Vikan


Vikan - 24.02.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 24.02.1944, Blaðsíða 13
VTKAN,. nr. 8, 1944 13 Víkingslækjarætt. Islendingar hafa löngum verið ættfróðir, þráð að vita deili á mönnum, sólgnir í persónu- sögu, ekki einungis afburðamanna heldur, ef svo mætti segja, hverrar mannskepnu. Þessi náttúra hefir bjargað mörgu frá glötun; sumu, sem ef til vill lítið gildi hefir, þótt örðugt sé reyndar oft að dæma um slíkt; öðru markverðu og ýmsu stórmerkilegu. Á seinni árum hefir að vísu stund- um heyrzt, að ættfræði sé leiðinleg, ófrjó og þurr, og hégómi að fást við þá fræðigrein, lítið eða ekkert á henni að byggja, sem að gagni megi koma; hún sé ekki nema fyrir gamla og sér- vizkufulla grúskara. Sá, sem þetta ritar, er á öðru máli. Það hefir sést á síðari tímum, að nýr áhugi er að vakna hér fyrir ættfræði, um það ber margt vott og ekki síst niðjatöl þau, sem gefin hafa verið út á prenti. Pétur Zophoniasson er mikill ættfræðingur og hefir lengi unnið að þvi að rekja Víkingslækjar- ætt, en það er niðjatal Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Vikingslæk. Pyrsta heftið kom út 1939, en alls eru komin út fjögur hefti og mörg munu þau verða áður en lýkur. 1 öllum heftunum er mikið af mannamyndum og auka þær mjög gildi ættartölunnar. Ágætur frágangur er á bók- unum. Þær eru prentaðar í Steindórsprenti. Pétur segir á einum stað í formála að fyrsta heftinu:' „Við Islendingar höfum alltaf haft orð á okkur fyrir, að við værum ættfróðir. Ýmsir telja lítið unnið við það, ættfræðin verði ekki látin í askana. En hér á landi hafa flestir eða allir verið þeirrar skoðunar, að hver einstakling- ur hefði lítið annara kosta né galla en þeirra, sem forfeður hans hafa haft. Þarf ekki að geta þar annars, en þegar menn líta ungbarn, mun venjulegast, að ‘móðirin og stöllur hennar tali fyrst um það, hverjum barnið líkist. Ættarein- kennin eru oft svo skýr, að allir sjá þau, en þekkt hefi ég einstöku menn, sem eru svo vissir um að sjá af hvaða ætt menn eru af útliti þeirra (svip, andlitsfalli, nefi, hnakka, göngulagi o. fl.) að alls ekki skeikar. Mörg dæmi þess þekki ég, Pétur Zophoníasson. að ættarsvipur hefir sézt á sex- og sjömenning- um, og telur enginn þá skylda. Eitt sinn gerði ég það að gamni mínu, að ég rakti spékopp í hægri kinn aftur um 400 ár.“ ....................niiiin^ DÆGRASTYTTING Orðaþraut. AT AR INNI O T A R ÓLIN ASK A INN A LIN A ÆRÐI IÐUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það karlmannsnafn. Svar á bls. 14. Flautir. Frá því er sagt, að einu sinni hafi Kristur komið til fátækrar ekkju, sem ekki átti sér aðra björg, en eina mjólkurgeit. Hún bað hann því blessaðan að drýgja nú björg sína. Hann kenndi henni þá að búa til þyril og flautir. Svona er sagt að flautimar séu til komnar, og hafa þær jafnan verið taldar fátækra manna fæða. — En þó flautir þyki ekki góður matur til undirstöðu, á allt að einu að vera meira manneldi i þeim en skyrinu, og er sú saga til þess, að einu sinni voru tveir menn samferða i fannfergishrið á vetrar- dag. Hafði annar þeirra lifað mestmegnis á skyri og mjólk, en hinn á flautum. Þegar þeir höfðu haldið áfram um stund i snjónum og ófærðinni, fór að smádraga máttinn úr þeijn, sem á skyrinu hafði lifað, og seinast gafst hann upp með öllu. Tók hinn hann þá á herðar sér, ,,og svo bar hann flautabelgur hann skyrbelg," til byggða. Njósnir Framhald af bls. 4. trúlofun okkar leyndri fyrir frú Donnay eins lengi og við gætum, en daginn eftir sagði ég Crastoni frá hamingju minni, og hann óskaði mér innilega til hamingju. „Hún er yndisleg!