Vikan - 06.06.1946, Qupperneq 4
4
VIKAN, nr. 23, 1946
A FULLRI
OKULÚÐURINN var þeyttur án afláts
og „Doris Doherty“ skreið hægt og
gætilega í gegnum þétta þokuna, sem var
tíður gestur, þarna í sundinu.
Skipstjórinn, ungur maður, stóð á
stjórnpallinum og starði fram fyrir sig.
Hann reyndi árangurslaust að sjá í gegn-
um þokumökkinn, sem hvíldi yfir hafinu.
Ur öllum áttum bergmáluðu öskur þoku-
lúðra, en þessi skip voru svo langt í burtu,
að engin hætta gat stafað af þeim.
Peter Miroy — skipstjóri og hluthafi í
„Doris Doherty“, sem var 323tonnogskráð
í Bristol, hafði oft siglt í þoku og ætíð
skilað fleytu sinni í örugga höfn, en svona
dimma þoku hafði hann aldrei séð áður.
Þokan virtist hanga í fellingum á bak-
borða og stjórnborða, en fyrir framan og
aftan skipið var hún allra þéttust.
Það var rigningarsalli, svo að stjórnpall-
urinn og stýrisklefinn voru hálir af rak-
anum, og öðru hvoru runnu stórir dropar
niður rúðurnar, sem vörðu stjórnpallinn á
alla vegu.
Hum—m! Hum—m! Hum—m! heyrðist
í þokulúðri einhvers staðar í nánd. Hljóðið
barst yfir vatnsflötinn og eins og buldi á
skrokki flutningaskipsins.
„Guð hjálpi okkur!“ tautaði Miroy. —
Hann beygði sig áfram og hlustaði. Andlit
hans var eins og höggvið í stein og hann
skerpti sjón og heym til hins ýtrasta, til
að geta ákveðið stað og stefnu hins skips-
ins.
Hum—m! Hum—m! Nú heyrði hann
greinilega í vitaskipi og hann vissi, að
hann gat ekki verið margar sjómílur frá
Margate. Hann hló biturt með sjálfum sér,
þegar hann sá í huganum ströndina, þakta
af börnum og sumargestum, sem röbbuðu
saman og nutu veðurblíðunnar án þess að
láta sér detta í hug, að þungbúinn'þoku-
bakkinn við sjóndeildarhringinn myndi um-
lykja mörg skip með þúsundum mannslífa
innan borðs og þar væri háð hörð barátta,
til að forða slysum.
Fólkið væri jafnvel ergilegt út af þoku-
lúðri vitaskipsins, en öskur hans myndu
sennilega láta hærra en dansmúsíkin.
„Þessi fjárans þoka!“ muldraði hann
fullur örvæntingar, því að vélin undir hon-
um gekk aðeins hægt, en ef skipstjórinn
hefði látið eftir löngun sinni, þá hefði
„Doris Doherty“ verið knúin áfram í gegn-
um sjávarlöðrið og ekkert verið hugsað
um hætturnar, sem kynnu að leynast í
þokunni og einungis reynt að ná til hafnar
sem fyrst.
Miroy kunni bréf konu sinnar utanbók-
ar. Hún bað hann að vera kominn heim,
áður en barnið fæddist.
„Og þetta var svo árangurinn af við-
leitni hans,“ hugsaði hann biturt með sjálf-
um sér. Vélin gekk lúshægt. „Hraðaðu
þér!“ hafði hún skrifað. Hann stundi. Bréf-
inu hafði þegar seinkað, þegar hann fékk
FERÐ -
SMÁSAGA eftir BRUCE GRAEME.
það. Ef til vill lá hún núna og kvald-
ist.
„Æ, guð minn góður, láttu mig koma í
tæka tíð,“ bað hann með sjálfum sér.
Það kom rauð þoka fyrir augu hans.
„Fari þessi þoka til fjandans — hann
skyldi komast heim í tæka tíð.“
Vélstjórinn klóraði sér í höfðinu og velti
vöngum af undrun. „Fulla ferð!“
„Hann hlýtur að vera snarvitlaus," sagði
vélstjórinn við kyndarana. „Hann skipar
fulla ferð áfram!“
Fyrsti stýrimaður kom á harða stökki
upp á stjórnpallinn.
„Herra skipstjóri,“ sagði hann, „skipið
— staða yðar-----.“
Miroy sneri sér við.
„Herra Henderson, ég bið yður að gera
skyldu yðar, en sletta yður ekki fram í
skipanir mínar.“ Hann brosti biturt, þegar
„Doris Doherty“ hentist allt í einu af stað
í gegnum þokuna.“
Öskur vitaskipsins dóu út í fjarska, og
hið eina hljóð, sem Miroy heyrði, var í
skrúfunni, sem þeytti vatnið í froðu.
