Vikan


Vikan - 13.08.1942, Síða 11

Vikan - 13.08.1942, Síða 11
VIKAN, nr. 28, 1942 11 17 FRAM H ALDSS AG A Leyndctrdómur hringsins r Graham sat dálitla stund hugsi. Síðan sagði hann henni í stuttu máli frá atburðum síðustu mánaða, án þess þó að nefna giftingu sína. Þegar hann sagði frá hringnum, sem dottið hefði á gólf- ið, er konan kom i lyfjabúðina og sagði, að Elsie bæri eins hring, kom fát á frú St. Aubyn og hún færði stól sinn nær Graham. Þegar ungi maður- inn hafði lokið sögu sinni, voru varir hennar hvít- ar, og hún faldi andlitið í höndunum og bærði varimar eins og hún væri að biðjast fyrir. Svo tók hún hendurnar frá andlitinu og leit fast á ■Graham. Hún var nú aftur búin að ná stjórn á sjálfri sér. ,,Þér hafið sagt mér undarlega sögu, Mortimer læknir, og hún hefir sannfært mig. Þér hafið breytt grun mínum í vissu, en mér er það óljúft að játa þetta. Það er engin fróun í því að hugsa illt um meðbræður sína.“ Hún stundi og rétti honum síðan vingjarnlega höndina: „Þér hafið nú fengið samherja, sem getur orðið yður að meira gagni en yður grunar. En, Mor- timer læknir, þér hafið ekki verið alveg hrein- skilinn við mig. Á meðan á sögu yðar stóð, hafði ég það oftar en einu sinni á tilfinningunni, að þér leynduð mig einhverju." „Það gerði ég, en það stendur ekki í neinu sambandi við veikindi ungfrú Drummond," sagði hann og roðnaði. „Það væri samt viturlegast, ef þér vilduð segja mér það,“ sagði hún hugsi. Hann hlustaði óþolinmóður á hana, því að henni kom hið ógæfusama hjónaband hans ekki við, en seinna iðraðist hann þess sáran, að hann skyldi ekki hafa sagt henni allt, og sá, að hún hefði átt rétt á þvi að vita það. „Ég get ekki verið að tefja yður með því að segja yður frá hlutum, sem snerta engan nema sjálfan mig,“ sagði hann kurteislega. „Það, sem ég hefi þegar sagt, hlýtur að nægja t.il þess að fá yður til þess að aðstoða mig í leitinni að þess- um dularfulla óvini ungfrú Drummond." „Ég sagðist ætla að verða samherji yðar, en þér megið ekki taka orð mín of bókstaflega. Hvað segið þér við því, að ég tjái yður nú, að ég hafi ekkert til frásagna sem stendur?” Graham leit hvasst á hana. Hann var farinn að bera traust til hennar, þótt hann vissi ekki hvers vegna. En þrátt fyrir íbyggni hennar og dul, þá hélt hann samt, að hún væri góð og sönn kona. „Finnst yður það sanngjarnt?" spurði hann. Hún svaraði spurningu hans með annarri. „Mundi yður geðjast betur að mér, ef ég sýndi manni, sem ég hefi aðeins seð tvisvar, fullt trún- aðartraust?“ „Nei,“ svaraði Graham hreinskilnislega. „En á Forsaea : Kona, með dýrmætan ® ’ hring á hendi, stelur eiturflösku frá Graham lækni. Hann hittir Seymour höfuðsmann, stjúpföður Elsie Drumond, bernskuvinkonu Grahams. Stuttu seinna fær Graham bréf frá Seymour, sem segir, að dóttur sína langi til að sjá hann. Hann verður við beiðni hennar cg hittir þar Margaret Strickley, hjúkrunarkonu Elsie. Hjá Elsie sér hann samskonar hring og hin dularfulla kona hafði verið með. Næst er hann kemur i heimsókn til Elsie, kemst hann yfir glas, sem hefir að geyma nokkra dropa af samskonar eitri og því, sem stolið hafði verið frá honum. Ung leikkona biður Harald Farquhar að koma sér á framfæri við Fielding leikhússtjóra. Systir Farquhar fær bréf frá vinkonu sinni, er segir henni að Elsie Drummond liggi fyrir dauðanum. Er