Vikan


Vikan - 13.08.1942, Síða 13

Vikan - 13.08.1942, Síða 13
VIKAN, nr. 28, 1942 Í3 Kona í flugvélaverk- smiðju. Brezkar konur leggja sinn skerf til þess að hjálpa landi sínu að vinna stríðið. Á mynd- inni sést stúlka vera að gera við flugvél af Fulmargerðinni í brezkri verksmiðju. r Ur ýmsum áttum. Negrinn Mose sér umferðarljós. Gamli negrinn Mose var einu sinni tek- inn fastur fyrir að hlýða ekki umferðar- ljósinu og aka með asna sinn yfir götu, þegar rautt ljós var gefið. „Mose,“ sagði dómarinn alvarlega, „þú hefir brotið mjög þýðingarmikla umferð- arreglu. Ég verð þvi að refsa þér, nema þú hafir eitthvað þér til afsökunar.“ „Dómari,“ sagði gamli negrinn hræddur. „Ég vissi ekki að ég væri að brjóta nein- ar reglur. Ég hefi aldrei séð þessi ljós áður. Ég sat og horfði á þau, og ég sá all hvíta fólkið fara yfir, þegar ljósið var grænt. Svo þegar ljósið varð rautt, hélt ég, að það væri fyrir okkur, svarta fólkið.“ Sjálfsálit. Mamma Jonna litla saknaði hans, þegar hún varð allt í einu vör við óvenjulega kyrrð í húsinu. Hún fann hann í bama- herberginu, þar sem hann var að teikna mynd. Mamma: Hvað ertu að teikna, Jonni? Jonni: Ég er að teikna mynd af guði. Mamma: Jæja, jæja, góði — en það veit enginn, hverju guð líkist. Jonni: En þeir vita það þó líklega, þegar ég er búinn með þessa mynd. Óheppínn hestur. Maður sem var með hrörlegan vagn og ennþá hrörlegri hest, nam staðar fyrir utan veitingakrá. Þegar veitingamaðurinn kom með bjór til hans, sagði hann: „Hest- urinn yðar lítur ekki vel út. Ég hefi aldrei séð svona vesældarlegan hest áður.“ „Það er allt í lagi með hann — hann er bara dálítið óheppinn,“ sagði maðurinn. „Á hverjum morgni kasta ég upp krónu um það, hvort ég eigi heldur að kaupa hey handa hestinum eða bjór handa mér, og hesturinn hefir tapað núna tíu daga í röð.“ Talandi páfagaukur. Maður nokkur, sem alltaf hafði langað til þess að eignast páfagauk, var einu sinni á gangi og tók þá eftir skilti í búðar- glugga, en á því stóð: „Uppboð“. Hann hugsaði, að ef til vill gæti hann þarna feng- ið páfagauk ódýrt. Hann fór inn og kom þá strax auga á fallegan páfagauk í búri. Þegar páfagaukurinn var boðinn upp, fór hann að bjóða í hann. Boðin hækkuðu og hækkuðu, en loks fékk hann samt páfa- gaukinn. Hann fór út úr búðinni sigri hrósandi og bar páfagaukinn í búrinu, en þá datt honum allt í einu í hug, að páfagaukurinn gæti kannske ekki talað. Hann hljóp til baka og spurði uppboðshaldarann: „Heyrið þér, kann fughnn að tala?“ „Hver í fjandanum haldið þér, að hafi alltaf boðið á móti yður?“ spurði páfa- gaukurinn. Dér kallið pað stritvinnu ... Framhald af bls. 10. 1 einni gamansamri sögu rakst ég á söguhetju, sem yfirgefur hin þreytandi heimilisstörf og verð- ur mikil afrekskona á sviði viðskiptanna, en skil- ur eftir heima þrjú börn. Hafið þér nokkurn tima komið á það heimili, þar sem móðurin vinnur á skrifstofu, og fundizt það bera með rétti nafniö ,,heimili“ ? Það geta verið fallegar íbúðir með snotrum húsgögnum, en að það séu raunveruleg heimili, sem maður leitar til með sorgir sínar og sár, þar sem and- rúmsloftið er þrungið ástúð og umhyggju, það fyrirfinnst ekki. Ég hafði ekki gaman af, heldur gramdist mér öllu heldur sú staðhæfing, að karlmenn verði fljótt þreyttir á þessum „heimasetukonum". Ég er viss um það, að væru athugaðir hjónaskiln- aðir með þetta fyrir augum, þá myndi það koma í ijós, að í flestum tilfellum hafi hjónin bæði unnið úti. Einn lítill, meinyrtur bókmenntagimsteinn gaf það í skyn, að karlmenn væru allir spilltar, reiði- gjamar verur, sem yrði að láta vel að, tæla og lokka til þess að bindast konum, og að þeim geðjaðist ajdrei að konum, sem helguðu sig heim- ilinu einu. Samt er enn til fjöldi eiginmanna og kvenna, sem eru tengd hvort öðru með ást, sem ekki eru tök á að lýsa — það er ást, sem byggist á öðru og meiru en fegurðarlyfjum og góðum mat. Það eru til margir menn, sem taka þátt í heimilisstörfunum — menn, sem eru feður, ekki einungis að nafninu til, heldur í orðsins fyllstu merkingu — menn, sem leggja lítil böm sin til svefns, hlusta á bænir þeirra og hlú að þeim — og hafa sanna ánægju af því. Slíkum mönnum geðjast að ,,heimasetukonunni“, sem finnur ánægju í þvi að gegna hinum heimilislegu skyld- um sinum. Ein fjölorð grein um viðhald fegurðar gaf les- andanum í skyn, að karlmenn væru ekki hrifnir af þeim konum, sem bæru merki erfiðisvinnu. Ég ætla ekki að reyna að telja neinum trú um, að það sé ekki eftirsóknarvert að vera töfrandi fög- ur. Góður maður verðskuldar að finna fegurð og töfra hjá eiginkonu sinni, en rætur fegurðarinnar ná dýpra en varaliturinn nær, og töfrar eru annað og meira en mjúkt hörund, sem ánægja er af að snerta. Það er fegurð sálarinnar og töfrar lyndiseinkunnarinnar, sem eru krýndir, en ekki: eyðilagðir af hinum gráu hárum ellinnar. Ég neita því að verða aðnjótandi meðaumkim- ar þeirra meðsystra minna, sem kosið hafa að leita sér ánægju og gróða utan heimilisins. Ég býst við, að það yrði erfitt að telja þeim t.rú um, að maður geti glaðzt innilega við að sjá snjó- hvítan þvott blakta í vindinum, eða hengja inn nýþvegin og strauuð föt bama sinna og eigin- manns, því að það er starf, sem unnið er af ást til þeirra og er hluti þeirrar atvinnu, sem maður hefir valið sér. Og laun húsmóðurinnar er ást og gleði yfir vinnunni. vXiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiimiimiilimii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirTtnnfiiNiimnNH^ | Dægrastytting I ^Miiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii ll■■■llllllllll■llll■■l|l■llnl■llllll■l■lW' Orðaþraut. AGN A FINN ATAR AKUR F ANN amur E YÐ A Fýrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð. Það er landsheiti. Gátur. 1. Tólf leit ég tré á torgi standa, yfir náðu þau allan heiminn, fimmtíu og tveimur fleyttu greinum, á hverri sjö epli sá ég hanga, en sitt bar hvert heiti. Óslítanlega annað við tók, þá annað hætti. 2. Nafn mitt hálft er við afla í smiðju og hálft ókrókóttur vegur. Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.