Vikan


Vikan - 13.08.1942, Blaðsíða 5

Vikan - 13.08.1942, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 28, 1942 5 Ný framhaldssaga: 7 Ráðgáta Rauða hússins. l■llllllllllllll■llll■llllll■llllllllllll■ll■ll■lllll■■■l■lllll,lllllllll■llllll■■lllllIllllllll■lll■i»lt»,,li,i,»,,,,,»»,,,,,,»,»»»,,»»»,»,,,,,,,,»,,,, Sakamálasaga eftir A. A. Milne iiiiiiiiiiiii11111111111111111111111111 „Nei, er það satt?“ sagði Bill og þótti mikið til þess koma. Hann dáðist að Antony og var hreykinn af því að vera vinur hans. „Já. Hér skeður bráðum eitthvað markvert.“ „Rannsóknir og þvi um líkt?“ „Já, en ef til vill eitthvað á undan því. Halló, þarna kemur Cayley.“ Cayley kom gangandi yfir grasflötinn í áttina til þeirra. Hann var stór, herðabreiður maður, andlit hans var stórskorið og nauðrakað, eitt þeirra ófríðu andlita, sem ekki er hægt að kalla ljót. „Aumingja Cayley,“ sagði Bill. „Ég ætti eigin- lega að segja við hann, hve mér þyki þetta leitt og allt slíkt. En manni finnst það svo gagns- laust.“ „Vertu ekkert að eiga við það,“ sagði Antony. Cayley kinkaði kolli, er hann kom að þeim og stóð svo kyrr dálitla stund. „Hér er sæti fyrir yður,“ sagði Bill og stóð á fætur. „Það er alveg óþarfi, þakka yður fyrir. Ég kom bara til þess að segja yður,“ hann sneri sér að Antony, „að þær eru svo viðutan þjónustustúlk- urnar, að kvöldverðurinn verður ekki tilbúinn fyrr en klukkan hálf níu. Þér ráðið því alveg, hvort þér skiptið um föt eða ekki. En hvernig er með farangur yðar?“ „Mér datt í hug, að við Bill gætum farið yfir á krána og séð um hann.“ „Það má senda bílinn eftir honum, þegar hann kemur til baka frá jámbrautarstöðinni.“ „Það er fallega boðið, en ég verð að fara þang- að sjálfur hvort eð er, til þess að láta dótið niður og borga reikning minn. Auk þess hefir maður gott af að fara þetta, veðrið er svo indælt. Væri þér ekki sama, þótt þú kæmir með mér, Bill?“ „Mér er það sönn ánægja.“ „Jæja, ef þér skiljið töskuna yðar eftir þar, þá skal ég senda bílinn eftir henni seinna." „Þakka yður kærlega fyrir.“ Er Cayley hafði lokið því, sem hann ætlaði að segja, sat hann kyrr dálitla stund, eins og hann vissi ekki, hvort hann ætti heldur að sitja kyrr eða fara. Antony var að hugsa um það, hvort hann mundi vilja að talað væri um það, sem skeð hefði um eftirmiðdaginn, eða hvort hann vildi helzt komast hjá því. Til þess að rjúfa þögn- ina, spurði hann, hvort eftirlitsmaðurinn væri farinn. Cayley kinkaði kolli. Svo sagði hann allt í einu: „Hann ætlað að senda út skipun um að hand- sama Mark.“ Bill lét í ljós samúð Sína, en Antony yppti öxlum og sagði: „Hann verður að gera það, ekki satt? Það þarf ekki — það er ekki neitt athuga- vert við það. Þeir vilja auðvitað ná í frænda yðar, hvort sem hann er sekur eða saklaus." „Hvort haldið þér að hann sé, Gillingham ?“ spurði Cayley og horfði beint á Antony. „Mark? Það er ómögulegt!" sagði Bill ákafur. „Bill er tryggur, eins og þér heyrið, Cayley." „En þér skuldið engum, sem hlut eiga að máli, tryggð.“ „Einmitt. Þess vegna gæti ég ef til vill verið of hreinskilinn." Bill hafði látið fallast niður í grasið og Cayley settist í hans stað á bekkinn, studdi hönd undir kinn og horfði út yfir grasflötinn. „Ég vil helzt, að þér séuð hreinskilinn," sagði . Mark Ablett, eigandi Rauða hússins, býst við Robert, bróður sínum, frá Ástraliu. Andrey, þjónustustúlka, fylgir honum inn í skrif- stofu húsbóndans og fer síðan að leita að Mark. Meðan hún er úti heyrist skothvellur inni í húsinu. Antony Gillingham sest að í veitingahúsinu „The George" og fréttir þar, að kunningi sinn, Bill, er í Rauða húsinu. Hann fer að heimsækja Bill, en lendir þá ásamt Cayley í því að finna myrtan mann. Það er Robert Ablett. Cayley sendir boð eftir lögreglunni. Gestimir koma heim eftir golfleikinn og frétta um moröið og fara allir til London, nema Bill. Birch eftirlits- maður rannsakar málið. Antony fer að at- huga húsið og ákveður að komast til botns í málinu. hann loks. „Vitanlega er ég hlynntur Mark. Þess vegna langar mig til þess að vita, hvernig þér lítið á uppástungu mína — þar sem þér eruð alveg óviðkomandi." „Uppástungu yðar?“ „Já, kenningu mina um það, að hafi Mark drepið bróður sinn, þá hafi það bara verið af slysni ■— eins og ég sagði eftirlitsmanninum. ‘ ‘ Bill leit upp fullur ákafa. „Þér eigið við, að Robert hafi tekið upp byss- una,“ sagði hann, „það hafi orðið dálitlar rysk- ingar og skotið riðið úr byssunni, Mark hafi orðið skelkaður og hlaupið í burtu. Er það ekki svona, sem þér hugsið það?