“ sagði hann stór- hrifinn. ,,Það segi ég satt, að ég öfunda þig, gamli vinur!“ Hann hafði sjálfur verið dálítið ástfang- inn af Clo-Clo, og þar sem hann -— eins og flestir stjórnvitringar — var mikið kvennagull, hafði hann oft vakið afbrýði- semi mína með því, að sýna henni of mikla kurteisi. En viku síðar gerðist nokkuð, sem var mér síður gleðiefni. Kvöld nokkurt, þegar ég sat í litlu listi- húsi í garði gistihússins, heyrði ég allt í einu kunnuga rödd, og þau orð, sem ég heyrði, fengu hjarta mitt til að slá hraðar. „Þú veizt það vel, að þér er alveg sama um hann, Clo-Clo,“ heyrði ég Craston segja. „Farðu fljótt frá Royal-les-Bains og gleymdu honum. Þú veizt, hvað ég elska þig heitt.“ Gegnum trjálaufið sá ég, hvernig hann hélt utan um mitti hennar. Nú hvíslaði hann, svo að ég heyrði ekki, hvað hann sagði. Ég varð æfareiður og beit vör mína til blóðs. En ég stillti mig og ákvað að bíða. Hálfri klukkustund síðar, þegar við gengum til borðs, brosti Clo-Clo til mín, eins og ekkert hefði komið fyrir, og vinur minn talaði við mig jafn kátur og alltaf. Morguninn eftir, þegar ég kom á fætur, færði dyravörðurinn mér bréf. Það var frá Craston. Hann skrifaði, að hann hefði fengið boð frá París um að koma þangað strax. Hann hafði farið með fyrstu lest- inni um morguninn. Ég var auðvitað mjög ánægður yfir þessum fréttum. Ég fór út í garðinn til þess að ná í Clo-Clo. En ég fann hana hvergi. Ég spurði þjón nokkurn, hvar hún væri. „Frú Donnay og frænka hennar fóru með lestinni í morgun!“ svaraði hann. Ég var sem þrumu lostinn. Clo-Clo, stúlkan, sem ég hafði tilbeðið, hafði svikið mig — hún hafði eflaust flúið með Cra- stoni. En frú Donnay? Hvers vegna hafði hún líka farið? Ég lokaði mig inni í herbergi mínu; í tvo daga yfirgaf ég það ekki, ég var ör- vinglaður af sorg, því að ást mín á Clo-Clo hafði verið meira en Jónsmessunætur- draumur. Á þriðja degi tók ég töskur mínar og fór til Parísar. Ég fór strax til enska sendiráðsins. Vin- ur minn tók mér opnum örmum. „Craston!“ hrópaði ég. „Ég er kominn til þess að krefja þig reikningsskila. Fór Clo-Clo frá Royal-les-Bains með þér?“ ,,Vitanlega,“ svaraði hann kuldalega. „Þú ert ómenni!“ hrópaði ég æfur. „Þakka þér fyrir skjalhð,“ svaraði hann brosandi. „En þú ættir nú fyrst að athuga, hvort þú í rauninni elskar Clo-Clo.“ „Elska Clo-Clo? Vitanlega elska ég hana!“ hrópaði ég. „En ég veit, hvernig í öllu liggur. Ég heyrði, þegar þið voruð að tala saman. Þú hefir talið hana á að fara með þér til Parísar.“ „Hlustaðu nú á mig, kæri vinur,“ sagði Craston rólega. „Þú álítur mig vera þorp- ara. En hvað þekkir þú til frú Donnay?“ „Ég þekki nóg til þess að tilbiðja Clo- Clo.“ „Það er ekki nóg. En þú manst víst eftir því, að þegar þið Clo-Clo voruð úti að skemmta ykkur, vildi frú Donnay venju- lega vera heima? Ég þekkti kvenmann- inn dálítið og tók að mér að gæta hags- muna þinna. Dag nokkurn, þegar þið Clo- Clo voruð í Clermont, sá ég frú Donnay læðast inn í herbergi þitt. Ég gægðist inn um skráargatið og sá, að hún sat við skrif- borðið og tók afrit af nokkrum skjölum.“ „Guð minn góður!“ stundi ég. „Af hverju tók hún afrit?“ „Bláu handriti, sem ég þekkti vel. Það var hið leynilega uppkast af strand- vörnum Englands, sem hermálaráðuneytið hafði lánað þér, til þess að hafa til hlið- sjónar við samningu bókar þinnar.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.