Vikan


Vikan - 13.08.1942, Side 4

Vikan - 13.08.1942, Side 4
4 VIKAN, nr. 28, 1942 Talaðu, ErIC! Feiminn maður — slungin stúlka — og endirinn annar en búast mátti við Hún sá, hvernig hann sat yzt á brún- inni á sófanum, sem þau sátu bæði í. Eins og stórt, feimið dýr. Hún sá honum svelgjast á munnvatninu og toga vandræðalega í fhbbann. Og hún hugsaði, nú kemur það. Hann ætlar að spyrja mig núna. Hún horfði í gengum augnahárin upp í loftið og beið. „Ósköp er heitt hérna, finnst þér það ekki?“ sagði hann. Hún hló, kjánalega, að því er henni fannst. Vegna þess, að það, sem hann sagði, var alls ekki hlægilegt. Ekki þegar þetta var svona þýðingarmikið. Hann roðnaði. „Sagði ég eitthvað óvenju- legt?“ „Nei, Eric, alls ekki. Það var bara —.“ Bara það, að hún hafði ætlað að fara að segja það sama, skrökvaði hún. Sömu orð- in, alveg nákvæmlega. Hún varð að vera gætin. Karlmenn eru svo einkennilegir. Hún varð að koma því einhvernveginn þannig fyrir, að hann — þannig, að allt færi á réttan hátt. Hann varð að segja það núna. Hann var að fara í burtu á morgun. Það væri hræðilegt, ef hann færi í burtu án þess að segja það. Hún stóð á fætur og opnaði glugga. Er hún gekk yfir gólfið var hún þess með- vitandi, að göngulag hennar var fallegt og hárið bylgjaðist niður axlirnar, lokkárnir búnir til með þrjátíukróna hárliðun. Hún settist aftur við hliðina á honum, og hann fór að segja henni það allt að nýju. Að verzlunin væri að senda hann úr bæn- um. Hve þetta væri gott tækifæri og að hann hefði fengið kauphækkunina, sem hann hefði verið að búast við. Hann tók það sama upp aftur. Og nú sat hann þarna á brúninni á sófanum. En allt kom fyrir ekki, hann sagði það ekki. Hann horfði á hana þögull eins og hann vildi, að hún gæti lesið hugsanir hans. Hana langaði til þess að hrista hann, en þó líka til þess að faðma hann. Menn eins og Eric vaxa ekki á trjánum. Ekki nú á dögum. Hún hefði gifzt honum þegar, hvemig atvinnu, sem hann hefði haft. Bara að hann vissi það. Hún tók upp sígarettubauk af borðinu. Hann hafði gefið henni baukinn, sem var með lítilli styttu á lokinu. Hún reyndi að vera kæmlaus á svipinn, en heili hennar starfaði ákaft. Hún varð að koma því svo fyrir, að hann — að allt færi vel. Henni fannst allt vera undir sér komið. Hún bauð honum sígarettu. Hönd hans fitlagi við baukinn, og hann reyndi að taka ekki tvær í einu. Hann var augsýnilega taugaóstyrkur. Hún horfði á hönd hans og var að hugsa um styttuna á bauknum, þá datt henni allt í einu ráð í hug. Hún tók hönd hans með báðum sínum, snéri henni og skoðaði Iínurnar í lófanum. Svo þóttist hún verða undrandi. Hún leit SMÁSAGA efiir Frederick Laing. á hann og spurði hann, hverju hann væri að leyna hana. Eric sagði: „Ha?“ eins og hann hefði verið hugsi og hugsanir hans snúizt um allt annað. „Þetta er mjög einkennilegt," sagði hún. Svo hreyfði hún höndina eins og prófessor, sem strýkur skegg sitt, og leit svo í lófa hans aftur. Eric hló. Hún fann, hvernig feimnin var að hverfa. „Spákona, ha?“ Hann virtist gleðjast af þessu uppátæki hennar. Glað- ur, vegna þess, að nú þurfti hann ekki að segja það strax. Og það var augljóst, að honum féll það vel að hún héldi hendi hans. Hún talaði um líflínuna, aðallínuna og hjartalínuna, rakti þær í lófa hans með fingrinum. Og bjó allt þetta til. Hvert einasta orð. Þegar hún ætlaði að fara að útskýra hjartalín- una nánar, fann hún, hvernig hjartað barð- ist í brjósti sínu. Hún hristi höfuðið. „Ég veit ekki. Þessi ástarlína. Ef til vill ætti stúlka ekki — ef til vill ætti ég ekki að segja þetta. Ég veit ekki, hvað þú þá hugsar.