Vikan


Vikan - 20.04.1944, Side 12

Vikan - 20.04.1944, Side 12
i 12 19. hefti Grímu er nýkomið út, en hún er, eins og- stendur á titilblaðinu „Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði“ og ritstjórar eru Jónas Rafnar yfir- læknir og Þorsteinn M. Jónsson bókaútgefandi. Öll hefti Grimu eru enn fáanleg og kosta þau aðeins 48,50, og er það ekki mikið fyrir jafn mikinn og skemmtilegan fróðleik. 1 þessu hefti er Þáttur af Jóni Franz, Drukknun Jens Svendrups, Snjóflóðið á Stekk, Sögur um fáráðlinga og flakkara, Frá fommönnum, Dýrasögur, Ófreskisögur, Draugasögur og Huldufólkssögur. Frásögnin sem hér fer á eftir er úr heftinu. Snjóflóðið á Stekk [Eftir handriti Jóns Jónssonar bónda í Firði S Seyðisfirði. Sögn Björns Þorkelssonar frá Njarð- vík. — Björn er fæddur 10. sept 1868 og var þá fjórtán ára, þegar þessi atburður varð. Átti hann þá heima í frambænum í Njarðvik hjá móður sinni og stjúpa.] Um það leyti, sem þessi sorglegi atburður gerð- ist, bjó stjúpi minn, Björn Sigurðsson, og móðir mín, Anna Hallgrimsdóttir, í frambænum í Njarð- vik. Fyrri maður móður minnar, en faðir minn, var Þorkell, bróðir Bjöms. Hver gerði það? Framhald af bls. 11. aðeins að framkvæma dóminn. Eh það er ekki nauðsynlegt að bendla hin við það. Þessar tryggu sálir -— og vesalings Michel — og Mary og Ar- buthnot ofursti — þau elska hvort annað ...." Rödd hennar var dásamleg, hún hljómaði um salinn — þessi djúpa, tilfínningarika rödd, sem hafði hrifið margan áheyrandann. Poirot leit á vin sinn. „Þú ert framkvæmdarstjóri félagsins, Bouc,“ sagði hann. „Hvað segir þú um það?“ Bouc ræskti sig. „Mitt álit er, Poirot," sagði hann „að fyrsta skoðunin, sem þú lagðir fram, sé sú rétta — tvímælalaust. Ég legg það til að hún sé lausnin, sem við fáum júgóslavnesku lögreglunni, þegar hún birtist. Emð þér sammála, læknir?" „Já, vissulega er ég sammála," sagði dr. Constantine. „Og að því er viðvíkur likskoðuninni, þá hygg ég — að — að ég hafi verið með fráleit- ar tilgátur." „Nú," sagði Poirot. „Þar sem ég hefí lagt lausn mína fyrir ykkur, þá hefi ég þann heiður að ■draga mig í hlé .... “ ENDIR. Býlið Stekkur stóð undir Tófuf jalli norðan vík- urinnar í hér um bil 500 faðma fjarlægð frá aðal- bænum í Njarðvík, og voru bæjarhúsin við gil- drag, sem nær upp undir tind fjallsins. Engar sagnir höfðu menn af því, að þar hefði áður fallið snjóflóð, og datt því engum í hug, að svo kynni við að bera. — Á Stekk var einbýli og tiu manns í heimili þetta ár. Bóndinn hét Guðmundur Guð- mundsson og hafði flutt þangað sunnan úr vík- um. Hann var tvíkvæntur, og hét siðari kona hans Sesselja Þorsteinsdóttir af Njarðvíkurætt. Þau áttu eina dóttur bama, er Sesselja hét og var þá tíu ára. Þrír voru synir Guðmundar bónda af fyrra hjónabandi: Högni, Eiríkur og Guðmundur, og enn voru þar í heimili fjórir kvenmenn: móðir húsbóndans, sem var gömul orðin, fósturdóttir hjónanna, Sesselja Guðnadóttir frá Kjólsvík, og vinnukonumar Guðný og Margrét, Benjaminsdótt- ir Torfasonar frá Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Svo bar við á nýjárskvöld þennan vetur, að ég og Sigurður bróðir minn, sem var þrem ámm eldri en ég, voram staddir á Stekk og spiluðum við Guðmund b'ónda, því að hann hafði mjög gaman af að spila; sátum við í baðstofu, og var glatt á hjalla. Snemma á vökunni heyrðum við öll, sem inni vorum, bresti mikla og skruðninga úti fyrir, líkast því sem mikil skriða félli. Við þustum út til að vita, hvað um væri að vera. Veður var stillt og frostlítið, og eins.kis urðum við varir, allt virtist vera með kyrrum kjörum, og ekki gátum við neins til getið, er valdið gæti þess- um hávaða. Var svo haldið áfram að spila eins og ekkert hefði í skorizt. — Engir aðrir í Njarð- vík höfðu heyrt hávaða þenna. 