Vikan


Vikan - 13.08.1942, Page 6

Vikan - 13.08.1942, Page 6
6 VIKAN, nr. 28, 1942 að Mark sé ákaflega heimskur. Nú skulið þið snöggvast ímynda ykkur, að hann hafi af ein- hverjum ástæðum viljað losna við bróður sinn. Myndi hann þá hafa farið svona að ? Bara drepið hann og hlaupið svo í burtu? Það er blátt áfram sjálfsmorð. Nei. Ef hann hefði raunverulega viljað losna við bróður sinn, þá hefði hann farið hyggilega að ráði sínu. Hann hefði til að byrja með verið mjög vingjarnlegur við hann, til þess að forðast allan grun, og þegar hann að lokum dræpi hann, myndi hann láta það líta út eins og slys, sjálfsmorð eða verknað einhvers annars manns. Er þetta ekki rétt?“ „Þú átt við, að hann muni byrja á því að leiða allan grun frá sjálfum sér.“ ,,Já, það er einmitt það, sem ég á við. En ef hann læsir sig inni áður en han byrjar, þá er það auðséð, að það er gert af ásettu ráði.“ Cayley hafði verið þögull og augsýnilega verið að hugsa um þessa nýju hugmynd. Hann horfði niður á jörðina og sagði: ,,Ég held samt fast við þá skoðun mína, að þetta hafi verið óviljandi og Mark hafi orðið hræddur og hlaupið á brott." ,,En hvað þá með lykilinn?" spurði Bill. „Við vitum ekki ennþá, hvort lyklarnir eru allir að utanverðu. Ég er alls ekki sammála Gill- ingham í því, að lyklarnir á neðstu hæð séu allt- af að utanverðu. Stundum eru þeir það eflaust, en ég býst við því, að við munum komast að raun um, að þessir séu allir að innanverðu.“ ,,Já, ef þeir eru að innanverðu, þá er upphaf- lega skýringin sennilega rétt. En ég fór bara að hugsa um þetta, þar sem ég hefi oft séð lykla að utanverðu. Það var allt og sumt. Þér báðuð mig að vera hreinskilinn og segja yður, hvað ég héldi. En efalaust hafið þér á réttu að standa, og við munum komast að raun um það, að þeir eru að innanverðu eins og þér segið." „Jafnvel þótt lykillinn hafi verið að utanverðu,“ sagði Cayley þrákelknislega, „þá held ég, að þetta hafi verið óviljaverk. Hann getur hafa tekið hann inn með sér, þar sem hann vissi, að þetta yrðu leiðinlegar viðræður og hefir því ekki kært sig um að verða ónáðaður." „En hann var nýbúinn að biðja yður að vera nálægt, ef hann skyldi þurfa á aðstoð yðar að halda. Hvers vegna ætti hann þá að loka yður úti? Auk þess held ég, að maður, sem á von á óskemmtilegum samræðum við hættulegan ætt- ingja sinn, muni alls ekki læsa sig inni með honum. Hann mundi öllu heldur hafa allar dyr opnar til þess að vera öruggari." Cayley þagði, en var þrár á svipinn. Antony hló afsakandi og stóð á fætur. „Jæja, komdu, Bill,“ sagði hann, „við þurfum að leggja af stað.“ Hann rétti fram höndina og dró vin sinn upp. Siðan sneri hann sér að Cayley og sagði: „Þér verðið að fyrirgefa mér, þótt ég hafi látið hugmyndaflugið hlaupa með mig í gönur. Auðvitað leit ég á málið sem algjörlega utanaðkomandi maður, alveg eins og einhverja ráðgátu, ég á við, að þetta snertir ekki hamingju neinna vina minna." „Það er ágætt, Gillingham," sagði Cayley og stóð einnig á fætur. „Það eruð þér, sem eigið að fyrirgefa mér. Ég vona, að þér gerið það. Þér segist ætla að fara út að kránni til þess að að- gæta farangur yðar?“ „Já.“ Hann horfði til sólar og síðan yfir flöt- inn, sem lá að húsinu. „Hún er í þessari átt, er það ekki?" Hann benti í suður. „Komumst við til þorpsins þessa leið, eða þurfum við að fara veginn ?“ „Ég skal sýna þér það, kunningi," sagði Bill. „Bill mun sýna yður það. Garðurinn nær næst- um því alla leið út að þorpinu. Svo skal ég senda bílinn eftir ykkur eftir hálftíma." „Ég þakka kærlega." Cayley kinkaði kolli og sneri sér við til þess að ganga í áttina til hússins. Antony tók í hand- legg Bill, og þeir gengu i gagnstæða átt. VII. KAFLI. Lýsing á hefðarmanni. Þeir gengu áfram þegjandi, þar til húsið og gosbrunnurinn í garðinum var horfinn úr augsýn. Fyrir framan þá og til hægri hallaði undan fæti, en svo kom aflíðandi brekka. Þétt trjábelti lá meðfram veginum, svo að ekki sást til þeirra frá honum. Þeir voru þama alveg í skjóli, og enginn sá til ferða þeirra. „Hefurðu nokkum tíma komið hingað áður?