Vikan - 06.06.1946, Síða 6
6
sig upp með miklum erfiðismunum; hann rétti
úr sér og horfði í augu hennar. „Lois, ég get
alveg eins sagt það eins og það er, ekki satt?“
„Jú, auðvitað."
„Þú ert svo sterk — og ég er ræfill, óhamingju-
samur vesalingur. Guð gæfi, Lois, að ég hefði
aldrei orðið á vegi þínum.“
„Ó, hættu nú,“ bað hún. „Segðu mér það allt
eins og það er. Og ef þig brestur hug, þá mundu
það, að ég elska þig og mun ávallt elska þig.
Hvað sem fyrir kemur, getur það aldrei orðið
öðruvísi."
„Ég veit það,“ mælti hann. „Ég finn það —
og það gerir aðeins illt verra. Bara að þú elskaðir
mig ekki svona heitt.“
„Það get ég ekki. Hvað sem fyrir kemur, John,
þá hefir ást mín til þin gert líf mitt miklu auð-
ugra.“
„Ég hefi eyðilagt lif þitt.“
„Hvemig þá?“
Hann stóð niðurlútur og hendumar krepptar um
sverðshjöltun.
„Lois, þú hafðir rétt fyrir þér. Ég er hræddur
— vonlaus, hræddur, svo að stappar örvæntingu
næst. Ég veit ekki, hvemig ég á að horfa í augu
þér, litla stúlkan min. Ég —.“
Hún greip fram í fyrir honum og lagði hönd-
ina blíðlega á öxl hans. „John, þú þarft ekki að
segja meira. Ég trúi, ég skil -— óskar þú að fá
frjálsræði þitt aftur, John?“
Hann svaraði ekki. Hún lét höndina hvíla á
öxl hans og starði í andlit honum, sem hann hálf-
sneri undan.
„Þú elskar mig ekki lengur?“ mælti hún að
lokum.
„Ég verð að fá frjálsræði mitt aftur."
„Þú svaraðir ekki spumingn minni. Elskar þú
mig? Ef svo er ekki, er ekki meira um það að
tala. En ef það er einhver önnur ástæða, sama
hver hún er, þá sleppi ég þér ekki.“
„Þú ert alltof góð handa mér,“ mælti hann í
örvæntingu.
„Farðu nú ekki í kringum málefnið, John. Svar-
aðu mér. Elskar þú mig?“
„Nei.“
„Þú elskar mig ekki lengur?“
„Ekki eins og — eins og maður verður að elska
þá stúlku, sem á að verða konan hans.“
Ennþá hvíldi hönd hennar á öxl honum. 1 brjósti
hverrar konu, jEifnvel hinnar lítilmótlegustu, felst
heill heimur af meðaumkun og hluttekningu. Og
hjarta Lois þrútnaði að viðkvæmni móðurinnar,
þegar hún horfði í hið sorgmædda andlit hans,
enda þótt hann hefði aldrei nema eyðilagt framtíð
og líf hennar sjálfrar. Hún vissi að hann leið
meira en hún og það skar hana í hjartað.
„Farðu nú, John,“ mælti hún blíðlega. „Við
skulum ekki standa hérna og barma okkur yfir
því, sem ekki getur öðruvísi verið. Ef þér hefir
skjátlazt — og það hlýtur að vera — þá veit
ég, að það kvelur þig eins mikið og mig.
Þú mátt ekki halda, að ég beri nokkra gremju í
brjósti eða sé reið. Það er mér gleði, að þú hefir
verið svona hreinskilinn. Það hefði verið hræði-
legt, ef ég hefði orðið að uppgötva þetía sjálf.“
„Lois, ég verðskulda ekki góðvild þína.“
Hann ætlaði að grípa hönd hennar, en hún
færðist undan.
„Nei, nú verður þú að fara. Þú skilur sjálf-
sagt, að þetta hefir verið þungt högg fyrir mig.
Ég er þreytt. Ég verð að vera dálitla stund ein
-— áður en ég segi þeim það.“
„Ég skal segja það, Lois,“ mælti hann fast.
Hún hrissti höfuðið.
