Vikan


Vikan - 13.08.1942, Qupperneq 12

Vikan - 13.08.1942, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 28, 1942; „Ég verð að svara þessu í senn játandi og neitandi. Vegna þess, að þér munduð ekki dást að mér ef enginn annar gerði það og þess vegna gleður það mig.“ „Þetta verð ég að segja að sé hrós fyrir mig, eða hitt þá heldur. Ætlizt þér til þess að ég þakki yður það, að þér álítið, að ég sé ekki fær um að dæma fólk? En ég tók eftir því, að allir voru hrifnir af yður, og að áhorfendurnir voru allir á yðar bandi. Er það mér að kenna, að þér hafið ekki fyrr skilið tilfinningar mínar? Augu min hefðu átt að segja yður það fyrir löngu.“ Marie brosti glaðlega, tók fallegasta blómið úr blómvéndi, sem hún hélt á og rétti honum það. „Er þfetta friðartákn? En ég mun ekki búin að skamma yður ennþá, vina mín. Þér hafið verið veikar, og ég hefi aldrei komizt að þvi, hefði ég ekki af tilviljun litið í dagblað, sem var þriggja daga gamalt." „Veikindi mín voru ekki það hættuleg, að það tæki því að minnast á þau." „En hugsið nú bara, að þér hefðuð dáið, Marie. Þér gleymið því, að ég mundi hafa syrgt það mjög að fá ekki að sjá yður framar." Marie var sannfærð um, að hann væri hvorki að gera að gamni sínu né gabba hana, og hún stóð mjög nálægt honum með bogið höfuð og hlustaði á orð hans. En allt í einu leit hún upp, og svipur hennar var breyttur. „Ég hefi ekki séð yður, síðan þér komuð í bæinn, monsieur, og þér hafið þó verið hér í marga daga.“ „Það er satt, en það er fullt af gestum hjá móður minni og hún krefst þess, að ég aðstoði við að skemmta þeim.“ „Ég veit það. Ég veit líka, að einn gestanna er ríkur og fallegur erfingi, og að þér farið í útreiðartúra með henni og gönguferðir, syngið með henni, snúið fyrir hana nótnablöðunum og mænið hugfanginn á hana. Hún er alltaf stöðugt með yður, en ég —.“ „En þér eruð heimsk stúlka, sem er að skipta sér af því, sem henni kemur ekkert við,“ sagði Harald og bros hans dró úr hörku orðanna. „Eins og þér segið, geri ég allt þetta, en það er að- eíns bróðurleg umhyggja, það mundi hún einnig segja yður, því ég er ekki gefinn fyrir að hugsa um hjónaband, Marie. Og ég ætla auk þess að segja yður það, að mér gremst ekkert meira en ásakanir afbrýðisamrar konu. Leyfið mér nú að fylgja yður heim,“ sagði hann blíðlega. „Og nú verðið þér að segja mér, hvernig á því stóð, að þér urðuð fyrir vagninum." 1 sömu svipan kom einhver og klappaði á öxl- ina á Farquhar. „Ertu búinn að gleyma loforði þínu, Farqu- har ?“ „Nei, Marie, markgreifann af Moorland langar til þess að kynnast yður. Hann var svo hrifinn af leik yðar, að hann bað mig að hjálpa sér til þess að komast í kunningsskap við yður.“ Markgreifinn var ungur maður, andlit hans var góðlegt og hreinlegt og bros hans vingjamlegt. Hann hneigði sig fyrir hinni laglegu leikkonu, sem nú var farin úr hinum skrautlega búningi sínum í óbreytta útidragt. „Monsieur verður fyrir vonbrigðum. Þér bjuggust við að sjá hér litfagurt fiðrildi, en sjáið aðeins auma lirfu." „Hvað segir markgreifinn við þessu?" spurði Harald hlæjandi. „Hnan er sennilega búinn að hugsa upp mörg falleg orð og býður nú eftir tækifæri til þess að láta þau uppi.“ „Nei, það hefi ég ekki gert,“ sagði mark- greifinn og roðnaði. „Ég er ekki svo bamalegur, að ég ætli að reyna að keppa við þig. En mér finnst ungfrúin glæsilegust í þessum búningi." „Marie, þetta er játning um það, að þér takið yður vel út í hverju sem þér eruð." „Ungfrúin er mjög þreytt að sjá,“ sagði mark- greifinn. „Já, hún verður að fara heirn," sagði Harald og tók handlegg hennar undir sinn, eins og hann ætti einhvern rétt til hennar, og það gerði hana í senn hrædda og glaða. „Hún verður að fara smá- ferð út i sveit, þar til hún er orðin vel hraust. Ég skal koma með vagn á morgun og sækja yður, og þá komið þér með.