“ sagði Antony allt í einu. „Já, oft.“ „Ég á við á þennan blett, sem við erum nú á. Eða ertu alltaf inni að leika borðknattleik?" „Nei, alls ekki.“ „Jæja, þá tennis eða eitthvað annað. Margt fólk, sem á fallega skemmtigarða, notar þá aldrei og allir vesalingarnir, sem ganga á rykugum veginum, hugsa um það, hve þetta fólk sé ham- ingjusamt að eiga þá, og eru að ímynda sér, hvað það sé að gera sér til skemmtunar í þeim.“ Hann benti til hægri. „Hefirðu nokkurn tíma komið þarna?“ Bill hló, eins og dálítið skömmustulegur. „Nei, það er ekki teljandi. Ég hefi auðvitað oft farið hérna um, vegna þess að það er stytzta leiðin til þorpsjns." „Já .... Jæja, segðu mér eitthvað um Mark.“ „Hvað helzt?“ „Þú mátt ekki vera að hugsa um það, að þú sért gestur hans, og hreint göfugmenni eða annað slíkt. Slepptu því öllu, og segðu mér álit þitt á Mark, hvernig þér geðjist að þvi að búa hjá honum, hve mikið ósamlyndi hafi verið á milli gestanna þessa viku, hvernig þér líki við Cayley og allt því um líkt." Bill horfði á hann ákafur. „Heyrðu, ertu að gerast leynilögreglumaður ?“ „Já, ég vildi fara að skipta um starf,“ sagði Antony brosandi. „Það var garaan! Ég á við,“ bætti hann við iðrandi á svipinn, „ég ætti nú ekki að segja þetta, þar sem það er dauður maður í húsinu og gestgjafi minn er . ..“ Hann hætti dálítið vand- ræðalegur, síðan sagði hann: „Skelfing er þetta allt einkennilegt. Guð minn góður!" „Jæja,“ sagði Antony. „Haltu áfram. Segðu mér eitthvað um Mark.“ „Hvemig mér geðjist að honum?“ „Já.“ Bill varð þögull. Hann vissi ekki, hvernig hann ætti að koma orðum að þeim hugsunum, sem hann hafði ekki gert sér nógu skýrar. Hvemig geðjaðist honum að Mark? Er Antony sá, að hann hikaði, sagði hann: „Þú þarft ekki að vera hræddur um, að það, sem þú segir, verði skrifað niður í skýrslur, svo að þér er óhætt að segja það, sem þér býr í brjósti. Talaðu um allt, sem þú vilt, og hvernig sem þú vilt. Jæja, ég skal þá koma þér af stað. Hvort heldurðu að væri skemmtilegra — að vera hér í fríi eða hjá Barrington-fólkinu ?“ „Það er eftir því . ...“ „Við segjum, að hún sé með á báðum stöð- unum.“ „Asni,“ sagði Bill og rak olnbogann í síðuna á Antony. „Það er dálítið erfitt að segja,“ hélt hann áfram. „Það er látið fara ákaflega vel um mann hér.’“ „Já.“ „Já. Ég held, að ég þekki varla það hús, þar sem allt er eins þægilegt og hér. Herbergi manns — maturinn — drykkirnir — vindlarnir — öllu er svo vel fyrir komið. Allt þess háttar er gott. Það er séð mjög vel um mann.“ „Já ?“ „Já.“ Hann endurtók þetta hægt, eins og það hefði gefið honum nýja hugmynd. „Það er séð ákaflega vel um mann, það er einmitt það, sem er að Mark. Það er einn veikleiki hans, að líta eftir manni.“ i.Og sjá um allt fyrir ykkur.“ „Já. Auðvitað er þetta yndislegt hús, og nóg er hægt að gera, maður getur stundað hvern þann leik og hverja íþrótt, sem upp hefir verið fundin, eins og ég segi, manni líður með afbrigð- um vel hérna. En þrátt fyrir allt þetta, þá fannst manni -— ég veit ekki vel, hvernig ég á að orða það, en það var eins og að vera í skrúðgöngu, maður varð að gera það, sem manni var sagt.“ Rústir á Filippseyjum. Þessi mynd er frá Filippssyjum, og sýnir ameriska hermenn vera að athuga rústir af byggingu, sem hrundi í árás Japana. Þessi árás var gerð í fyrstu vikunni, • sem stríðið stóð á Filippseyjum. /

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.