Vikan


Vikan - 13.08.1942, Qupperneq 2

Vikan - 13.08.1942, Qupperneq 2
■ 2 VIKAN, nr. 28, 1942 Pósturinn Svar til „lslenzk stúlka": Sigrirn Magnúsdóttir er frá Isa- firði, en starfar nú í Reykjavík. Hún er ógift og býr nú á Hverfisgötu 28. Höfum því miður ekki getað aflað okkur upplýsingar um hina spum- ingu yðar. Svar til „G. B. J.“: Þvi miður getum við ekki orðið við beiðni yðar um að birta kvæðið, þar eð við hefðum þurft að fá leyfi höfundarins, en höfum ekki getað náð í hann, og auk þess höfum við ekki rúm fyrir það i blaðinu. Svar til Ernu: 1. Nú nýlega var auglýst eftir stúlku til þess að gegna blaða- mennskustarfi, en sennilega er nú búið að fá stúlku í það starf. Þér ættuð að vera á varðbergi, ef þér sæuð í blöðunum slíkar auglýsingar, einnig gætuð þér sjálfar sett auglýs- ingu í blöðin. Við flest slík störf er tungumálakunnátta nauðsynleg og væri því ekki úr vegi, að þér legðuð yður nú þegar eftir því að læra tungumál, ef það er einlægur ásetn- ingur yðar að verða blaðamaður, því að það kæmi sér betur fyrir yður að vera búin að læra áður en þér fáið starf, heldur en eftir á, og eru einnig meiri möguleikar fyrir yður til þess að fá það, ef þér getið strax sagt, að þér hafið nokkra málakunnáttu. 2. Efsti maður á lista Þjóðveldis- manna heitir Bjarni Bjamason, Jóns- sonar frá Vogi. Hann er fulltrúi lög- manns og er kvæntur. Svar tU „D5 & B6“: Eyjan Mön er sérstakt konungsríki, er lýtur Bretakonungi. Landsstjóri þar er Granville jari, enskir titlar hans eru: Lieutenant Governor, Vice Admiral Earl Granville. — Eyjan Wight er hluti úr greifadæminu Hampshire, og er þar því enginn sér- stakur landsstjóri. Svar til „Þrír fóstbræður“: Charles Langhton lék bæði í kvik- myndinni „Hringjarinn frá Notre Dame" og ,,Jamaica-kráin“. Kæra Vika. Er myndin „Lady Hamilton", sem nú er sýnd í Tjarnarbíó, sögulega sönn? Geturðu sagt okkur eitthvað frekar um Lady Hamilton? Tvær forvitnar. • Svar: Myndin er að mestu leyti sönn, en er fegruð smávegis eins og slikar myndir em alltaf. Lady Emma Harte Hamilton (1761—1815) hét eiginlega Amy Lyon og var af fátæku fólki komin. Hún var mjög falleg og annáluð fyrir léttúð sína. Hún var um tíma ástmær Paynes höfuðsmanns, eignaðist barn árið 1780, varð ást- mær Charles Greville lávarðar 1781. Þá bar hún nafnið Harte og var fræg fyrir fegurð sína. Máluðu margir málarar myndir af henni, meðal ann- arra hinn frægi málari Romney. 1784 kynntist hún Sir Will. Hamilton, hann bauð henni til Neapel, þar sem hann var sendiherra. Hún varð ástmey hans, en giftist honum svo 1791. Hún var kynnt við hirðina í Neapel og vann sér vináttu drottningarinnar. Hún starfaði dálítið fyrir hagsmuni Englands, en ýkti það mjög í eigin frásögn. Nelson varð mjög hrifinn af henni og fór með hana til Englands árið 1800. Eftir dauða Nelson 1805 komst hún í vandræði, því að enska stjómin neitaði henni um aðstoð og hún var búin að eyða öllum eignum sinum. 1813 var hún tekin föst fyrir skuldir, en flýði til Calais og dó þar. Um borð í brezka flugvélamóðurskipinu „IIlustrious“. 'x Brezka flugvélamóðurskipið „Illustrious‘“, sem er 23.000 smálesta varð fyrir skemmdum í bardaga við óvinaskip, en var svo gert við það i amerisk- um og brezkum skipasmiðastöðvum. A skipinu eru nú mjög fullkomnar orrustuflugvélar af amerískri gerð. Á myndinni sést flugvél vera að lenda á þilfari skipsins, og vísar aðstoðarmaðurinn flugmanninum leið með ljósmerkjum. Allir, sem hafa ánægju af leiklist, þurfa að lesa og eiga Skrúðbóndann, hið nýja leikrit Björgvins -*• Guðmundssonar, sem allir • •* ljúka lofsorði á. ' - -i-. ■ ‘ Fæst hjá bóksölum. AUGLÝSIÐ * I VIKUNNI. Erla og unnust- inn. Erla: En hvað mér þykir leiðinlegt, að þú skulir ekki geta farið með mér á dansleikinn í kvöld, ástin mín. Ég var farin að hlakka svo mikið til þess. Oddur: Ég veit það, elskan mín. En forstjórinn vill endilega, að ég vinni í kvöld, þú veizt, hve hann treystir mér, svo að ég get ekki svikið hann. Þetta er einn ókosturinn við að vera svona mikill kaup- sýslumaður eins og ég er. Oddur: Mikið er ég feginn, að ég skyldi losna við þetta. Mér hundleiðist að fara á böll, þar sem ég kann ekki að dansa. Aumingja litla Erla, henni hefði þótt gaman að fara, hún vildi endilgga, a.ð ég kæmi með sér. Palli: Heyrðu, Oddur. Geturðu ekki lánað mér samkvæmis- fötin þin í kvöld, fyrst þú ætlar ekki að nota þau. Oddur: Jú, sjálfsagt, Palli. Þau eru í skápnum mínum. En þú verður að skila þeim aftur á morgun. Um kvöldið: Oddur: Ég ætla að hringja til Erlu. Auminginn litli, hún hlýtur að vera ein- mana. Hún situr líklega ein heima og hugsar um mig. — Halló! Oddur: Hvað segið þér? Fór hún á dansleikinn? Hver? Fór Palli með henni? p i Utgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.