Vikan


Vikan - 02.05.1946, Qupperneq 4

Vikan - 02.05.1946, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 18, 1946 Ása: Já — jú. Þeir lentu í orðasennu úti í garði." Ákærandi: „Og hver var ástæðan til þess ?" Ása: Hugo hafði beðið min, og þegar pabbi frétti það varð hann hamslaus af reiði og sagðist ekki vilja sjá Hugo framar í sínum húsum.“ Ákærandi: „Og hefir hann ekki komið síðan?“ Ása: „Hann veit, að pabbi er ekki lambið að leika sér við.“ Ákærandi: „Og hafið þér ekki talað við hann síðan?" Ása: „Nei, auðvitað ekki.“ Verjandi: „Þakka yður fyrir, ungfrú. Þér meg- ið fara.“ Forseti réítarins: „Þér megið gjaman vera, ef yður langar að hlusta á yfirheyrslumar.“ Ákærandi (við Hugo): „Viljið þér sem vitni segja mér frá því, sem fram fór úti í garðinum milli yðar og prófessorsins?" Hugo: „Okkur hefir lent saman á fleiri stöðum en í garðinum." Ákærandi: „Stendur það heima með daginn — 19. júní?“ Hugo: „Ég er mjög minnislaus á tölur.“ Ákærandi: „Svarið þá greinilega þessari spum- ingu: Var konan, sem bað ákærða hinn 21. júní síðastliðinn að eyða fóstri sínu — var hún vin- kona yðar, eða þekkið þér hana?“ Hugo: „Hvað eigið þér við, þegar þér spyrjið hvort ég þekki hana?“ Ákærandi: „Nú, hvort þér þekkið hana, maður, Ég á auðvitað við það, er það ekki auðskilið ?“ Hugo: „Það er hægt að þekkja ungar stúlkur á svo margan hátt.“ Ákærandi: „Voruð þér trúlofaður á þessu timabili?" Hugo: „Já, án efa — ég hefi verið trúlofaður í mörg undanfarin ár." Ákærandi: „Hverri voruð þér tníiofaður ? “ Hugo: „Ýmsum . . .“ Ákærandi: „Við þurfum að vita, hverri þér voruð trúlofaður fyrir hálfu ári.“ Hugo: „Það er til ofmikils mælst, að ætla mér að muna, hvemig veðrið var um þetta leyti í fyrra." Ákærandi: „1 hinu nafnlausa bréfi er sagt, að prófessor Egill Thomsen hafi gerzt sekur um fóstureyðingu hinn 21. júní.“ Hugo: „Einmitt það.'“ Ákærandi: „Það hljótið þér að vita öðram fremur." Hugo: „Ég? Því þá?“ Ákærandi: „Af því að þér hafið skrifað nafn- lausa bréfið." Hugo: „Nei, það er ekki satt.“ Ákærandi: „Það stoðar yður ekkert að neita, því allar líkur tala gegn yður. Hver er konan, sem þér eigið við í bréfinu?" Hugo: „Ég hefi ekki skrifað neitt bréf.“ Ákærandi: „Þér segið ósatt!" Forseti réttarins: „Þér megið ekki, herra ákær- andi, nota slik orð í réttinum." Ákærandi: „Já, en maðurinn veit þetta — það sést greinilega á honum, að hann veit það. Þótt prófessorinn álíti þá konu, sem hann hjálpaði, svo mikils virði, að hann geti réttlætt það fyrir sjálfum sér, að leggja heiður sinn og stöðu að veði fyrir öryggi hennar, þá er hún í mínum augum auðvirðileg persóna, sem skríður inn í skuggann og yfirgefur velgjörðarmann sinn í neyð." ( Prófessorinn: „Hún heldur aðeins loforð sitt. Ég bað hana að láta ekkert, hvorki sannleiksást né annað, hafa áhrif á sig í þá átt, að gefa sig frarn." Forseti réttarins: „Ætlar ákærandi að leggja fleiri spurningar fyrir vitnið?" Ákærandi: „Nei!" Forseti réttarins (við Hugo) : „Þér megið hlusta á réttarhaldið, ef þér viljið." Hugo: „Ég þakka, en þigg ekki boðið!" Forseti réttarins: „Þá er yfirheyrslu hinna stefndu vitna lokið." Verjandi: „1 máli þessu liggur fyrir játning ákærða um afbrot hans. Samkvæmt döhskum lögum hefir eigin játning að vísu mikla þýð- ingu, en er þó ekki einhlít út af fyrir sig, þótt mönnum kunni að finnast það einkenni- legt. Ég áskil mér rétt til að minnast frekar á þetta atriði, þegar skjólstæðingur minn hef- ir lokið máli sinu.“ Prófessorinn: „Ég ætla að snúa mér strax að aðalmálefninu og sýna yður ættartöluna. Hér sjáið þið tvær ættir: Annarsvegar er ætt Valda vagnhjóls hins eldra, illmennis og þjófs, sem stal meðal annars kerrahjólum frá vagna- smið og fekk af því viðurnefnið, sem enn loðir við ættina í 4. lið: Konan hans var Stutta- Jóhanna, sem dó af ofdrykkju. Um sama leyti dvelur Svarti-Hans, slagsmálahundur, í þurfa- mannaheimili. Hann ber böm sín svo þau verða að aumingjum. Sonur hans, Pétur, er eftirmynd föður síns. Hann giftist opinberri skækju, sem á tvö óskilgetin böm fyrir, Kristínu qg Maríu. María er snotur stúlka og þegar hún er 15 ára eignast hún bam með stjúpföður sínum, Pétri, og var bamið skýrt Katrín. Sonur Valda vagnhjóls hins eldra og Stuttu- Jóhönnu var Morten vagnhjól. Þessum manni er vart hægt að lýsa með nógu sterkum orð- um. Hann var þjófur og ræningi, var tvisvar granaður um morð og það á bróður sínum í annað skiftið. Þessar tvær ættir, ætt þjófsins og skækjunn- ar, koma saman við það, að Morten vagnhjól gekk að eiga Maríu. Katrín var þá sjö ára og fylgdi móður sinni. Þegar hún Var á átjánda ári eignaðist hún bam með stjúpföður sínum, og var það barn Valdi vagnhjól hinn yngri, sem ég mun minnast nánar á rétt bráðum. Við skulum fylgjast dálítið lengur með Katrtnu. Hún giftist mjög ung alræmdum þjófi, og það er Ijót saga sagan hennar. Hún legst með svo að segja hverjum sem er, skyld- 5. Hugo við yfirheyrsluna. 6. Ása, dóttir Thomsens prófessors (Grete Holm- er) við vitnagrindurnar, yfirheyrð af hinum opinbera ákæranda (Ejvind Johan-Svendsen) og forseta rétt-» arins (Peter Nielsen). 7. „Litum nú betur á þennan hér, þvi það er hann, sem mest kemur við sögu .... “ (Framhald á bls. 15). 8. „Nei, það nær engri átt!“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.