Ellen Stewart, herbergisþerna systr- anna, heyrir það, fellur hún í yfirlið. Elsie Drummond giftist Graham til þess að bjarga mannorði stjúpföður síns. Graham skiptir á laun um lyf hjá Elsie. Henni smá- batnar. Margaret kemur að honum, er hann er að hafa skipti á meðalaglösunum, og heldur hún, að hann sé að gefa Elsie eitur. Hann verður að segja henni eins og er og við það sefast hún. Er Elsie tekur að batna, verður hún hugsjúk út af þvi að hafa gifzt Graham, en hann fullvissar hana um það, að hjónaband þeirra sé aðeins til mála- mynda og að sjálfsagt sé að slíta því, þegar hún verði. myndug. Farquhar heimsækir skjólstæðing sinn, Marie leikkonu; hann vill að hún verði ástmey sín, en hún vill ekki heyra það nefnt. Hann spyr hana um Elsie Drummond, sem hún hefir kynnzt af til- viljun. Margaret, sem er vel við Graham, fer að heimsækja hann, og ber siðan blak af honum við Elsie, en hún reiðist Margaret. Marie leikkona vinnur mikinn sigur og Farquhar vill fá hana til að fara út að skemmta sér með Hartfield greifa, en hún neitar. Farquhar kynnist Elsie af tilviljun og biður móður sina um að heimsækja hana. Elsie dvelur á heimili Farquhar. Graham ' kemur í heimsókn til hennar hjá frú Far- quar og þau verða vinir. En á meðan Gra- ham dvelur þama þykist hann heyra rödd dularfullu konunnar, en það var þá vinkona Elsie, sem talaði. Graham sendir Elsie, samkvæmt beiðni hennar, þjón, sem reynd- ist vera leynilögreglumaður. Graham kynn- ist Harald Farquhar. Frú St. Aubyn, sem er skyld Farquhar-fóikinu, en því er ekkert um hana, ekur Marie leikkonu heim, er hún verður fyrir slysi. Þar kynnist frú St. Au- byn Mortimer lækni. Hann segir henni frá tilraun þeirri, sem gerð hefir verið til þess að myrða Elsie með eitri, og sakar hana urn að vera riðna við málið. gestur yðar mun gæta þess, að þér þekkið hana ekki aftur.“ Graham var dálitla stund hugsi, síðan sagði hann með röddu, sem var þmngin geðshræringu: „Er Farquhar verður þess að verða eiginmaður Elsie Dmmmond ? Ætti ég ekki að reyna að beita því- valdi, se még hefi, til þess að fá hana burt „Spyrjið litlu leikkonuna, sem sagði nafn hans í gærkveldi. Mér leizt vel á hann, þegar hann var lítill og mér lízt vel á hann ennþá,» þótt ég treysti honum ekki. Maður, sem aðeins lifir fyrir þennan heim, getur verið þægilegur félagi á gleði- stundum. En við þörfnumst einhvers a.nnars, þeg- ar hinir myrku og erfiðu tímar koma.“ „En hver á að segja Elsie þetta?“ „Sem stendur enginn. Verið þolinmóður, Mor- timer Iæknir. Tíminn er oft mikil hjálp. Vakið yfir skjólstæðingi yðar eins og þér getið, og ég mun gera slíkt hið sama. Ef við sjáum eitthvað, sem bendir til þess að hætta sé á ferðum, þá ráðgumst við hvort við annað, en við verðum um fram allt að muna, að það er einn okkur báðum máttugri, sem vakir yfir Elsie. Nú verð ég að kveðja yður,“ sagði hún svo og brosti vingjarn- lega. „Kunningsskapur okkar byrjaði á einkenni- legan hátt, en ég held samt, að okkur eigi eftir að falla vel saman. Komið til min, þegar þér hafið eitthvað markvert að segja mér, ég mun alltaf hlusta á yður og hjálpa eftir beztu getu.