Vikan


Vikan - 20.04.1944, Page 6

Vikan - 20.04.1944, Page 6
6 VIKAN, nr. 16, 1944 Sir Edwin var áhyggjufullur á svipinn. „Finnst þér hann svona skringilegur? Hann veit margt um gamla, griska högglist. Ég hefi oft haft ánœgju af því að ræða við hann.“ „Hvemig stóð á því, að hann fór með ykkur?“ „Ég veit það í rauninni ekki. Hann var í heim- sókn hjá okkur, og tíminn leið, og — já, svo fór hann bara með.“ „Þið gátuð ekki losnað við hann, áttu við?“ „Einmitt." „En hvem fjandann vill hann hérna?“ „Já, það veit ég ekki gjörla. Ég hygg, að að- stæöur hans hafi verið fremur óþægilegar á Ir- landi. Hann er vanur að fá tillag frá móður sinni, en það hefir minnkað nú um stund, svo að hann getur ekki búið í Paris, en þar er hann vanur að vera, þegar hann er ekki á lrlandi.“ ,,Já, já, við verðum að reyna að bjarga því,“ sagði Filippus heimspekingslega. „Kannske hann geti skemmt mömrnu." Þegar þeir komu inn, tók mamma á móti hon- um, hún brosti ráðþrota um leið og hún leit rannsakandi á hann. Hann var alveg svartklæddur. Ef viðarstaf- urinn hennar með fílabeinshnappnum hefði allt í einu hneigt sig fyrir henni, hefði hann verið áþekkur Malaheide Court. Andlit hans var gul- leitt eins og gamalt fílabein. Augun glönsuðu undir þungum augnalokum og hakan var hvöss. Bogið nefið, með stórum útþöndum nösum, stóð langt fram úr ásjónu hans. „Þetta kalla ég óvænta gleði,“ sagði Aðalheið- ur. „Það gleður mig að sjá þig, og ég hlakka til að fá beinustu og nýjustu fréttir af fjölskyld- unni.“ Hún virti hann fyrir sér frá hvirfli til iljar og bætti við: „Ertu sorgarklæddur ?“ „Já.“ Hann hafði tekið af sér annan svarta hanzkann; hann lagði nú höndina á hálsslaufu sína og strauk henni niður eftir vestinu. „Vegna glataðrar æsku minnar." Höndin hefði getað ver- ið fyrirmynd frá málverkum gömlu meistaranna. , Aðalheiður ákvað að taka þessu í gríni. Hún rak upp skellihlátur. Hávaðinn vakti páfagaukinn hennar, — Boney, sem sat hálfsofandi á priki sínu bak við ofnhlífina. Hann tillti sér á tá og kikti yfir hlífina og ruddi úr sér straumi af skömmum og blótsyrðum á indversku. „Shaitan! Shaitan ka bata! Shaitan ka butcka! Piakur! Piakur! Jab kutr!“ Eftir að hafa rutt þessu úr sér, rak hann upp rokna hlátur. „Ég á þennan páfagauk," sagði Aðalheiður hreykin. „Ég hefi kennt honum þetta sjálf. Ég þori að veðja, að þú skilur ekki orð af því, sem hann sagði.“ Malaheide Court hafði ekki aðeins skilið hann heldur líka hellt nýjum blótsyrðum yfir fuglinn i staðinn, Aðalheiður starði undrandi á hann. Páfagaukurinn varð nú ofsareiður. Hann skrækti eins og hann væri brjálaður, barði vængj- unum og mundi hafa flogið beint á þann ný- komna, ef hann hefði ekki verið hindraður af mjóum hlekk, sem var um fót hans. Lafði Buckley fannst þetta skammarlegt atvik og nefndi það við eftirlætisbróður sinn, Ernest. Þau stóðu saman arm i arm, lukkuleg að sjást , aftur. Nú birtist Margrét í dyrunum til þess að heilsa þeim nýkomnu. Ernest spurði systur sína: „Hvernig finnst þér útlit mömmu ? Þú hefir ekki séð hana í tvö ár.“ „Prýðilegt," svaraði Ágústa. „Ég vildi óska þess, að ég gæti verið framúrskarandi fjörug, þegar ég kemst á hennar aldur.“ „Þá verður þú að herða þig,“ sagði Ernest, „af því að það ertu ekki núna, og ég veit ekki, hvort ég mundi kunna við þig.“ Hann horfði að- dáunarfullur á hana. Satt að segja hafði Ágústa aldrei verið eins vel útlítandi og núna. Það fór henni vel að vera miðaldra. Dökkbrúna hárið hennar með ennis- lokkunum fór einkar vel við andlitsdrætti henn- ar. Hún var með of margar keðjur, nælur og armbönd, en virtist samt ekki ofskreytt. Margrét átti bágt með að dylja kæti sína, þeg- ar hún sá Malaheide Court hneigja sig og kyssa á hönd hennar. Þetta var þá þessi dásamlegi írski frændi hennar, sem hana hafði stundum dreymt um að gæti gert Maurice dálítið afbrýðisaman! „Magga er ekki vön því, að kysst sé á hönd hennar," sagði amma hennar. „Hún er saklaus sveitastúlka." „Þá væri þetta kannske eðlilegra." Og hann kyssti Möggu á' vangann. Magga hrökk við af þessari snertingu, sem henni fannst óþægileg; til þess að láta ekki á því bera sagði Ágústa: „Við verðum að heilsa hinum! Maríu og börn- um hennar. Og hvar er Renny?" „Hann er aldrei þar, sem hann á að vera,“ sagði Filippus. „Ég veit ekki, hvað hann gerir af sér. Nú, þama er Maria með þann litla." Hún stóð á þröskuldinum, há og björt yfir- litum, með bam sitt á handleggnum. Hann hélt um háls hennar með litlum, sterkum handleggj- um sínum og þrýsti rjóðum vanganum að henni. Ágústa kyssti Mariu þvi innilegar, þar sem hún vissi, að Aðalheiður kærði sig ekki um hana. Hún gældi við bámið með djúpri, kurrandi röddu. Hann greip í perlumar, sem hún bar um hálsinn. „Hann er lifandi eftirmynd föður síns!