“ „Jú, einmitt." „Þetta er mjög sennilegt." Hann sneri sér að Antony. „Það er ekkert rangt í þessu, eða er það? Þetta er lang eðlilegasta skýringin fyrir þá, sem þekkja Mark.“ Antony losaði pípu sína. „Ég býst við því,“ sagði hann með hægð. „En það er eitt, sem ég ekki skil.“ „Hvað er það?“ Bill og Cayley spurðu sam- timis. „Lykillinn." „Lykillinn?" sagði Bill. Cayley reisti höfuðið og horfði á Antony. „Hvað um lykilinn?" spurði hann. „Það getur verið, að þetta sé ekkert mark- vert; ég var bara að velta því fyrir mér. Setjum nú svo, að Robert hafi verið drepinn eins og þér segið, og að Mark hafi orðið skelkaður og ekki hugsað um annað en að komast undan, áður en nokkur sæi hann. Nú, þá hefir hann sennilega læst hurðinni og stungið lyklinum í vasann. Hann mundi gera það hugsunarlaust, aðeins til þess að afla sér tíma.“ „Já, það er það, sem ég held.“ „Það virðist sennilegast," sagði Bill. „Þetta er hlutur, sem maður mundi gera í hugsunarleysi. Auk þess bætir það fyrir manni, ef ætlunin er að hlaupa í burtu.“ „Já, það er mjög eðlilegt, ef lykillinn er þar.. Eln sé hann nú ekki þar?" Þessi athugasemd, sem var sögð eins og hún væri þegar staðreynd, kom þeim báðum á óvænt. Þeir horfðu á hann undrandi. „Við hvað eigið þér?“ spurði Rayley. „Þetta er bara viðvíkjandi því, hvar fólk hefir lyklana. Þér farið upp í svefnherbergi yðar, og ef til vill viljið þér læsa dyrunum, svo að enginn geti komið inn til yðar á meðan þér eruð hálf- Forsaga klæddur. Það er mjög eðlilegt. Og ef þér at- hugið svefnherbergi í mörgum húsum, þá munuð þér sjá, að lyklamir eru að innanverðu, svo auð- hlaupið sé að þvi að læsa. En fólk lokar sig ekki inni niðri. Það er næstum því aldrei gert. Bill mundi, til dæmis, aldrei loka sig inni i borð- stofunni til þess að fá að vera einn með vinglas sitt. Og á hinn bóginn em allar konur, sérstak- lega þjónustustúlkur, hræddar við þjófa. Og kom- ist þjófur inn um glugga, þá vilja þær hindra það, að hann komist inn í nokkuð annað her- bergi. Þess vegna hafa þær lyklana að utanverðu og læsa dyrunum um leið og þær fara að sofa.“ Hann sló öskuna úr pípu sinni og bætti svo við: „1 það minnsta gerði mamma mín það alltaf." „Áttu við það,“ spurði Bill æstur, „að lykilinn hafi verið að utanverðu, þegar Mark fór inn í herbergið?" „Mér datt þetta bara í hug.“ „Hafið þér athugað hin herbergin — borðknatt- leiksstofuna, lestrarstofuna og hin?“ sagði Cayley. „Ég hefi bara hugsað um þetta á meðan ég hefi setið héma. Þér búið héma — hafið þér nokkumtíma tekið eftir því?“ Cayley sat hugsi og hallaði undir flatt. „Yður finnst það kannske einkennilegt, en ég hefi aldrei tekið eftir því.“ Hann snéri sér að Bill. „Hafið þér?“ „Nei, sannarlega ekki. Ég tek nú aldrei eftir svoleiðis smámunum." „Nei, ég þóttist viss um það,“ sagði Antony hlæjandi. „Nú, en við getum aðgætt þetta seinna. Ef hinir lyklamir em að utanverðu, þá hefir þessi sennilega verið það líka, og þá — já — þá er þetta miklu einkennilegra." Cayley sagði ekkert. Bill tuggði strá Og sagði svo: „Breytir þetta miklu?" „Það gerir manni erfiðar fyrir að skilja, hvað gerðist þama inni. Hugsið þið ykkur það sjálfir og sjáið svo. Þá hefir hann ekki snúið lyklinum ósjálfrátt, ekki satt? Hann hefir orðið að opna dymar til þess að ná i hann, og opni hann dymar, þá gæti einhver, sem í forsalnum væri, séð hann — til dæmis frændi hans, sem hafði verið þar stuttu áður. Mundi nokkur maður í spomm Mark, dauðhræddur um að komið væri að honum hjá líkinu, gerast svo fífldjarfur ?" „Hann þurfti ekki að vera hræddur við mig,“ sagði Cayley. „Hvers vegna kallaði hann þá ekki á yður? Hann vissis, að þér voruð nálægur. Þér hefð- uð getað ráðlagt honum og vitanlega hefir hann þurft á ráðleggingum að halda. En skýringin á flótta Mark er sú, að hann hefir verið hræddur við yður og yfirleitt alla, og eina hugsun hans hefir verið að komast burt úr herberginu, og hindra yður og þjónustustúlkumar í því að kom- ast inn. Hefði lykillinn verið að innanverðu, þá hefði hann sennilega læst hurðinni. Ef hann hefði verið að utanverðu, þá er það næstum því áreiðanlegt, að hann hefir ekki gert það.“ „Já, ég býst við, að þú hafir á réttu að standa," sagði Bill hugsandi. „Nema hann hafi tekið lykilinn inn með sér og læst dyrunum strax." „Já, einmitt. En þá verður að finna alveg nýja skýringu." „Þú átt við að þá virðist það vera vel fyrir- hugað?“ „Já, það er rétt. En það bendir líka til þess,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.