest hitta þeir leik- konu, sem kallar sig „Öskubusku". Poirot fær fréf frá miljónamæringnum Renauld, sem óttast um líf sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve" í Frakklandi. Þegar þeir félag- ar koma þangað er búið að myrða Renauld. Poirot tekur þátt í rannsókn málsins með lögreglunni. Þeir heyra um, að Renauld hafi verið i þingum við konu að nafni Dau- breuil. Denise þjónustustúlka segir frá konu, sem hafi heimsótt hann kvöldið áður. Hótunarbréf, undirritað Dulice, finnst i frakkavasa Renaulds. Poirot finnur hom af ávísun, sem á er ritað „Duveen". Frú Renauld segir frá þvi, sem bar við um nóttina. Síðan fara þeir og rannsaka morð- staðinn. Þar hitta þeir Giraud leynilög- reglumann. Að því loknu fara þeir og tala við frú Daubreuil, en verða einskis vísari. Morguninn eftir hittir Hastings „Ösku- busku“. Hann sýnir henni allt umhverfið og líkið. Hann fylgir henni síðan heim, en gleymir að læsa skúmurn, sem likið er í, þangað til hann kemur aftur. Inni eru yfir- heyrslur. Gabriel Stonor, einkaritari Ren- aulds, kemur inn. Hann segir að frú Dau- breuil hafi þvingað fé af Renauld. Á meðan á yfirheyrslunum stendur kemur Jack Renauld inn. Hann hafði átt að fara til Suður-Ameríku, en skipinu seinkaði. það hlýtur að hafa verið þá, sem ég svaraði, að þegar hann væri dauður gæti ég gert það, sem ég vildi —“ Poirot skaut einni spurningu inn í: „Þér hafið vitað um erfðaskrá föður yðar?“ „Ég vissi, að hann hafði arfleitt mig að helm- ing eigna sinna og móður mína að hinum helm- ingnum, á meðan hún lifði," svaraði ungi mað- urinn. „Haldið þér áfram frásögn yðar,“ sagði dóm- arinn. „Svo stóðum við þarna og rifumst, þangað til ég sá, að ég myndi varla ná lestinni til Parísar. Ég varð að hlaupa niður á brautarstöðina og reiðin sauð enn í íúér. En ég róaðist á leiðinni. Þegar ég kom til Parísar, skrifaði ég Mörthu og sagði henni, hvað fyrir hafði komið, og svar hennar gerði mig enn rólegri. Hún skrifaði, að við skyldum bara halda fast saman, þá myndi pabbi að lokum láta undan. Þegar foreldrar minir kæm- ust að raun um, að við í raun og veru elskuðum hvort annað, þá mundu þau ekki setja sig upp á móti því lengur. Auðvitað hafði ég ekki skrifað henni, hvað það væri, sem pabbi í raun og veru hefði á móti þessu. Ég komst brátt að raun um, að ofsinn bætti ekkert fyrir mér. Faðir minn skrifaði mér nokkur vingjarnleg bréf til Parísar og minntist ekkert á þetta og ég svaraði í sama tón.“ „Getið þér sýnt okkur þessi bréf?“ spurði Giraud. „Ég hefi ekki haldið þeim saman.“ Renauld leit andartak á hann, en þá hélt rann- sóknardómarinn áfram: „Jæja, svo að við minnumst á eitthvað nýtt — kannist þér við nafnið Duveen, herra Renauld?" „Duveen?" sagði Jack. „Duveen?" Hann beygði sig hægt niður og tók pappírshnifinn, sem hann hafði fellt á gólfið, upp. Þegar hann leit upp, mætti hann augnaráði Girauds, sem var alls stað- ar á verði. „Duveen? Nei, það held ég ekki.“ „Viljið þér lesa þetta bréf, herra Renauld, og segja mér svo, hvort þér hafið nokkra hugmynd um, hver hefir skrifað föður yðar það?“ Jack Renauld tók bréfið og las það. Á meðan hann las það, færðist roðinn fram í kinnar hans. „Skrifað pabba það?“ Það var auðheyrt, að hann var bæði hrærður og hneykslaður. „Já, við fundum það í frakkavasa hans.“ „Veit —“ Hann hikaði og leit á móður sina. Rannsóknardómarinn skildi hann. „Nei, ekki enn. Getið þér nokkuð sagt okkur um, hver hefir skrifað það ?“ „Ég hefi ekki hugmynd um það.“ Hautet andvarpaði. „Þetta er allt mjög dularfullt. Jæja, við getum ef til vill hætt að hugsa um þetta bréf. Hvað finnst yður, herra Giraud? Það virðist hvort sem er ekki ætla að hjálpa okkur neitt.“ „Nei, það gerir það ekki,“ sagði leynilögreglu- maðurinn með áherzlu. „Og þó,“ andvarpaði rannsóknardómarinn, „leit þetta í fyrstu út fyrir að vera snoturt og einfalt mál!“ Hann leit á frú Renauld og roðnaði. „Já,“ sagði hann og ræskti sig og fletti blöðunum á borðinu. „Við skulum nú athuga, hvað langt við erum komnir. Já, vopnið! Ég er hræddur um, að það muni valda yður sársauka, herra Renauld. Mér hefir skilizt, að það væri gjöf frá yður til móður yðar. Mjög leiðinlegt — ákaflega óhugnan- legt------“ Jack Renauld hallaði sér áfram. Ándlit hans, sem hafði orðið mjög rautt við að lesa bréfið, var nú orðið náfölt. „Eigið þér við, að faðir minn hafi verið myrt- ur með litla rýtingnum úr flugvélamálminum ? Það getur ekki verið! Svona ómerkilegur, litill hlutur!" „Ö, jú, herra Renauld, það er satt! Hann var i raun og veru hættulegt vopn. Beittur og auð- velt að nota hann.“ „Hvar er hann? Má ég sjá hann? Er hann enn í — í sárinu?" „Nei, hann hefir verið tekinn þaðan. Langar yður til að sjá hann? Þér viljið fullvissa yður? Það væri ef til vill bezt, þótt móðir yðar hafi þegar staðfest, að það væri hann. Herra Bex, má ég ónáða yður?" „Auðvitað, ég skal sækja hann strax." „Væri ekki betra að herra Renauld færi með út i skúrinn," spurði Giraud sakleysislega. „Hann vill vafalaust sjá lík föður síns.“ Ungi maðurinn hristi höfuðið og það fór hroll- ur um hann. Dómarinn, sem vildi gera Giraud allt til miska, svaraði: „Nei, ekki núna. Herra Bex verður svo vin- gjamlegur að koma með rýtinginn hingað inn.“ Fulltrúinn fór út. Stonor gekk til Jack og þrýsti hendi hans innilega. Poirot hafði staðið upp og stóð og fitlaði við tvo kertastjaka, sem ekki stóðu eins. Rannsóknardómarinn las þetta leyndardómsfulla ástarbréf enn einu sinni, því að honum var mjög illa við að falla frá skoðun sinni um, að Renauld hefði verið stunginn í bak- ið og ástin hafi átt sinn þátt þar í. Allt í einu var hurðinni hmndið upp og full- trúinn kom þjótandi inn.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.