Vikan


Vikan - 24.02.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 24.02.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 8, 1944 „Ég sá, þegar sænska konan tók í hurðina." „ViS skulum athuga, hvernig þaS hefir gerzt. Þér láguð í rúmi yðar og svo — þér segist ekki sjálfar hafa getað séð?“ „Nei, vegna svampapokans, hann hékk á húnin- um á hurðinni milli klefanna." „Það er og,“ sagði hann. „Sláin er rétt fyrir neðan húninn, svampapokinn hefir hulið hana. Þér gátuð ekki séð, þaðan sem þér láguð, hvort sláin var fyrir eða ekki.“ „Það er einmitt það, sem ég var að segja yður!“ „Og sænska konan, ungfrú Ohlsson stóð á milli yðar og hurðarinnar. Hún tók í hana og sagði yður að sláin væri fyrir.“ „Það er rétt.“ „Henni hlýtur samt að hafa skjátlast, frú. Þér skiljið við hvað ég á.“ Poirot virtist ákafur að útskýra. „Sláin er, eins og þér sjáið, dálítill járn- bútur — svona. Þegar honum er snúið til hægri, er hurðin læst. Þegar hann snýr upp, er hurðin ólæst. Hún hefir líklega aðeins tekið í hurðina, og þar sem hún var lokuð hinu megin, þá hefir hún haldið, að hún væri líka lokuð yðar megin.“ „Það þætti mér fremur heimskulegt af henni,“ „Frú Hubbard, þeir beztu og saklausustu. eru ekki alltaf hinir skarpvitrustu." „Það er eðlilega svo.“ „En meðal annars, frú, fóruð þér til Smyrnu þessa sömu leið?“ „Nei, ég sigldi beina leið til Stamboul, og ég hitti þar mann, vin dóttur minnar Johnson, indæll maður, ég vildi óska, að þér þekktuð hann), hann sýndi mér Stamboul. En ég varð vonsvikin, borgin er afskaplega hrörleg — nú, um hvað var ég að tala?“ „Þér sögðust hafa hitt Johnson." „Það er rétt, hann fylgdi mér um borð í franskt skip, sem fór til Smyrnu, og maður dóttur minn- ar beið eftir mér á hafnarbakkanum. Hvað skyldi hann segja, þegar hann frétti allt þetta! Dóttir mín sagði, að ekkert væri öruggara og einfald- ara. Þú þarft ekki annað en að sitja í klefanum þínum," sagði hún, „og þú lendir í Parrus, og þar nærðu í amerísku hraðlestina. Og hvað á ég nú að gera til þess að afþakka farið með skipinu? Eg verð að láta þá vita. En ég get það ekki núna. Þetta er alltof hörmulegt —.“ Frú Hubbard virtist ætla að fara að gráta einu sinni til. Poirot, sem virtist nú aftur vera orðinn dá- lítið órólegur, greip tækifærið. „Þér hafið fengið taugaáfall, frú. Við skulum biðja lestarþjóninn um að færa yður te og kex.“ „Ég kæri mig lítið um te,“ sagði frú Hubbard grátklökk. „Það er meira ensk venja.“ „Þá kaffi, frú. Þér þurfið að fá eitthvað styrkjandi." „Ég er einkennileg í höfðinu eftir koniakið. Ég held ég vilji fá dálítið kaffi.“ „Það er gott. Þér veröið að ná kröftum yðar. En fyrst, frú, viljið þér leyfa mér að rannsaka farangur yðar?“ „Hvers vegna?" „Við erum að hefja leit í farangri allra far- þeganna. Mig langar ekki til þess að minna yður Ö. óskemmtilegt atvik, en þér munið eftir svampa- poka yðar.“ „Guð minn góður! Jú, það er betra að þér gerið það! Ég gæti ekki þolað það að verða fyrir svipuðu aftur.“ Rannsókninni var fljótlega lokið. Frú Hubbard ferðaðist með eins lítinn farangur og hún gat — hattaöskju, litla ferðatösku og poka. Innihaldið var mjög hversdagslegt og ómerkilegt, og rann- sókninni hefði verið lokið á nokkrum mínútum, hefði ekki frú Hubbard tafið fyrir með því að sýna myndina af „dóttur minni“, og tveim fremur ófríðum bömum — „börn dóttur minnar. Eru þau ekki skemmtileg að sjá?“ 23. KAFLI. Vitnisburður farangurs farþeganna. Poirot gat nú farið með félögum sínum, þegar hann hafði afsakað sig við frú Hubbard og lof- að henni, að henni yrði fært kaffi. „Jæja, við höfum þá hafið rannsóknina,“ sagði Bouc. „Hvað eigum við þá að gera næst?“ „Við skulum halda áfram og taka vagnana í röð. Þá byrjum við á hinum elskulega Hard- man — nr. 16. Hardman, sem sat í klefa sínum og reykti vindil, heilsaði þeim vingjarnlega. „Gangið þið inn. Það er að segja ef þið komizt' fyrir, eins og þið sjáið er nokkuð þröngt.