“ Hún leit framan í hann og reyndi að vera I Vitið þér það? = 1. Hvað eru margir íbúar í Bergen, næst- É stærstu borg Noregs? | 2. Hver var einn af helztu brautryðjend- | um í nútíma óperutónlist ? = 3. Hvaða fjögur efni eru það, sem jurt- | | imar þurfa einkum sér til viðurværis? I I 4. 1 hvaða heimsálfu býr um helmingur : : allra íbúa jarðarinnar? | 1 5. Hvaða stjarna hefir flest fylgitungl? i | 6. Hvaða borg fékk fyrst allra í heimin- : | um rafmagnsljós ? = | 7. Hvað er Amarfell hið mikla hátt? | 8. Hvenær fór Eiríkur rauði til að byggja : Grænland ? I I 9. Hvert af eftirfarandi orðum kemur = aðeins einu sinni fyrir í biblíunni: Kær- : 1 leiki, Palestína, hlýðni, Jerúsalem? I 10. Hver var hegning Sisyphus? Sjá svör á bls. 14. : m ii ii iif iii ■■ llllll■lll■llllm iii m imii*n leyndardómsfull eins og spákona. Þá teygði hann fram höndina og snerti með fingrinum uppbrettan nefbrodd hennar, það eyðilagði næstum því skap hennar — og allt. Hún vissi, að. hún hafði uppbrett nef og henni leiddist það. En svo sagði hann henni að halda áfram — með hjartalínuna. Það var sú lína, sem hann langaði mest til þess að heyra um. „Jæja,“ sagði hún og hrukkaði ennið um leið og hún leit í lófa hans. „Ég sé konu. Konu í lífi þínu.“ Hún leit á hann og reyndi að roðna ekki. Ef til vill ætti hún að sleppa þessu, sagði hún. En hann sagði henni að gera það ekki. Þetta væri einmitt það, sem hann langaði til þess að heyra, þetta um stúlkuna — konuna. Hann sat þarna ánægður á svip- inn, eins og lítill drengur. Svo sagði hún honum frá þessari konu, hvemig það væri ákveðið, að þau ættu að hittast. Leiðir þeirra lægju saman og þau hæfðu hvort öðru fullkomlega. Þau voru á margan hátt lík, en einnig ólík. Og nú þorði hún ekki að líta á hann, hún hélt áfram og talaði hratt. Hann var ljóshærður, sagði hún, en þessi kona var dökkhærð — í samanburði við hana í það minnsta. Til dæmis með dökkbrúnt hár. En hún var auðvitað há. Há, dökkhærð kona. Og þau voru líka ólík á annan hátt, sagði hún. Hann var frekar þögull, en konan var — hún var ekki beint ræðin, en hún kunni að halda uppi samræðum. (Því það væri annaðhvort nú eða aldrei, sagði hún við sjálfa sig). Svona hélt hún áfram og lýsti fyrir honum stúlkunni, sem sat við hlið hans. Henni fannst hann þurfa að vera blindur, heymarlaus og sjónlaus til þess að mis- skilja það. Og allt í einu fann hún, að hann dró að sér höndina. Hún leit skelfd framan í hann til þess að sjá, hvort hún hefði farið of- langt. Og hvað sá hún þar? Ekki neitt. Alls ekki neitt. „En Eric,“ sagði hún — og reyndi að brosa. Hann hafði ekki einu sinni hlustað á hana, sagði hún. Þegar hún hafði ásakað hann fyrir þetta, leið henni eins og öllum stúlkum getur liðið. Hún var næstum því reið. Ætlaðist þessi stóri karlmaður til þess, að hún krypi á kné og bæði hans. Hún var nú orðin vonlaus. Hún ætlaði ekki að reyna meira. Nú gat hann bjargað sér sjálfur. Hún ætlaði ekki einu sinni að bjóða fimm aura í hugsanir hans. Hún ætlaði víst ekki að grípa til þess. Þá heyrði hún sjálfa sig allt í einu segja: „Fimm aurar fyrir hugsanir þínar.“ Hann sagðist vera að hugsa um, hve það væri einkennilegt, að fólk skyldi trúa á þetta bull. ,,Bull?“ sagði hún. Og svo varði hún svona spádóm sem mikil vísindi. Lét eins og hún hefði trúað á þetta allt sitt líf- Hún roðnaði alla leið út í eyrnasneplana. Hún fann það. Eric var líka rauður í Framhald á bls. 14. /

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.