“ sagði hún. „Hann er miklu líkari afa sínum,“ sagði Aðal- heiður. „Hann hefir alveg svip mannsins míns og beint bak. Hafið þið nokkum tima séð annað eins bak á tuttugu mánaða gömlu bami? Snúðu honum við, Maja, svö að þau geti séð það. Maria sneri sér við, og allra augu litu á dreng- inn. Malaheide Court var. alveg gleymt. „Hvar er Eden?“ spurði Ágústa. Hann var í mestu yfirlæti hjá henni. María varð dálitið gremjuleg á svipinn. „Ég skil ekkert í því. Hann var klæddur og hafði lofað mér að bíða eftir mér á tröppunum; en svo hvarf hann samt. Ég er viss um, að hann er ein- hvers staðar með Renny.“ 1 „Strákfiflið!" sagði amma hans. „Hvers vegna kemur hann ekki ? Bíddu bara þangað til þú sérð hann, Malaheide! Þú munt segja, að þú hafir aldrei séð eins hreinræktaðan Court. Rautt hár og allt!“ Malaheide potaði löngum vísifingri i þann litla. „Þetta er lang bezti aldurinn," sagði hann. „Bamavagnsaldurinn! Ég vildi óska, að ég hefði aldrei vaxið upp úr því.“ Þau horfðu orðlaus á hann og reyndu að hugsa sér hann sem vöggubarn, þegar Renny kom inn í stofuna og leiddi Eden við hlið sér. Fjölskyldan tók á móti þeim með ávítum, en rödd ömmu þeirra tök yfir hinar. „Hana, komdu hingað Renny og heilsaðu frænda þinum Malaheide Court. Hérna sérðu glæsilegan dreng, Malaheide. Þú ættir að sjá hann á hestbaki. Þá mundir þú hugsa til föður míns, Renny gamla Court.“ Þeir heilsuðust og horfðu á hvorn annan, annar án nokkurs áhuga, hinn með undrun, óbeit og dálitilli kæti. Eden horfði á ókunnuga andlitið, sem var allt annað en bamalegt á svip, og svo leit hann á móður sina og brosti. M AGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Blshop. .. 1. Maggi: Hvar hefir þú verið í dag? Við vomm að æfa okkur undir kappleikinn við „Emina“. Raggi: Mér finnst, að það igtti að. hætta við þennan kapp- íéik! !v-2,. „^faggi: Hvers vegna? Raggi: Vegna íiutnings- orðugleika! 3. Maggi: En við notum ypgin flutningat a;ki, " Raggi: Einmitt þess vegna. Það er 5 kílómetra leið, sem ^ið' þuifum áð fára ... .' r.,4* , .Raggi;, Og sanakvæmt skÖmmtunarreglunum eiga 'sfcómir okkár áð endást í séx mánuði!..... iutum Syi Inc., Workl rights „Mjög undarlegt bros,“ sagði Malaheide Court, sem enn þá hélt í hönd hans, „það er eitthvað þunglyndislegt við það, sem sýnir að hann heftr þegar skilið, að sönn gleði er ekki til.“ „Það er ekkert undarlegt, að hann sé þung- lyndislegur á svipinn," hvíslaði Renny að Möggu. „Mér verður óglatt af því að horfa á þetta dýr. Ségirðu satt, að hann verði héma meira að segja í nokkrar vikur?“ „Jafnvel mánuði,“ svaraði Magga. „Finnst þér hann ekki hörmulegur? Eru það nú föt — og sjáðu mitti hans! Ég held að hann sé í lífstykki! Sjáðu svipinn á pabba!“ Það var hreinasta skemmtun að sjá andlit Filippusar, þegar hann fylgdi frænda sínum, Malaheide, með augunum, hann hafði nú skorizt úr hópnum og gekk um stofuna og athugaði Chippendalehúsgögnin með miklum áhuga þekkj- andans. Þegar tilkynnt var stuttu síðar, að búið væri að bera fram hádegisverðinn og Aðalheiður gekk fremst og studdist við handlegg Malaheides og á eftir gengu Ágústa, sem leiddi Eden og María með Sir Edwin, teygði Renny úr sér eins og hann gat, dró inn magann, svo að hann hvarf alveg, setti upp hræðilegt tilgerðarbros og rétti Möggu arminn. Hún hermdi eftir gömlu konunni, eins vel og hún gat, brosti, skellti sér á handlegg Rennys og bauð honum með einni stórkostlegri handa- hreyfingu að ganga að borðinu. Bræðumir þrír, sem gengu aftastir, horfðu á þessar eftirhermur, með dálítið illkvittnislegri ánægju.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.