Vikan


Vikan - 06.01.1944, Qupperneq 7

Vikan - 06.01.1944, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 1, 1944 7 Það var einu sinni maður— Framhald af bls. 4. ur inlklu meíra en hann og böm hana geta etið. Hann drepur sér til skemmtunar. Það, sem hann getur ekki notað', liggur og rotnar handa mér. Mig angrar hann ekki mikið, svo að ég tala alveg hlutlaust: — Éttu hann! Nú hefi ég lokið máli mínu.“ Hrafninn flaug í burtu. Tígrisdýrið bjó sig undir stökk. „Enginn spurði hrafninn," sagði maðurinn. „Þú ert freistandi! Kjaftur minn fyllist vatni. Eg get ekki beðið lengur!" Tígrisdýrið malaði. „Þama situr einhver," maðurinn kom auga á apa, sem sat upp við stein í sólinni. Hann flýtti sér til apans, tígrisdýrið elti. „Ef hann skyldi flýja," hugsaði maðurinn, hann hélt að hjarta sitt mundi springa af hræðslii. Apinn sat kyrr. Hann var lítill. Hár hans voru næstum grá. Augun blind og flögrandi. En hann hafði heyrt til þeirra, hann sat kumrandi og fálmaði í kring- um sig. Þegar þau voru komin að honum, fól hann aug- un í höndum sínum. Tígrisdýrið byrjaði á sögunni. Apinn hélt fjrrst annarri hendinni fyrir annað eyrað, og svo hinni fyrir hitt og svo báðum fram- höndunum fyrir augun og hristi höfuðið, eins og hann hvorki heyrði né skildi. „Þú verður víst að segja honum frá því,“ sagði tígrisdýrið við manninn, „þú ert skyldur honum. Þú skalt ekkert vera leiður. Nú er bráðum úti um þig. Þó að hann sé heymarlaus, þá getur þetta verið nóg, ég er orðinn þreyttur á þessum hlaupum." „Tígrisdýrið hefir svikið mig,“ kveinaði mað- urinn. Apinn tók hendurnar frá augunum og horfði hræddur á manninn. „Það komst ekki upp úr gjánni,“ hélt. hann áfram. „Hvaða gjá?“ ýlfraði apinn. „Það kemur mállnu ekkert við, api; tígrisdýrið var I gjá. Og það lofaði mér öllu, sem mig langaði í —Apinn strauk mér um nefið — „ef ég hjálp- aði þvi upp úr. Hlustaðu á mig apaköttur. Það þýðir víst ekkert að tala við þetta dýr — vertu miskunsamur og leyfðu mér að tala við annan," kveinaði maðurinn, ég á konu og munaðarlaus börn! Svo renndi ég trjábolnum niður i gjána til tígrisdýrisins-----“ hélt hann áfram. „Hvar náðirðu í trjábolinn ?“ Apinn setti báða vísifingurna á nefið. „Hann lá þama,“ sagði maðurinn. „Og tígris- dýrið gekk upp hann, og nú vill það eta mig. Þetta eru svik!“ Það rann af honum svitinn. Apinn hnerraði og hnerraði aftur. Hann klóraði sér undir hökunni. Og hann ranghvolfdi augunum og hvíslaði: „Ég skil ekki eitt orð af þessu öllu!“ Hann sneri andlitinu að þeim. „Hér verður einhver vitr- ari en ég að dæma.“ Augu tígrisdýrsins leiftruðu, það opnaði kjaft- inn og teygði fram tunguna. Maðurinn kraup fyrir framan apann og tók báðar hendur hans í sínar og bað hann um að segja álit sitt. Apinn ýldi: „Ég get ekkert sagt, nema ég komist á staðinn og sjái, hvernig allt lítur út, og hvemig yðar hátign var þar í klípu. Yðar hátign hefir auðveldlega getað komizt upp úr. Þér hafið bara viljað leika yður að manninum. —• En hvað kærið þið ykkur um álit mitt? — En ef yðar hátign vill fá að heyra það, skipið þá frænda mínum, þessum úrkynjaða apa, sem hefir ekki meira en tvær hendur, að bera mig að þessari umræddu gjá.“ „Það er svo heitt,“ sagði maðurinn. Hann var með sting í síðunni og verk í maganum af hræðslu. En tígrisdýrið horfði á hann með svo mikilli græðgi. Hér hjálpaði engin elsku mamma, ef hann vildi bjarga lífinu vegna konu sinnar og bama. Hann lyfti þessu litla, andstyggilega dýri upp á bak sitt. Þau komu að gjánni. Apinn settist alveg út við barminn. „Mjög erfitt. Mjög erfitt!" Hann velti vöngum og sat kyrr i nokkum tíma. „Ég verð neyddur til að biðja yðar hátign um, að ganga þangað niður aftur," ýldi hann. Tígrisdýrið leit á apann eins og það vildi eta hann. Það lyfti annarri framloppunni, eins og það vildi hremma manninn. En það gekk niður trjábolinn aftur. Maðurinn strauk sér yfir ennið. Hann hafði fengið höfuðverk. Apinn teygði sig fram af barminum og horfði niður á tígrisdýrið. Allt i einu rétti hann fram handlegg og kippti í manninn. „Taktu hann," hvíslaði hann að manninum. „Dragðu trjábolinn upp úr! Nú er týgrisdýrið niðri í gjánni!" Maðurinn dró, og apinn dró með honum. Trjá- bolurinn var .kominn upp úr. Tígrisdýrið öskraði: „Nú svíkið þið mig. Þið svíkið mig----------.“ Það öskraði svo að loftið skalf. Maðurinn fleygði sér marflötum í sandinn og dróst á kviðnum til apans, tók í hendur hans og fætur, kyssti hann og klappaði og stamaði kjökrandi: „Ég þakka þér, þakka---------þú ert vitrari en nokkur maður. Þú ert göfuglyndur og góður. Ég vil gera allt fyrir þig. Þú ert vitur, og þú ert elskulegur — — Apinn hnerraði. ,,Þó að ég gæfi þér allar dætur minar, og gerði syni mína að þrælum þínum, þá gæti ég ekki launað þér sem skyldi, göfuga dýr!“ Apinn stundi. Það var svo heitt. Hann hló og lyfti upp hendinni. „Bull og vitleysa," sagði hann. „Ég skal segja þér það, góði maður, að éig fann upp á þessu, vegna þess að tígrisdýrið var svo hungrað — ég sá það á því — að það mundi hafa etið mig á eftir þér.“ Maðurinn leit á apaköttinn ‘ og hló, klappaði Framhald á bls. 13. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. tyffafiritöWVWX t» Co. / QíobLlhejfyt nýdLh,! Eimskipaffélag íslands h.f. H. Benediktsson & Co. Qdeði&eyt nýáx ! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Slippfélagid í Reykjavík h.f.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.