“ „Hestar mínir standa í hesthúsinu og verða latir," sagði Morland. „Það væri mér ánægja, ef þér vilduð nota þá.“ „Hvað segið þér við því, Marie?" spurði Harald. „Hún er nefnilega mjög ákveðin og er ekki vön að þiggja neinar náðargjafir af kunn- ingjum sinum." „En þetta er engin náðargjöf," greip mark- greifinn fram í fyrir honum. „Hestamir þarfnast hreyfingar, svo þér megið ekki veigra yður við að taka þessu. Og hvers vegna ættuð þér líka að gera það?“ Drengslegur ákafi hans var svo mikill, að Marie þakkaði og þáði boðið. La mére Margot gladdist yfir þessum smá- ferðum Marie, því þær höfðu góð áhrif á hana, þótt hún fyrirliti ennþá hinn fallega og sjálfs- elska gest hennar. Hún hlustaði ánægð á frá- sagnir Marie af hinum fallegu sveitastöðum, sem Harald fór með hana til. Ekkert gat verið skemmtilegra en þessar smáferðir. En þau voru búin að aka dálitla stund, nam vagninn staðar og þau gengu um í sveitinni og óku svo heim aftur, er þau voru búin að ákveða hvert fara skyldi daginn eftir. „Á morgun fer ég með yður til Richmond," sagði Harald einu sinni, „og þar sem þér þurfið ekki að leika annað kvöld, þá ökum við heim í tunglskini." Marie mótmælti því að vera með honum og borða miðdag, en hann vann bug á efasemdum hennar. „Þér eruð mjög þrálát, ung stúlka. En við verðum ekki ein. Við verðum að sýna Moorland þakklæti okkar, svo ég býð honum með.“ En Marie hikaði ennþá við að gefa samþykki sitt. Að lokum sagði hún: „Frestið því þar til á miðvikudag, þá skal ég koma með.“ „Það er ómögulegt. Ég er upptekinn þá." „Annað hvort á miðvikudaginn eða þá alls ekki,“ svaraði hún gremjulega. En Harald hafði lofað nokkrum stúlkum að fara með þeim í grasgarðinn einmitt þennan dag. „Og þess vegna verðið þér að velja um ungfrú Drummond og mig,“ sagði Marie og hló vand- ræðalega. „Hvernig vitið þér, að hún ætlar með?“ spurði hann tortrygginn. „Hver segir yður um allar mínar áætlanir? Viljið þér segja mér það?“ „Já, þjónustustúlka ungfrú Drummond heim- sækir oft blómasölukonuna, vinkonu rnína." „Og þér gerist svo ósvífnar að spyrja hana?" Marie brosti. „Ef þér þekktuð frú Strickley, þá munduð þér ekki segja þetta. Ég hlusta. Það er allt og sumt."' „Já, ég skil, og þér verðið að fyrirgefa mér. En ég get ekki einu sinni svikið loforð yðar vegna." Marie svaraði ekki, og hann tók þögn hennar sem samþykki. „Jæja, vina mín, förum við þá ekki til Rich- mond á morgun?" „Nei,“ svaraði hún ákveðin. „Á morgun þarf ég að fara á leikæfingu. Monsieur Harald, ég hefi aldrei fyrr beðið yður um neitt, en nú geri ég það. Biðjið ungfrú — þessar stúlkur að afsaka yður — mín vegna." Þessi síðustu orð hvíslaði hún, svo að varla var hægt að heyra þau, og Harald brosti til hennar. „Finnst yður þetta ekki dálítið kjánalegt?" „Ef til vill.“ „En þótt þér sjáið það, þá viljið þér samt ekki láta undan?" „Nei, alls ekki,“ sagði hún svo ákaft að hann skelli hló. „Yðar vegna ætla ég þá að svikja hinar og vera í Richmond þá tíma, sem ég var búinn að lofa að vera með annari." Marie var í sólskinsskapi, þegar hún fór heim. I þetta skipti höfðu áhrif hennar verið sterkari en áhrif Elsie, þrátt fyrir fegurð hennar og auð- ævi. Og hún flýtti sér að segja Margot allt, sem henni bjó í brjósti. Ríkari menn en Farquhar höfðu kvænzt leikkonum. Hann var nú farinn að elska hana, virða hana og láta undan óskum hennar. Framtíð hennar blasti við gleðirík og brosandi. > Frá strandhöggi Breta á Norður-Frakklandi. Þýzkir fangar. Mynd þessi er tekin eftir innrás, sem brezkir fallhlífarhermenn og fótgöngulið gerði í Bruneval, nálægt Le Havre í Frakklandi. Á myndinni sjást brezkir hermenn leita á nazistum að leyndum hernaðarverðmætum. 1 árás þessari tók þátt landher, flugher og floti.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.