Vikan


Vikan - 30.03.1944, Blaðsíða 14

Vikan - 30.03.1944, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 13, 1944 um honum frá því, að við elskuðumst brosti hann aðeins dauflega til okkar, en sagði ekki neitt. Nokkru síðar fór hann til Parísar. Gamall félagi okkar, sem þar var, skrifaði mér og bað mig að koma þangað og reyna að hjálpa Magnúsi, því að hann væri lagstur í drykkjuskap. Hann kvaðst ekki skilja, hvað valdið hefði þessari breytingu á Magnúsi. En ég fór ekki eftir orðum félaga míns. Nú hafði ég frétt, að Magnús væri kom- •inn heim fyrir skömmu. Ég gekk til gisti- hússins, þar sém ég hafði heyrt að hann héldi til. Þegar ég kom inn, sat hann í stól í forsalnum. Við horfðum hvor á ann- an, en sögðum ekkert. Ég fann til sárrar blygðunar gagnvart honum. Það var eitt- hvað svo göfugmannlegur svipur á honum, en þó mátti sjá, að hann hefði átt erfiða daga. „Nína er að-------fæða barn,“ stamaði ég. „Er það þess vegna, að þú kemur?“ spurði hann. „Það er verið að gera á henni keisara- skurð, og ef til vill deyr hún.“ „Það vona ég að komi ekki fyrir.“ „Ég fór að hugsa um þig, Magnús, á meðan ég beið.“ Hann brosti vingjarnlega. „Ég hefi breytt illa við þig, þetta er hefndin," sagði ég. „Talaðu ekki um hefnd,“ sagði hann. „Það kemur engin hefnd fyrir þetta. Get ég nokkuð gert fyrir þig?“ „Mér finnst ég vera svín!“ „Þannig hefi ég aldrei hugsað til þín,“ svaraði Magnús. Nú braust hatur fram í hug minn, yfir því hve vel hann tók mér. Það hefði verið mér miklu léttbærara, ef hann hefði stokkið upp á nef sér með ofsa og formæl- ingum. — Ég hataði hóflyndi hans. „Við skulum ekki minnast á fyrri daga meir,“ sagði hann. „Nú skulum við koma saman til sjúkrahússins. „Nei, þú mátt ekki koma þangað líka.“ Hann horfði undrandi á mig, en sagði svo: „Ef þú vilt gera mér greiða, þá komdu hingað aftur, þegar Nína hefir fætt barnið.“ Ég lofaði honum því. Mér létti, þegar ég kom út úr gistihúsinu. Ég fékk mér bif- reið og ók aftur til sjúkrahússins; reikaði upp tröppurnar og mætti ljósmóðurinni á ganginum. Ég horfði á hana, en þorði einskis að spyrja. „Er þessu lokið,“ spurði ég þó um síðir. „Já,“ svaraði hún þurrlega. „Læknirinn er þarna inni.“ „Hvernig gekk það?“ „Auðvitað gekk það ágætlega.“ Ég gekk til dyra þeirra, sem ljósmóður- in hafði bent mér á. Læknirinn gaf mér bendingu um að koma innfyrir. „Er hún dáin,“ spurði ég hikandi, og titraði af ótta. „Dáin?“ endurtók hann. „Nei, konunni yðar líður ágætlega. Hún hefir verið mjög 225. Vikunnar Lárétt skýring: 22. hræra. — 23. glíma. — 25. fugla. —- 26. brotn- aði. — 28. gyltur. — 30. foss. — 31. kyrrð. — 33. bát. — 35. leitaði. — 37. mælir. — 38. æ. (í samsetningum). — 39. verkfæri. -—-40. prýði. — 45. af austrænum kynstofni. — 46. losa. — 47. forsetn. — 48. fornafn. — 49. reiðilegur gangur. — 50. fagurlitir (um jörð). — 54. gull. — 58. tæri. -—- 59. forskeyti. — 60. goð. — 61. berði. — 64. síldarfæðan. — 66. flýtir. — 68. sjá! — 69. ambátt. — 71. ný. — 72. skel. — 74. ós. — 75. tveir samhljóðar. — 76. tveir eins. — 77. í geisl- um. 1. daiur í Borgarfirði. — 15. orku- frekir. — 16. slagast. — 17. þyngd- arein. — 18. ungviði. — 19. heiður. 