Vikan


Vikan - 02.05.1946, Qupperneq 11

Vikan - 02.05.1946, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 18, 1946 11 iiiiiiMiHiuiiiiimiiiiiHumimmiiMiiiiiiiiiuiimiiiMiiii IIUIHHIIHMIIIHIIHnMIHHIUHIMIMIIHIIIUHII 31 F ramhaldssaga: ■ MIIIIUUmiHHUUHIIIIHIUM Ættfaðirinn Eftir NAOMI JACOB. 'í'iiiiiiiuuiHUUHUUuuuiiiuuiimuiiiuHunmiuniui iiniiniiHniuiiniiuuuuiuiiiHiiHiiuiiuiHiniiHHnniiiniiiiiiumHiinmuiiiuuiuHuiiiiiiiiHuuiuiuiuiiiiHiHiiuiiiiii^ „Æ, þarna er þá Emanuel kominn! Nú get ég sagt söguna upp aftur! Á morgun kemur Ishmael frændi þinn aftur til Vínarborgar sem auðugur maður. Hann ætlar að búa héma hjá okkur, þar til hann finnur hæfilegt hús handa sér — nei, ég á við höll. Eru þetta ekki góðar fréttir? Hefi ég ekki alltaf sagt, að frændi þinn myndi koma aftur með mikla peninga ? Já, ég hefi alltaf búizt við þessu.“ Emanueí stóð steinþegjandi, en allt i einu varð hann eldrauður í framan. Þessar fréttir komu mjög óþægilega við hann. Hann trúði ekki, að Ishmael Hirsch hefði safnað sér peningum. Þótt hann væri jafnvel ríkur á þessari stundu, þá var Emanuel viss um, að þeir peningar myndu ekki duga honum lengi. Honum hafði aldrei verið það eins ljóst og nú, hversu mjög hann vantreysti móðurbróður sinum. Honum hafði fundizt það léttir, að mánuðirnir urðu að árum, án þess að Ishmael léti sjá sig í Vin. Hann leit á föður sinn og sá það á órólegum augum hans og skjálfandi vörum, að hann hafði sömu óbeit á Ishmael og hann sjálfur. „Ertu ekki glaður?" spurði Rachel hvöss í máli. „Nei, mamma, ekki sérlega — já, ég segi það þótt mér þyki það leitt.“ „Ég tek það nærri mér!“ svaraði hún fljót- mælt. „Þú særir mig djúpt með þessu. Síðan faðir þinn fékk fréttina um heimsókn Ismaels, hefir hann setið og bitið sig i varirnar, hrukkað ennið og svarað mér einsatkvæðisorðum. Eruð þið þá ekki betur innrættir en þetta?“ „Faðir minn er góðviljaðasti maðurinn í allri Vín,“ svaraði Emanuel. „Það er enginn, sem efast um það. En hann hefir smátt og smátt vanizt friðsamlegu og kyrrlátu heimilislífi, og ef til vill kvíðir hann því að fá fleira fólk inn á heimilið, — það verður til að raska ró hans.“ Móðir hans stóð á fætur, brjóst hennar gengu upp og niður og augun leiftruðu. „Það er óþarfi að afsaka föður þinn, Emanuel. Eg skil þetta allt mætavel — bróðir minn er ekki velkominn hingað. Það er ágætt, ég mun segja honum, að hann verði að finna sér íbúð eins fljótt og mögu- legt er. Ég vona svo, að þið getiö verið ánægðir.“ Hún fór út úr herberginu og lokaði hurðinni á eftir sér. Hermann andvarpaði og fól andlitið þegjandi í höndum sér. Emanuel stóð lengi og horfði á hann alvarlegur á svipinn og braut heil- ann um, hvort faðir sinn myndi nú sýna sér trúnaðartraust. Hermann leit upp og brosti til sonar síns. „Ég er hræddur um, að við höfum sært veslings mömmu. Það er ekki nema eðlilegt að hún gleðj- ist af að sjá bróður sinn aftur. „Hann andvarp- aði. „Það getur hugsazt að Ishmael hafi eitthvað bætt ráð sitt.“ „Já, hann gat nú ekki verri verið!“ „Maður verður að vera brjóstgóður og misk- unnsamur.“ Emanuel kreppti hnefana. „Brjóstgóður!