Vikan - 01.08.1946, Qupperneq 7
VTKAN, nr. 31, 1946
7
Andlitsduftið.
Framhald af bls. 3.
ur, svangur og ánægður. Irene sat og horfði
á hann. Hún furðaði sig á því, að það stakk
hana að sjá gleði hans. Hún átti engan
þátt í henni, hún var jafnvel sprottin af
einhverju því, sem hún óttaðist mest-----
„Ertu þreytt?“ spurði Georg aftur, þar
sem hann fékk ekkert svar. Hún hló dá-
lítið - þreytt? Já hún hafði vitanlega verið
á hárgreiðslustofunni og hjá saumakon-
unni og haft mikið fyrir því að neita að
vinna við góðgerðarskemmtun. Irene
hataði skemmtanir fyrir allskonar hjálpar-
starfsemi. Þessar tilgerðarlegu „hjálp-
sömu“ yfirstéttarkonur fóru svo hræðilega
í taugamar á henni með þessari átakan-
legu hjálpsemi og helgisvip. Annað hafði
hún ekki gert, svo að hún gat í rauninni
ekki sagt að hún væri þreytt. Hún hafði
nú annars leikið tennis við Miriam-------
„Nei, ég er ekki þreytt, það liggur
prýðilega á mér. Það er ekkert að.“ Augna-
ráð hennar hvíldi á Georg. Það var undar-
legt, hvað hún var alltaf jafnástfangin af
honum og í fyrsta skiptið, sem hún sá
hann, þá hafði hún tekið viðbragð, þegar
hann horfði í augu hennar. Honum fóru
einkarvel þessi dökku föt, þau fóru honum
víst bezt-----allt í einu stimaði hún upp.
Á annari öxl hans sást greinilega ljós
blettur. Andlitsduft! Hann leit upp um
leið.
„Segðu mér, hvers vegna ertu í vondu
skapi?“ spurði hann. „Hefir eitthvað kom-
ið fyrr þig eða skapraunað þér?“
Hún svaraði ekki, en stóð upp og gekk
að glugganum. Andlitsduft á jakkanum
hans Georgs! Það var ekki hennar duft,
heldur annarrar konu! Henni fannst eins
og heimurinn væri að farast. Dálitlu
seinna, þegar Georg hafði lokið við að
borða og rauf hina óþægilegu þögn með
því að fletta kvöldblaðinu, fór hún inn í
svefnherbergið sitt og fór að hugsa, án
þess að hún vissi hvað hún ætti að hugsa
um, og hvernig hún ætti að komast að ein-
hverri niðurstöðu. Nokkru seinna kom
Georg inn til hennar. Hann settist á rúmið
hennar um leið og hann geispaði og fór úr
jakkanum.
„Hum, ég held ég fari að hátta,“
muldraði hann „ég er nú þrátt fyrir allt
dálítið þreyttur. Ég missti hnapp af jakk-
anum mínum, geturðu ekki séð um, að
hann verði lagfærður? Ég fer að hátta
núna.“
Irene fann allt í einu, að hana langaði til
að hann kæmi til hennar og kyssti hana,
en hún þorði ekki að sýna honum, hversu
hún þráði það. „Já, góða nótt, ég ætla líka
að hátta snemma." Þegar hann var farinn
tók hún jakkann hans. Ljósi bletturinn
var alveg greinilegur. Hún fann daufa
lykt af sætu ilmvatni. Það var ilmvatn,
sem henni sjálfri gæti aldrei dottið í hug
að nota. Hvernig skyldi sú stúlka vera,
sem notaði það? Hún sá fyrir sér vin-
konur sínar. En engin þeirra gat komið til
greina. Þetta var ekki tælandi dýrmætt
ilmvatn, heldur ódýrt og venjulegt. Við-
kvæm, góð og saklaus stúlka? Ilmurinn
átti ekki við öðruvísi stúlku? Allt í einu
minntist hún símasamtals. Það var í eina
skiptið, sem hún hafði talað við einkarit-
ara Georgs. Þá hafði hún hugsað til þess
brosandi, að rödd hennar líktist fremur
skólastelpu en skyldurækins einkaritara.
Hún hafði skemmt sér við það þá. En nú
gerði það hana allt í einu dauðskelfda.
Hún reyndi að hugsa sér þessa konu — nei,
hún hlaut að vera ung stúlka. Hún hafði
víst aðeins verið í stuttan tíma hjá Georg
------Skyldi hún vera lítil og ljóshærð,
með marga lokka, barnsleg blá augu og
með mikið andlitsduft? Mikið ljóst andlits-
duft? Það sást á jakkanum hans Georgs.
Stúlkutegund, sem er mjög hættuleg fyrir
fullorðna menn, en þó hélt hún að Georg
mundi ekki hrífast af slíkri stúlku. Átti
hún að tala alvarlega við hann, spyrja
hánn til þess að fá að vita sannleikann?
Nei, ekki undir eins, Georg var þreyttur.