„Það er betra að ég geri það. Ég létti þá byrði
þina. Ég get hlíft þér við því.“
Hann hló hátt, beiskjublandinn örvæntingar-
hlátur. „Hlíft mér? Hvers vegna ættir þú að
hlífa mér? Og heldur þú að ég sé hræddur við
þau, eftir að hafa staðið frammi fyrir þér?“
Hún sneri sér við og gekk hægum skrefum
burt frá húsinu.
„Þau eru á svölunum,” mælti hún þreytulega.
„Ef þú getur, þá segðu það núna.“
Rómurinn brást henni. Hún var alveg lömuð
og var þakklát fyrir, að hann gerði enga tilraun
til að stöðva hana eða fylgja henni eftir. Þegar
hún nálgaðist gamla bungalowinn, fannst henni
að hjarta sitt myndi bresta. Næstum án þess að
vita hvað hún gerði, skaut hún vafningsviðnum
til hliðar — siðast hafði Stafford gert það fyrir
. VIKAN, nr. 23, 1946
hana! —■ og gekk inn í skuggalegt herbergið. Allt
var eins og áður. Hún fleygði sér niður fyrir
framan stólinn og huldi andlitiö i höndum sér.
Þannig fann ofurstinn hana klukkustund síðar.
Mrs. Carmichall lyfti ungu stúlkunni, sem var
hálfmeðvitundarlaus, upp og tók hana í faðm
sér.
„Ó, Lois, litla, litla Lois,“ hvíslaði hún með
móðurlegri viðkvæmni, „litla stúlkan mín; láttu
þetta ekki fá svona mikið á þig.“ En þegar henni
varð litið á hið föla, örvæntingarfulla andlit,
braust sorg hennar og gremja út fyrir öll tak-
mörk. „Elsku Lois min! Hann var þin ekki verður.
Hann er þorpari. Hann vildi engar skýringar gefa,
en ég vissi ástæðuna vel og sagði honum hana
upp í opið geðið á honum. Það er þessi stelpa,
hún Beatrice Carry. Og hann neitaði því heldur
ekki. Og ég skal ekki vera þeim Þrándur í Götu.
Elsku litla stúlkan min. Taktu þér þetta ekki
svona nærri. Þú hefir þó okkur ennþá — við
bregðumst þér ekki.“
Lois lyfti hægt upp höfðinu.
„Það var rangt af mér að taka þessu svona,“
mælti hún. „Frændi, heldur þú að þér væri nokkuð
móti skapi að aka mér til klúbbsins? Ennþá er
hægt að ná þangað á réttum tíma og ég á að
keppa við Webb kaftein. Það er engin ástæða til
að eyðileggja leikinn fyrir öðrum, þó að — þó
að þetta hafi komið fyrir. Fólkið á ekki að gjalda
þess.“ Hún leit biðjandi í andlit honum. „Ó, þú
mátt til með að hjálpa mér.“
Carmichall ofursti kinkaði kolli. Hann var
hrifinn af henni. En hann tók þetta sárt, því
að hann skildi nú, að þau gátu ekki hjálpað henni
eða huggað. Hversu heitt sem þau elskuðu hana,
gátu þau ekki bætt þetta, og það, sem hafði verið
stolt hans og gleði, var nú eyðilagt.
En langt frá þessum stað lét maður nokkur
hest sinn lötra undir brennandi'sól. Andlit hans
var náfölt og örvæntingin skein úit úr því. Hann
veitti engu eftirtekt í kringum sig og virtist vera
tilfinningalaus. Einnig hann leið — en engin iðnm
eða eftirsjá blandaðist saman við sálarkvalir hans.
Hann hafði breytt rétt og eftir sannfæringu sinni
verið bæði réttsýnn og miskunnsamur.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Mamman: Langar ekki Lilla til að sjá, þegar pabbi leggur
teppið ?
Pabbinn: Auðvitað langar Lilla til þess; láttu hann bara
á gólfið, hann fylgir pabba eftir, elsku vinurinn!
Pabbinn: Nú verður Lilli þægur og rólegur og horfir á
pabba — en Lilli má ekki vera fyrir pabba.
Lilli: Go-go!
Lillf: Da-da! Pabbinn: Nú er ég alveg að verða Lilli: Va-va! Va-va!
Pabbinn: Leiktu þér, Lilli minn, pabbi búinn, Lilli minn.
hefir mikið að gera!