“ hróp- aði hann. „Ég hefði gaman af að vita, hvað maður ætti að ganga langt í þvi efni. Á maður að vera óendanlega brjóstgóður, bæði efnislega og andlega, pabbi.“ Hann horfði með athygli á föður sinn og sá. hvemig fölt, veiklulegt andlit hans varð eldrautt og þá hugsaði hann með sér: „Nú ætlar hann að játa, hvað Ishmael Hirsch hefir kostað harln mik- ið. Þegar hann hefir gert það, þá getum við fyrst barizt saman á móti þessum þorpara, sem er frændi minn.“ En roðinn hvarf, og þegar Her- mann svaraði, var rödd hans eins mild og blíð og venjulega. „Það er skemmtilegt vandamál. Gyðingar hafa vissar skyldur — andlegar og efnislegar, jafnvel Gyðingur, sem stendur eins fjarri kristna söfn- uðinum og ég. Það væri erfitt að segja, hversu langt — Emanuel gekk að bókaskápnum og tók að leita að ákveðinni bók. Hann hafði allt í einu orð- ið reiður; hann fann, að faðir hans leyndi hann einhverju, og að trúnaði þeirra og hinu skemmti- lega samlyndi, sem hafði ríkt á milli þeirra í nokkrar vikur, var nú spillt. „Þakka þér fyrir, pabbi,“ sagði hann kuldalega. „Ég hefi engan áhuga á hártogunum. Ég er eins og þú mjög fjarri hinum strangtrúuðu. Gyðinga- vandamálin geta prestarnir einir átt við. Þeir einir hafa ánægju af að rökræða lögbók Gyðinga, en slíkt leiðist mér. Góða nótt!“ ’l'veimur dögum síðar kom Ishmael Hirsch og konan hans. Þegar Emanuel kom heim þá um kvöldið og gekk inn í borðstofuna, fann hann þefinn af steiktri gæs og matarborðið bar vitni um fyrirhöfn móður hans þennan dag. „Heimkoma týnda sonarins,“ hugsaði Emanuel. „Það er haldin veizla.“ Frændi hans stóð við arininn og teygði út hendurnar, þegar hann heils- aði systursyni sinum, tilgerðarlega. Emanuel sá, að hendur hans voru feitar og hvítar og að þær báru marga, gríðarstóra hringa. Hann hafði gildnað, og jakki hans og vesti voru úr fíngerðu, svörtu efni, sem gerði hann heldur grennri að sjá. Andlit hans var rautt og ócðlilega ^feitt, þannig að kinnarnar virtust liggja niður á hvít- um flibbanum. Hár hans var burstað yfir eymn, og þykkar varimar vom huldar stóru, gráu yfir- skeggi. Kona hans, sem var eins bólgin af fitu og hann sjálfur, lá í einum af gylltu stólunum, og sýndist Emanuel fitan liggja í lögum utan á henni. Frændi hans hrópaði hátt: „Þarna er þá eftir- lætisfrændinn minn, hinn fríði Emanuel. En hvað hann er orðinn glæsilegur. Ég er viss um, að allar ungar stúlkur í Vín andvarpa við hugsunina um þig. Er það ekki rétt til getið hjá mér, Ema- nuel?“ „Góðan daginn, Ishmael frændi.“ Emanuel rétti fram höndina og vatt sér undan faðmlögunum, sem hann fann að vofðu yfir honum. „Ég heiti ekki lengur Ishmael, drengur minn! Ég lærði það, áður en það var um seinan, að slíkt nafn var mér sem verzlunarmanni til mik- illar hindrunar. Ég vil ekki að menn segi: „Æ, Ishmael Hirsch er á móti öllum, og allir eru á móti honum.“ Þetta nafn var ótækt. Nú heiti ég Justus Hirsch. Finíist þér það ekki vera göfugt nafn ?“ „Það hljómar mjög fallega!" Emanuel hneigði sig fyrir frænku sinni og spurði: „Hvernig hefir dóttirin það?“ Hirsch komst allur á loft, þegar 4óttirin var nefnd. Hún gifti sig í kyrrþey — fyrir mánuði. Maðurinn er af franskri, göfugri aðalsætt og er ættamafnið Cariadies." Emanuel hrukkaði ennið: „Franskur? Ég þekkti einu sinni fólk frá Levanten, sem hét nafni líku þessu.