20. málfr. sk.st. — 21. draup. — 23. handlegg. — 24. lengdarein. — 26. rómversk tala. — 27. kærleikur. — 29. fjórir. — 31. lengdarein. — 32. eigra. — 34. nytjalönd. — 36. sam- byggt. — 40. lina. — 41. auðkenndi. — 42. bætta. — 43. kuldasár. — 44. ílát. — 45. stólpann. — 48. nauð- synlegri. — 51. lokar. — 52. eldiviðurinn. — 53. landsljluta. — 55. hvílist. — 56. tónn. — 57. tveir samhljóðar. — 59. for. — 61. flokkur. — 62. titill. — 63. bilbugur. — 65. orka. — 67. skammst. — 69. góð. — 70. fugl. — 72. á nótum. — 73. iðnaðar- menn. — 76. greiddist. — 78. kjörgengi. Lóðrétt skýring: 1. iærdómsskýrslum. — 2. krit. — 3. málfr. sk. st. — 4. stórstígur gangur. — 5. hlutaðeigandi. — 6. skjálfa. — 7. tveir eins. — 8. ókyrrð. — 9. neglur. — 10. dýramáli. — 11. áipast. — 12. þyng. ein. — 13. eftirlátnar eigur. •— 14. lending. — Lausn á 224. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. röskleikamenn. — 11. tók. — 12. már. — 13. grá. — 14. eir. — 16. ætla. — 19. ryta. — 20. iða. — 21. ata. — 22. eið. — 23. in. — 27. um. — 28. fór. — 29. lágfóta. — 30. æra. — 31. æt. — 34. g,g. — 35. öfundsjúkum. — 41. illan. — 42. úðans. — 43. dratthalann. — 47. gr. -—• 49. st. — 50. Jón. — 51. skautar. — 52. sjö. — 53. at. — 56. áð. — 57. ill. — 58. aur. — 59. man. — 61. inna. — 65. kunn. -—• 67. róg. -— 68. lóa. —■' 71. aki. — 73. cáa. -— 74. naflastrengur. Lóðrétt: — 1. rót. — 2. ökli. —■ 3. KN. — 4. lak. — 5. er. — 6. kg. — 7. arg. — 8. má. — 9. neyö. — 10. nit. — 11. tækifærisgjafir. — 15. rafmagnsstöðina. — 17. aða. — 18. stafns. — 19. rif. — 24. nót. — 25. tákn. — 26. ótrú. — 27. urg. — 32. ófara. — 33. auðna. — 35. öld. — 36- una. — 37. dót. — 38. Jóa. — 39. kúa. — 40. man. — 44. tákn. — 45. hlutur. ■— 46. lóan. — 48. rót. — 49. sjá. — 54. aia. — 55. rak. — 57. inga. — 60. nutu. — 62. nón. — 63. sóa. — 64. ske. •— 66. nár. — 68. 1. 1. — 70. a. s. — 71. ar. — 72. in. Lausn á orðaþraut á bls. 13: SOLVEIG. SÓLIN OFINN LUNG A VETUR EIÐUR ILIN A GUNN A dugleg. Hafið þér ekki áhuga á að vita um erfingja yðar?“ „Ég vil bara heyra eitthvað um Nínu. Var þetta mikill skurður?“ „Það gekk miklu betur en ég bjóst við. — Það er stúlka, sem þið hafið eignast.“ „Já, einmitt það,“ svaraði ég, „en get ég fengið að líta á Nínu?“ Um leið og ég kom að rúmi hennar vaknaði hún eftir svæfinguna. Ég tók hönd hennar og bar hana upp að vörum mér. Hún strauk um vanga minn, og kvísl- aði veikróma: „Þú ert órakaður." Hún reyndi að tala skýrt, og það gladdi hug minn, að heyra hana aftur mæla. Svör við Veiztu—? á bls. 4: 1. Snorri goði. 2. 1843—1907. 3. Eftir Guðmund Daníelsson. 4. Þúkídíd, sem uppi var með Grikkjum um 460 til 400 f. Kr. 5. Hollenzkur, u'^.pi 1838—1888. 6. 1 Elevsis á Attíkuströnd, skammt frá Aþenu. 7. Árið 1875., 8. Rossini. 9. 26. júní 1905. 10. Antonescu. „Hinrik,“ hvíslaði hún og lokaði aug- unum. „Konan yðar verður að hafa næði,“ sagði ljósmóðirin. „Þetta er allt í bezta lagi,“ bætti læknir- inn við. „Nú skuluð þér fara heim að sofa, þetta hefir ekki síður verið kvalafullt fyrir yður en konuna. I fyrramálið skuluð þér svo koma og sjá dóttur yðar.“ Þegar ég gekk frá sjúkrahúsinu, fann ég frið og fögnuð streyma um mig. Ég fór inn í blómaverzlun og keypti blóm- vönd handa Nínu og lét senda hann til hennar á sjúkrahúsið. — En loforði mínu við Magnús var ég nú búinn að gleyma.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.