Það var bezt að bíða.
Daginn eftir horfði Irene niður eftir
götunni á þeim tíma, sem hún átti von á
að Georg gæti komið heim. Það var nú ef
til vill nokkuð snemmt að gá að honum, en
hún fann að hún varð af öllum mætti að
útiloka þá hugsun að nokkuð gæti verið,
sem tefði hann og tældi hann frá henni.
Hann gat ekki verið ástfanginn af annarri.
Mátti það ekki! — Hún gekk inn í húsið
með grátstafinn í kverkunum, hún gekk
inn í svefnherbergi sitt og settist á rúmið
sitt. Hún varð að hætta að hugsa um þetta.
Hún vildi ekki hugsa um það. En henni
fannst þessi sæta ilmvatnslykt loða við
allt, sem hún snerti. Hana langaði til þess
að vita hver notaði það, en það var eins
og eitthvað hindraði hana í því að heim-
sækja Georg á skrifstofuna. Hún gat ekki
hugsað sér að koma þangað og ef til vill
valda óþægindum ef þetta væri satt--------
Hún þrýsti höfðinu niður í koddann.
Allt í einu yfirbugaði örvæntingin hana.
Þó að hún neyddist til að hafa gluggana
opna dag og nótt, þá varð hún að losna við
þessa andstyggilegu lykt. Hún elti hana
stöðugt. Hún hafði elt hana frá því að hún
hafði fundið hana af jakka Georgs. Hún
vissi vel að það var engin lykt í herberg-
inu, heldur hafði hún hana á tilfinningunni
og það gerði hana alveg örvinglaða.
Þegar hún stuttu síðar leit á úrið sitt,
sá hún að hún hafði sofnað. Klukkan var
yfir sex og enn þá var Georg ekki kom-
inn. Allt í einu fannst henni eins og eng-
inn í heiminum væri eins einmana og
yfirgefin og hún. Hennar var í rauninni
engin þörf hér í húsinu. Það eina sem hún
lifði fyrir var Georg, og ef nú------nei.
Það mátti ekki vera svona. Til hvers gat
hún flúið nema hans? Allt í einu mundi
hún eftir Daniel, Daniel litli! Hún sá hann
í rauninni alltof sjaldan. Hvernig gat hún
gleymt honum, skipt sér svona lítið af
honum? Þessi sektartilfinning yfirbugaði
næstum því allar hugsanir hennar um
Georg, og hún hljóp undir eins að dynm-
um og upp stigann sem lá upp í litla
barnaherbergið. Barnfóstran var líklega
að hátta hann núna. Það hlaut að vera
kominn háttatími fyrir svona litla veru.
Hún opnaði dyrnar og leit inn í herbergið.
Daniel lá á stórum kodda á miðju borðinu
og spriklaði kátur, þegar barnfóstran
reyndi að greiða úr litlu lokkunum hans.
Og við hlið hennar stóð Georg! Undrandi
gekk hún til hans, en það leið dálítil stund
áður en hann tók eftir því að hún stóð hjá
honum. Hann var svo niðursokkinn í að
leika sér að litlu höndunum, að hann leit
ekki upp fyrr en hún kom við handlegg
hans.
— — Góðan daginn, vina mín, ertu
komin, ég vildi ekki ónáða þig af því að þú
svafst. Rödd hans var dálítið feimnisleg.
— Og svo fór ég beint hingað, bætti hann
við afsakandi.
Irene leit fyrst á Daniel og síðan á
Georg. Og allt í einu fann hún aftur þessa
sætu ilmvatnslykt. Hún ieit á talkúmdós
bamsins. Hún þreif hana í flýti og lyktaði.
Jú, þetta var ilmurinn, þessi sæti, barns-
legi og dálítið venjulegi ilmur. Hún hristi
ofurlítið í höndina og lyktaði að því, bein-
línis andaði ilmnum að sér. „Segðu mér,
Georg,“ sagði hún „fórstu líka hingað upp
í gær áður en þú komst inn í borðstofu til
mín?“ Hann svaraði dálítið feimnislega:
„Já, þú veizt, að þar sem ég kem venju-
lega svo seint heim, sé ég aldrei þegar
verið er að hátta hann. Svo að ég flýtti
mér þess vegna hingað upp í gær. Og í
dag vildi ég ekki trufla þig af því að þú
svafst.
Daniel litli fór allt í einu að sprikla
ákaft af því að pabbi hans var hættur
að horfa á hann, Georg brosti hamingju-
samur og tók með annarri hendinni um
hina litlu hönd sonar síns en hina lagði
hann á öxl Irene og hvíslaði:
„Finnst þér hann ekki fallegasti dreng-
urinn í heiminum ?“
„Jú, það finnst mér“ svaraði hún og
stráði í kæti sinni dálitlu af talkúminu á
öxl Georgs.
Stúlkan: Þa3 er ekki öi-uggt, þótt hann gelti,
hann gœti bitið lika!