“ Hirsch leit hálfilliiega til hans, eir brosið hvarf þó ek,ki af vörum hans. ,,Það getur vel verið, en tengdasonur minn er engu að síður franskur greifi, Philippe Cariadies." Þegar borðhaldinu var lokið, fóru þær Rachel Gollantz og mágkona hennar inn í annað herbergi, svo að karlmennimir gætu rabbað í friði yfir vín- staupum sínum. Hirsch hafði hneppt frá sér jakkanum, svo að hið glæsilega flauelisvesti hans sást vel, en neðstu tölurnar á því voru óhnepptar og skein þar i hvíta nærskyrtuna. Hann stakk þumalfingrunum í handvegina og bjóst til áð fara að tala. Hermann fátaði við vínstaup sitt, en Emanuel sat þráðbeinn og var eins og stein- gerfingur í framan. „Jæja, hvernig gengur hjá þér, Hermann ?" spurði Hirsch. „Svona þolanlega," svaraði Gollantz. „Við höf- mn ekki beinlínis rakað saman peningum, en höf- um þó staðizt alla samkeppni." „Það er ekki nóg!“ sagði Hirsch með kröftugri rödd. „Það sem maður þarf að hafa nú til dags, er hugrekki og hæfileika til að notfæra sér sem bezt tækifærin. Á þann hátt er hægt að afla sér peninga! Ég hefi sjálfur notað hvert tækifæri, get ég sagt þér.“ „Tækifæri til hvers?" spurði Emanuel hrein- skilnislega. „Til að afla mér peninga!" „Hvernig?" Hreimurinn var svo ósvífnislegur, að Hermann hætti að fálma á staupinu, og þegar hann leit upp, starði hann á son sinn. Andlit imga mannsins var sviplaust. „Hvemig? Þú’ spyrð, hvemig? Með vinnu og vera alltaf reiðubúinn til að grípa tækifærin —." „Skiptir engu máii þótt maður skíti sig út á viðskiptunum ? “ Blómlegt andlit Hirsch varð eldrautt, ljósleit augun stækkuðu og þykkar varirnar göptu heimskulega. Hann starði um stund þegjandi & systurson sinn, sneri sér síðan að Hermavmt: „Er sonur þinn vanur að tala þannig við gesti þina?“ Emanuel hallaði sér fram: „Nei, ekki við gesti okkar, aðeins við ættingjana, sem hafa tengzt okkur með hjónabandi föður míns! Maður velur sjálfur gesti sina — en ættingjamir skrifa og tilkynna. komu sína.“ „Það er ekki hægt að sætta sig við annað eins og þetta!" Nú brosti Emanuel í fyrsta sinn: „Já, ég skal játa það — þetta er ekki hægt að sætta sig við.“ „Ég hefi aldrei verið eins móðgaður og núna!" „Það getur vel verið. Sumir eru svo huglausir, aðra skortir hugrekki til að segja það, sem þeim býr í brjósti." Hirsch sneri sér að Hermanni: „Ætlarðu að lofa syni þinum að halda svona áfram i þínum húsum ? Ætlarðu að láta þennan græningja móðga bróður konu þinnar?" Hermann stamaði; andlit hans var fölt og drættimir þreytulegir. „Ef til vill hefir Emanuel verið mddalegur, sagt skoðun sína of —.“ Emanuel leit upp: „Pabbi, fyrirgefðu, má ég tala? Ég ætla að verja þig af því að ég sé, aö þú getur það ekki sjálfur. 1 tvö ár höfum við. hýst son þessa manns; hann hefir logið að þér, mér og móður minni. Hann hefir haft svik og óheiðarleik í frammi, en ég hefi ekki viljað koma upp um hann, því að með því hefði ég sært aðra. Pabbi, nú tek ég mér stöðu sem félagi þinn í verzluninni, sem er okkar eign. Hún verður að starfa á sama hátt og áður og má engan veginn

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.