1 frambænum hjá okkur var gömul kona, Helga Sigurðardóttir, systir stjúpa mins. Hún sagði svo frá, að um áramótin hefði það borið fyrir sig, að bæjardyraloftið og skemman væra hranin í rúst. VIKAN. nr. 16, 1944 Sömuleiðis hafði hún tvívegis séð ljósbirtu í göngunum fyrir skemmudyrunum og ekki getað gert sér grein fyrir þvi, hvemig á henni gæti staðið. — Frá þessu sagði hún áður en snjó- flóðið skall yfir Stekk. Högni Guðmundsson á Stekk var trésmiður og var um þessar mundir við smíðar auður í Borgar- firði. Slapp hann því einn heimilismanna frá því að lenda í flóðinu. Veturinn 1882—83 var ekki mjög snjóþungur. Þó rak niður allmikinn snjó síðara hluta janúar og um mánaðamótin næstu 'voru stöðug illviðri með snjókomu í marga daga. Hefir þá safnazt ‘fannkyngi í gildrag það, sem áður er nefnt. Snjóflóðið reið yfir bæinn aðfaranótt föstudags- ins 2. febr. 1883, en vegna illviðranna og snjó- komunnar höfðu ekki verið samgöngur milli Njarðvíkur og Stekkjar í nokkra daga áður. Guðný, eini kvenmaðurinn, sem úr flóðinu bjarg- aðist, sagði bæði mér og öðrum, að þrátt fyrir feikna snjókomu hefði engum heimamanna á Stekk dottið snjóflóð í hug, en síðla dags daginn áður hafði Guðmundur bóndi kvartað um, að sér liði illa; hafði hann enga eirð í sínum beinum og fannst hann hvergi geta staðnæmst. Þreifaði hann á slagæðinni á úlnlið sér, en kvaðst ekki geta fundið hana slá, svo að hann óttaðist um. að hann væri að verða veikur. Fólkið, sem á heyrði, hughreysti hann og kvað þetta hljóta að vera ímyndun hans. Um kvöldið gekk flest fólkið til hvílu um kl. tíu, eins og vant var, en þær vinnukonurnar, Guðný og Margrét vöktu fram yfir miðnætti við að skrifa bréf og ljúka af öðrum störfum. Voru þær fyrir skömmu háttaðar, þegar flóðið dundi yfir bæinn, og taldi Guðný, að þá mundi klukkan hafa verið að ganga tvö. Undir eins á eftir gátu þau talazt við, Guðný, Margrét og Eiríkur. Hann gat tölu- vert hreyft sig og reyndi að grafa út í þekjuna með fingranum, en það var vitanlega árangurs- laust. Að Guðnýju þrengdi ekkert, en hún gat mjög lítið hreyft sig. Margrét kvartaði sáran um, að skápur lægi á höfði sér og brjósti, var það smáskápur, sem staðið hafði á höfuðgafli rúms hennar og lagzt undan þekjubrotinu yfir andlit hennar og brjóst. Við þessi harmkvæli lifði hún fram á föstudagskvöld, en þá hætti að heyr- ast til hennar, og töldu þau hana dána. Guð- mundur yngri hafði legið Veikur um tíma undan- farið, og heyrðu þau lítið til hans, enda lá hann nokkuð frá þeim í baðstofunni. — Þannig liðu 35 klukkustundir, eða fram yfir hádegi á laugar- dag. Framhald á bls. 13. Erla og unnust- inn. Telknlng eftir Ge*. MeManus. Oddur: Þetta er laglegt! Við eigum að fara á göngu aftur og ég var búinn að lofa Erlu að hringja i hana — en ég á ómögulegt með það núna. Hermaður: Flýttu þér, Oddur! Oddur (hugsar): Skyldi hann aldrei ætla að segja: nemiö staðar? Foringinn: Nú verður hvilt í tvo tima og siðan haldið áfram. Oddur: Nú verð ég að hlaupa til baka þrjá kDómetra til þess að komast í sima! Oddur: Halló, Erla! Ég gat ekki hringt fyrr — ég hefi verið á göngu með hershöfðingjanum I allan morgun!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.