Allt í einu heyrðist hrópað frá stjórn-
borða „Hratt á bakborða!” Miroy hrökk
við og sneri höfðinu — hann greindi dökka,
stóra þústu, sem nálgaðist óðfluga, og það
fór hrollur um hann við umhugsunina um
áreksturinn, sem virtist óhjákvæmilegur.
Með hinu meðfædda snarræði sjómanns-
ins togaði hann af öllum kröftum í þoku-
I VEIZTU — ?
; 1. Til hvers nota menn sporhunda?
| 2. Eftir hvem er Manfred, og hver þýddi
É hann á íslenzku?
| 3. Hvað og hvar er Ttibingen?
i 4. Hvað eru margir dagar á milli páska
og hvítasunnu?
= 5. Hvenær eru vorjafndægur ?
I 6. Hvemig hefir nóvember, sem þýðir
„níundi" orðið nafnið á ellefta mánuð-
inum í árinu?
\ 7. Hver var æðsti guðinn í rómversku
goðafræðinni ?
| 8. Hvaða lönd liggja að hertogadæminu
Luxemburg ?
i 9. Hvenær var Fiskifélag Islands stofnað ?
i 10. Hvenær var landshöfðingjadæmi stofn-
að á Islandi, og hver var fyrstur skip-
= i aður í það embætti?
Sjá svör á bls. 14.
lúðurstaugina, þaut síðan að stýrinu, og
ásamt hásetanum, sem stóð við það, sneri
hann því eins og hann gat. „Doris Doherty“
lét að stjórn og tók stóran boga, svo að
skipin skriðu fram hjá hvoru öðru með
tæpri meters- f jarlægð.
Hættan var liðin hjá og forðað hafði
verið árekstri, en Miroy og það af áhöfn-
inni, sem var á stjórnpalli, starði mállaus
á þústuna, er skreið framhjá.
Slíkt skip — ef hægt var að kalla þetta
því nafni — hafði enginn áður séð. Kinn-
ungurinn var brotinn og á hlið þess á
stjórnborða var gapandi rifa. Skipsskrokk-
urinn var rauður af ryði — það er að segja,
það sem sjáanlegt var af honum, því að
hann var að mestu leyti þakinn þangi og
kræklingum.
Stjórnpallurinn var mannlaus, en sand-
ur, þang og steinar lágu um hann allan.
Enginn reykur kom úr strompinum og hið
eina, sem sást þarna lifandi, voru bröltandi
krabbar. Jú, við stýrið stóð leyndardóms-
full vera, klædd olíufötum — þetta var
eins og vofa, sem starði fram fyrir. sig,
hreyfði sig ekki, en hélt sér dauðahaldi í
stýrið með hnútóttum höndum.
Þokulúðurinn þagði og ekkert vélaskrölt
heyrðist. Alls staðar ríkti dauðaþögn.
Skipið var horfið. Miroy deplaði augun-
um og rýndi út í sótsvarta þokuna.
Hann sneri'sér við, reikaði eins og drukk-
inn maður og vætti þurrar varirnar með
tungubroddinum. Stýrimaðurinn starði á
hann skelfdum augum.
„Drottinn minn!“ stundi Miroy og síðan
heyrðist hringing vélaklukkunnar. „Doris
Doherty“ minnkaði ferðina og fór nú löt-
urhægt.
„Þetta — þetta skip var Gloríus Devan,
og við stýrið stóð gamli félagi minn, Bill
Forman, -— en honum bjargaði ég einu
sinni úr lífsháska.“
Áður en fyrsti stýrimaður gæti svarað,
heyrðist aftur öskur í þokulúðri — svartur
skuggi kom í áttina til þeirra og þeir sáu,
að þetta var gríðar-stórt austurlandagufu-
skip.
Skipin skriðu fram hjá hvoru öðru með
litlu millibili, en þegar gufuskipið var
horfið í þokuna, vætti Miroy aftur var-
irnar. — Hefði „Doris Doherti" verið á
fullri ferð, þá hefði árekstur verið óum-
flýjanlegur.
Hné hans létu undan honum, hann skalf
eins og gamalmenni og svitinn lak niður
andlit hans. Hinu snögga æði hans var
lokið. Hann skildi nú, hvílíkt flan þetta
hafði verið hjá honum, og hversu margt
illt hefði getað leitt af því.
„Bill Forman — Glorius Devan — ég
bjargaði honum — og nú launaði hann
mér þánn greiða,“ muldraði hann með
sjálfum sér.
Að síðustu komst „Doris Doherty" út
úr þokubakkanum og náði ákvörðunarstað
sínum. Miroy kom heim, áður en sonur
hans fæddist.
„Vitið þið,“ sagði hann við félaga sína
Framhald á bls. 14.