Vikan


Vikan - 10.02.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 10.02.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 6, 1944 7 Kirkjan og leíkfiúsíð. Framh. af bls. 3. leikur; hún var í sannleika mikill s jónleik- ur, sjónleikur fyrir allt fólkið. Og annað leikhús var ekki til, því að einnig fyrir utan messugjörðina og hinar miklu hátíðar- skrúðgöngur, var öll leiklist kirkjuleg list. 1 kirkjunum voru dultrúarleikirnir sýnd- ir, þar sem hin helga saga var gerð ljós- lifandi og barátta djöfulsins við guð um manninn var háð fyrir augliti hinna guð- ræknu og hugfangnu áhorfenda. Sá sem séð hefir „Det gamle Spil om Enhver“, mun geta gert sér einhverja hugmynd um, hve leiklist miðaldanna var nátengd kirkjunni. Og það voru ekki einungis hinir alvar- legu og háfleygu sjónleikir, er fóru fram í kirkjunum, heldur og gamanleikirnir. Á vissum tímum árs voru þar sýndir miklir fíflaleikir, og rumdi þá grátbroslega í ösn- unum; hundruð dúfna, sem sloppið höfðu lausar, flugu ráðþrota með miklum vængja- þyt undir hvelfingunum og söfnuðirnir, gamlir jafnt og ungir, ráku upp hlátrar- sköll, svo að bergmálaði í kirkjunum. Fögnuður himnaríkis og skelfing hel- vítis, fíflalæti markaðsins og göfugar hug- sjónir andans — allt birtist það í leiknum undir hvelfingum kirkjunnar. Þá var eng- inn vafi á sambandinu milli kirkju og leik- húss, veruleikinn hafði svarað því fyrir- fram. En þegar við nú stöndum aftur á Kóngs- ins nýjatorgi og Ringköbing kirkjutorgi, eftir þessa löngu ferð í tíma og rúmi, vitum við, að ástandið er annað í dag. Kirkja og leikhús eru tvær sjálfstæðar stofnanir, og trúboðinn okkar er innilega sammála fagurlistamanninum og líklega mörgum fleirum, að það' sé rétt. En á það svo að vera? Við gætum ekki hugsað okkur að loka Konunglega leikhúsinu og vísa þeim, sem þangað koma til Frúartorgs, og heldur ekki hið gagnstæða, að rífa niður Frúar- kirkju og stefna söfnuðinum á Kóngsins nýjatorg, á milli Holberg og Oehlenschlág- er. Það væri heldur ekkert vit í því að setja Paul Reiunert á eftirlaun og láta Fuglesang Damgaard taka við hlutverki hans; og væri hið gagnstæða betra? Nei, en það er annað, sem gæti verið einhvers virði: Að kirkjunnar gætti meir í leikhúsinu og leikhússins í kirkjunni. Það á engan veginn að skiljast svo, að leikhús- ið eigi að vera „uppbyggilegra" og kirkjan að ástunda meiri leiklist. Heldur væri það æskilegt, að kirkjan væri meiri kirkja og leikhúsið meira leikhús. Með því myndu þau nefnilega nálgast hvort annað. Það er ekki svo að skilja, að því minna, sem gætir prédikunar og kirkjukóra í leikhús- inu, því betra verði það. Öðru nær. Það er heldur ekki þannig, að því minna sem leik- rænna áhrifa gætir í guðsþjónustunni, því kirkjulegri sé hún. Öðru nær. Það bendir ekki á nokkurn hátt á þróun til þess betra, þegar einingin er rofin, og kirkja og leikhús fara hvor í sína átt. Það er viturlegt að hlusta með virðingu og námfýsi á ræðu sögunnar, og hún segir að kirkja og leikhús eigi saman og bíði tjón á því að vera án hvors annars. Leikhús og kirkja er ekki hið sama. Leikhúsið hefir sínu sérstaka kalli að sinna og kirkjan sínu; þau starfa sameiginlega, en eru ekki innbyrðis sjálfstæðir þjónar í þágu mannkynsins. Leiklistin mun, — ef hún er starfi sínu vaxin —, fremur en nokkur önnur list, reyna að endurspegla, nei, skýra mannlíf- ið, gera það ljósara, og þessi túlkun verð- ur ekki fullkomin nema með hjálp kristn- innar, sem leikhúsinu er um megn að framkvæma, en það er aðeins á færi kirkj- unnar, þótt leikhúsið reyni og reyni að gera það. í kirkjunni er guðsorð boðað, orðið um guð. Og í guðsþónustunni er reynt að boða þetta orð á svo víðum nútímagrundvelli sem hægt er, en hún nær þessu hlutverki ekki nema að litlu leyti og verður því að benda á leikhúsið sem þann stað, þar sem á að vera hægt að finna fullkomnar og lif- andi mannlýsingar. Leiklistin leitar upp á við: frá hinu iðandi mannlífi til guðs. Kirkjan leitar niður á við: frá guðsorðinu, sem býr í hinum eina, Jesú Kristi, til hins fjölmenna mannheims. Engin skoðun 4 leiklistinni er jafn-spillt og sú, að menn eigi að fara þangað til að eyða kvöldi, að leikhúsið sé til þess að skemmta fólki. Nei, þangað verða menn að fara til þess að öðlast sannleikann um manninn, leikhúsið á að sýna okkur manninn: hve mikill hann er, dásamlegur, skemmtilegur, hjálpar- vana, vesall, lýginn og hábölvaður. Leik- arinn segir við leikhúsgestinn: Sjáðu bróð- ur þinn, sjáðu sjálfan þig! Ef’menn eru í vandræðum með að eyða einni kvöldstund, nú, þá er hægt að spila á spil. En ef menn langar að kynnast því, sem mestu varðar í heiminum: Manns- hjartanu, þá farið til listamannsins, hvers sérgrein er mannlýsing. Og sittu ekki og ímyndaðu þér, að þú sért áhorfandi, og það sé þarna, sem það gerðist, — þú ert sjálfur þátttakandi, það er í sjálf- um þér, sem allt það, sem sýnt es á leik- sviðinu, gerist. Og þegar þú svo hefir lært heilmikið um manninn og ert staddur í vandræðum þeirrar vizku; í stuttu máli: í hringiðunni, þá er það að kirkjan hefir boðskap handa þér um heim, sem er meiri en allir aðrir heimar — heim, sem hefir kraft friðar og endurlausnar handa öllum þessum mannsálum, öllu því margvíslega í mannssálinni. Kirkjan hefir sigurboðskap handa því góða og glaða í manninum, boðskap um bætur fyrir kvöl og örvæntingu, boðskap um tortíming þess ljóta og vonda. Það er oft litið á kirkjuna sem sértrúarflokk, sem á okkar tímum, hefir neyðst til þess að draga fram lífið í útjaðri þjóðfélags- ins. En þetta er skoðun, sem byggist að- eins á kynningu, sem fengin er á hlaupum. Kirkjan er enn tákn skapara himins og jarðar, og undir kirkjuhvelfingum hans, sem hann hefir reist íbúum þessa hnattar er alltaf rúm fyrir mannlífið og það, sem því tilheyrir: Daglegt starf, vísindi, hetma- trúboð og list. I þessari miklu kirkju hans; stendur einnig musteri leiklistarinnar í hliðarskipi kirkjunnar. Jlokkur af þeim þúsundum skipa sem bandamenn notuðu við innrásina í Italíu sjást hér á siglingu á Miðjarðarhafinu, á leiðinni til Salemo-flóa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.