“ Þegar Graham var kominn í burtu frá frú St. Aubyn, fór hann að hugsa um það, hve litið hann væri nú fróðari. Hún hafði játað það, að hún gæti bent á konu þá, er hann væri að leita að, en hún hafði ekki gefið honum neinar upp- lýsingar um það, hvar hann gæti fundið hana. Hún hafði fullvissað hann urn það, að ást Harald Farquhar væri sá skjöldur, er verndaði Elsie gegn hættu. En hvernig gat hún búizt við þvi, að hann væri ánægður með þessa óvissu staðhæfingu? Og ef þessi maður átti eins marga galla til að bera og Graham hafði fyllstu ástæðu til að halda, var það þá ekki hin mesta vitleysa að láta hann hrífa hana? „Ég er að minnsta kosti eiginmaður Elsie og lagalegur verndari,“ hugsaði Graham. „Og á með- an ég hefi þennan rétt, þarf ég ekki að horfa rólegur á og neita mér um þaö að bjarga henni úr hættunni. Hún hefir verið allt of lengi hjá frú Farquhar, ég verð að fá hana til þess að fara heim. Og þótt hún verði reið, þá verð ég að neyða hana til þess að hlýða.“ XVIII. KAFLI. Marie batnaði fljótlega. Graham Mortimer var dugandi læknir, og leikkonan var þolinmóður sjúklingur, sem vegna hraustleika síns náði sér brátt eftir áfallið. Hún gat þess vegna komið aftur til leikhússins, áður en áhorfendur hennar vom búnir að sætta sig við fjarveru hennar. Henni var tekið með fagnaðarhrópum, og þótt hún væri máttlaus og þreytt, þá gladdi þetta hana og hún stóð sig betur en nokkm sinni áður. meðan þér hikið og efist, er líf hennar í hættu." Frú St. Aubyn hristi höfuðið. „Ef því væri þannig farið, þá myndi ég ekki hika við að láta uppi nöfn þeirra manneskja, sem gæti orðið fyrir tjóni með því að bent væri á þær sem morðingja. En ég er sannfærð um, að ungfrú Drummond sé nú úr allri hættu. Hönd, sem er voldugri en mín hönd og yðar, vemdar hana. Á meðan frú Farquhar stendur á milli hennar og eiturbikarins, er hún örugg.“ frá þessu fólki?" „Jú, ef þér eruð vissir um, að ungfrú Drum- mond muni strax hlýða yður. Ef hún gerir það, þá skuluð þér eklti hika við að rjúfa allan kunn- ingsskap við Farquhar-fólkið, og látið hana ann- að hvort yfirgefa England eða fara til einhvers afskekkts staðar, þar sem illar fyrirætlanir óvina hennar geta hvorki spillt friði hennar né heilsu." Graham varð órólegur á svipinn. Hann vissi, að hann mundi aldrei fá Elsie til þess að gera Hún varð að syngja söngva sína aftur og aftur, og þegar tjaldið féll, var hún kölluð fram aftur. Þegar hún kom inn í hvíldarherbergið, rjóð í kinnum og með fullt fangið af blómum, flýtti Harald Farquhar sér að losa hana við þessa byrði. „En hvað fólk er kjánalegt, að halda að það geti glatt yður með hálfvisnum blómvöndum. Hvert má ég kasta þeirn?" „Nei, monsieur, þér megið ekki fleygja þeim. Ég elska blómin vegna þeirra sjálfra," sagði „Þá hefir mér ekki -misheyrzt," sagði Graham. „Mér fannst ég heyra aftur röddina á heimili frú Farquhar." „Það er mögulegt, en lítt sennilegt," sagði frú St. Aubyn. „Ég held nú, að þér hafið látið ímynd- unaraflið hlaupa með yður í gönur. Hinn slungni þetta, og hún mundi halda, að hann væri afbrýði- samur við Harald, og svo mundi hún snúa sér til Seymour höfuðsmanns til þess að losna undan þessari harðstjóm. Hann gat þess vegna ekki svarað, heldur endurtók sorgmæddur: „Er hann henni samboðinn?" Marie og tók aftur við blómunum, „auk þess væri það vanþakklæti, að gleðjast ekki yfir þessum táknum um, að ég sé vel látin og dáð.“ „Getið þér ekki látið yður nægja aðdáun mína?“ hvislaði hann, og vesalings Marie stundi og roðnaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.