Vikan


Vikan - 02.05.1946, Síða 3

Vikan - 02.05.1946, Síða 3
VIKAN, nr. 18, 1946 3 □□□□□□□□□□□□□□□□ Bíó V| KUMIAR: □□□□□□□□□□□□□□□□ ^ undanfömum árum hefir mjög verið um það deilt víða um heim, hvort leyfa skuli í vissum tilfellum aðgerðir á fólki til að koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. Hér á landi hafa þegar verið sett lög um þetta efni, lög nr. 16/ 1938, og er samkv. þeim lögum heimilt í vissum tilfellum að gera þrennskonar aðgerðir á fólki til þess að koma í veg fyrir að það auki kyn sitt, þ. e. afkynjanir, vananir og fóstureyðingar. Hér skal þess getið, að samkv. nefndum lögum eru fóstureyðingar leyföar hér á landi, ef gild rök li&gja til þess, að burður viðkomanda beri i sér að kynfylgju hættulegan sjúkdóm, fávitahátt, eða hneigð til glæpa. Eftir islenzkum lögum mundi fóstureyðing þvi án efa vera heimil i því tilfelli, sem rætt er um i eftirfarandi handritarbroti úr dönsku kvikmyndinni „Vandamálið mikla“. Kvikmyndina hafa þau Thit Jensen og Alice O’Predericksen gert sameiginlega og lýsir myndin á ótvíræðan hátt, hvaða skoðun höfundur að- hyllist í þessu máli. Myndin hefir verið sýnd hér í Nýja Bíó. • * * Forseti réttarins (við prófessorinn): „Þér viðurkennið þá að hafa gerzt sekur um fóstureyðingu ? “ Prófessorinn: „Eftir bókstaf laganna er ég án efa sekur, en samkvæmt eigin sannfæringu hefi ég ekki gert annað en það, sem skyidan bauð mér." Akærandi: „Lögreglunni barst hinn 22. júni nafnlaust bréf um að nefnt afbrot hefði verið framið daginn áður, og þó að menn væru að visu ekki á einu máli um, hvað gera skyldi, þótti þó rétt vegna almenn- ingsálitsins að fá málið upplýst sem bezt. Prófessor Egill Thomsen hefir við- urkennt fyrir rannsóknarlögreglunni, að hann sé sekur um það athæfi, sem talið er í kæruskjalinu gegn honum, en hefir þó neitað að gefa nokkrar upplýsingar um konuna, sem hlut á að máli og jafnframt hefir hann neitað að skýra frá, hvenær afbrotið hafi verið framið." Forseti réttarins: „Við getum byrj- að á vitnaleiðslunum. Hvem viljið þér, herra ákærandi, láta yfirheyra fyrst?" Ákærandi: „Hjúkmnarkomma Aninu Vilhelmínu Bagge. Hvar og hvenær emð þér fæddar?" . Anina: „4. ágúst 1889, í Árósum.“ Ákærandi: „Þér eruð hjúkrunar- * kona hjá ákærðmn?" Anina: „Já“. Ákærandi: „Vomð þér viðstaddar hjá honum í heimsóknartima hans hinn 21. júní siðastliðinn?" Anina: „Já“. Ákærandi: „Kom nokkur bams- hafandi kona til ákærðs þá?“ Anina: „Ég býst við, að það standi í dagbók prófessorsins, ef svo hefir verið“. Kéttarþjónn (kemur í dyrnar frá biðsalnum): „Hér er komin ungfrú Asa Thomsen." Ákærandinn (við Ásu): „Faðir yðar hefir játað sig sekan um ólöglega fóstureyðingu. Vitið þér um hvaða konu er að ræða?“ Ása: „Nei“. Ákærandi: „Finnst yður ekki, að afbrot, sem faðir yðar hefir drýgt, hljóti óhjákvæmilega að skifta yður máli?“ Verjandi: „Ég mótmæli þvi, að slíkar spum- ingar séu bomar fram eða nokkur skylda sé tii að svara þeim. Þær eru óviðeigandi." Ákærandi: „Mér finnst óviðeigandi að gripið sé fram í fyrir mér við yfirheyrslu vitnanna. Ungfrú Thomsen! Hafið þér ekki með sjálfri yður ásakað föður yðar fyrir að hafa framið þennan glæp?“ Ása: „Ég er hreykin af föður mínum.“ Ákærandi: „Þekkið þér þennan hr. Hólm?“ Ása: „Hugo — já!“ Ákærandi: „Hafið þið verið mikið sarnan?" Ása: „Já — nokkuð!" Ákærandi: „Eruð þér trúlofaðar honum, eða hafið þér verið það?“ Ása: „Nei“. Ákærandi: „Reyndi hann aldrei-------að nálg- ast yður------að trúlofast yður?“ Ása: „Hann reyndi það við allar stúlkur, sem hann dansaði við.“ Ákærandi (við prófessorinn): „Þér hafið lýst þvi yfir, ákærður, að þér hafið tekið drengskapar- loforð af hinni ónafngreindu konu um að segja engum neitt frá neinu. Ég leyfi mér að fara þes3 á leit við yður, að þér leysið dóttur yðar undan sliku loforði." Prófessorinn: „Dóttir min, ég leysi þig hér með frá sérhverju loforði, sérhverju drengskaparheiti, sem ég kann að hafa tekið af þér.“ Ákærandi: „Getið þér þá sagt mér, hver konan var, sem var hjá fööur yðar þann 21. júni og fekk hann til að hjálpa sér?“ Ása: „NeÍ!“ Ákærandi: „Það vomð þá ekki þér sjálfar?" Ása: „Nei.“ Prófessorinn: „Segðu ákæranda að þú getir fært sönnur fyrir þvi, að það hafi ekki verið þú, dóttir mín.“ Ása: „Ég get sannað, að það var ekki ég.“ Ákærandi: „Hvenær töluðuð þér síðast við Hugo Hólm?“ Ása: „Það var í stúdentaboði laugardaginn 19. júní — heima hjá mér.“ Ákærandi: „Kom nokkuð sérstakt fyrir við það tækifæri?" Ása: „Nei, ekkert sérstakt." Ákærandi: „Ég á sérstaklega við sambandið milli föður yðar og Hugo Hólm." (Framhald á bls. 4). 1. Dagmar Eriksen, kölluð Dax, vinkona Bodils (Sigrid Horne- Rasmussen) og Bodil Kragh, sem er í skrif- stofu Holks (Bodil Kjer). 2. Jónas Brandt mál- flutningsmaður, verj- andi prófessors Thom- sen og unnusti Bodils (Carl Heger). 3. Prófessor dr. med. Egill Thomsen yfir- læknir (PoulReumert) og Anina Bagge, ritari hans og hjúkrunar- kona (Maria Garland). 4. Hugo, fóstursonur Edvards Holk yfir- réttarlögmanns (Pou) Reichhardt), mætir sem vitni, talinn hafa sent lögreglunni nafn- laust bréf um fóstur- eyðingu prófessors Thomsen.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.