“ Bouc sagði honum, vegna hvers þeir væru komnir, og stóri leynilögreglumaðurinn kinkaði kolli með skilningi. MAGGI OG RAGGI. Eftir Wally Bishop. 1. Raggi: , Amma sagði, að við ættum sjálfir að sjá um matinn okkar í kvöld — en mig grunar, að hún hafi búið til köku og falið hana einhvers staðar! Maggi: Hvert í loga- andi! — Við þurfum að leita! 2. Maggi: Ég skal vera á gægjum, ef einhver skyldi koma! 3. Raggi: Hvað er nú þetta? 4. Á miðanum stóð: Maggi og Raggi! Ég bak- Maggi: Bréf — til okkar! aði þessa köku handa ykkur. Ég taldi betra að skrifa þetta, ef þið skylduð annars ekki þora að borða hana! A m m a. „Það er allt í lagi. Svo ég segi nú sannleikann,, þá hefi ég verið að furða mig á því, að það hafi ekki verið gert fyrr. Héma eru lyklarnir mínir, og ef þið viljið leita í vösum mínum, þá er það velkomið. Á ég að rétta ykkur töskurnar?“ „Lestarþjóninn gerir það, Michel!" Þeir höfðu fljótlega lokið við að skoða tösk- umar. 1 þeim var kannske ótilhlýðilega mikið af áfengi. Hard deplaði augunum. „Þeir skoða ekki svo oft töskurnar við landa- mærin — ekki ef maður kemur sér vel við lest- arþjóninn. Ég rétti honum nokkra tyrkneska peningaseðla, og hingað til hefir ekkert verið að.“ „Og í París?“ Hardman deplaði augunum aftur. „Á þeim tíma, sem ég kem til Parísar,“ sagði hann, „verður hægt að koma þvi, sem eftir verð- ur af þessu í hárvatnsflösku." „Þér trúið ekki á áfengisbann," sagði Bouc og brosti. „Jæja,“ sagði Hardman. „Ekki segi ég að það hafi neitt hrjáð mig.“ ,,Ó,“ sagði Bouc. „Þið Ameríkumenn eigið auð- velt með að láta tilfinningar ykkar í ljós.“ „Mér þætti gaman að koma til Ameríku," sagði Poirot. „Þér gætuð lært margt þar,“ sagði Hardman. „Evrópa þarf að vakna. Hún er hálfsofandi.“ „Það er satt, að Ameríka er framfaraland,“ samþykkti Poirot. „Það er margt, sem ég dáist að hjá Ameríkumönnum. Það er aðeins eitt--------- ég er kannske dálítið gamaldags — en mér finnst amerísku konurnar ekki eins fallegar og kon- umar i mínu landi. Franska eða belgíska stúlk- an, ástleitin, yndisleg — það er engin, sem jafnast á við hana.“ Hardman sneri sér við og horfði út í snjóinn nokkra stund. „Það er líklega rétt hjá yður, Poirot,“ sagði hann, ,,ég býst við, að hverjum lítist bezt á stúlku úr sínu landi.“ Hann deplaði augunum, eins og honum þætti vont að líta á snjóinn. „Maður blindast af snjónum," sagði hann. „Þetta er annars að fara í taugarnar á mér. Morðið, snjórinn og allt. Og ekkert gerizt. Tim- inn líður. Ég vildi fara að gera eitthvað." „Sönn vestræn framtakssemi," sagði Poirot og brosti. Lestarþjónninn setti töskurnar aftur á sinn stað, og þeir héldu yfir í næsta klefa. Arbuthnot ofursti sat í einu horninu og las blað. Poirot útskýrði erindi þeirra. Ofurstinn mót- mælti engu. Hann hafði tvær stórar leðurtöskur. „Hitt dótið mitt fór sjóleiðina,“ sagði hann. Eins og flestir hermenn, var Arbuthnot ofursti laginn við að pakka niður. Þeir voru aðeins nokkrar mínútur að skoða farangur hans. Poirot tók eftir pakka af pípuhreinsurum. „Notið þér alltaf sömu tegund ?“ spurði hann. „Venjulega. Ef ég get ferigið hana.“ ,,Ó! Poirot kinkaði kolli. Þessir pípuhrpinsarar voru alveg eins og sá, sem hann hafði fundið í. klefa Ratchetts. Constantine minntist á það, þegar þeir voru komnir út úr klefanum. „Alveg sama,“ sagði Poirot við sjálfan sig. „Ég trúi því varla. Hann er ekki svoleiðis." Hurðin á næsta klefa var lokuð. Það var klefi Dragomiroff prinsessu. Þeir börðu á hurðina og hin djúpa rödd prinsessunnar kallaði: „Kom inn“. Bouc hafði orðið. Hann var mjög lotningar- fullur og kurteis, þegar hann útskýrði erindi þeirra. Prinsessan hlustaði á hann þögul, litla frosk- smettið hennar var alveg sviplaust. „Ef það er nauðsynlegt, herrar mínir," sagði hún róleg, þegar hann hafði lokið máli sínu. „Hér er allt, sem til þess þarf. Þerna mín hefir lyklana. Hún mun aðstoða ykkur.“ „Geymir herbergisþeman yðar ávallt lyklana, frú?“ spurði Poirot. „Já.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.