Vikan


Vikan - 08.08.1946, Blaðsíða 14

Vikan - 08.08.1946, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 32, 1946 Einkennilegur gestur. SMÁSAGA EFTIR SELVU NDERICH. 17" VIKMYND ALEIKSTJ ÓRINN lagði blaðið frá sér. „Hver getur þetta verið,“ muldraði hann um leið og hann gekk fram til þess að opna. Maður í gráum frakka og virtist vera mjög æstur bað um að fá að tala við hann. Leikstjórinn bauð honum inn fyrir og settist í hægindastól. „Fáið yður sæti, og segið mér frá er- indi yðar!“ Aðkomumaðurinn fékk sér samt ekki sæti. „Ég kem í alveg sérstökum erindagjörð- um,“ hvæsti hann, um leið og hann tók utanum mittisól sína. — Ég kem til þess að segja yður frá því, að það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að bjóða karl- manni!“ „Nú, jæja,“ sagði leikstjórinn og fór að verða forvitinn. „Þér hafið kvænst komungri stúlku, sem elskar yður ekki neitt! Þér hafið keypt hana! Þér hafið keypt Susönnu mína, tekið stúlkuna mína frá mér, stúlk- una, sem hugsar aðeins um mig, og ég elska.“ „Susanna yðar?“ „Já, Susanna mín! Mín! Því að ég á hjarta hennar og hugsanir. Þér eigið líkama hennar, þér hafið keypt hann! 'Skepnan yðar! En þér getið ekki keypt ást hennar, því að hana á ég! Skiljið þér, ég á hana einn! Hann gekk nær hæginda- stólnum, það var æðisglampi í augum hans. Þegar ég yfirgef þetta hús, er hún frjáls aftur! Laus við yður, — veslings, litla Susanna mín. Þá á ég hana, ég, ég, ég! Leikstjórinn hallaði sér aftur í stólinn. „Þér eigið þá við það, í stuttu máli, að þér hafið í hyggju að myrða mig með þessum þama?“ Hann benti á beitta hnífinn. „Já! Ég ætla að myrða yður. Rista yður í sundur, svo að blóðið fossi úr yður. Úr yðar andstyggilega, síngjama líkama. Þér megið trúa því, að þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem ég tek réttvísina í mínar hendur. Ég hefi nefnilega rétt til þess.“ Rödd mannsins varð skræk, hönd hans greip fastara um hnífinn, hnúarnir urðu hvítir. „Alls ekki lélegt!“ sagði leikstjórinn. „Lélegt?“ sagði hinn undrandi. „Já, ég á við að þér leikið ágætlega.“ „Málalengingar yðar koma mér ekkert við. Ég kem hingað til þess að útrýma meindýri, og ég get ekki eytt tíman- um-----------.“ Dálítið bros lék um varir leikstjórans. „Þakka yður fyrir, þetta er ágætt,“ sagði hann — „það er mjög frumlegt að sýna hæfileika sína á þennan hátt, og þó 337. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. sjóari. — 6. ófriðar- tími. — 9. hitta. — 10. ákvæði. — 11. svola. — 13. samkomuhús. — 15. mistur. — 17. herma. — 18. ögra. — 20. sein á morgnana.— 24.skreyta. — 25. sæmilega. — 27. gkap. — 29. gildu. — 31. leiti sátta. — 32. góða.— 33. efnaleysi. — 35. gamla. — 37. band. — 40. viljuga. — 41. skriðdýr. — 43. rétta skoðunin. — 46. birtan. — 48. tregt. — 49. fundur. — 50. sneru. — 51. snjór. — 52. inniluktur. LASrétt skýring: 1. húð. — 2. veltum. — 3. bára. — 4. æmta. — 5. baktala. — 6. þiðgengar. — 7. skip. — 8. teym- andi. — 12. illyrmi. — 14. rauðlituð. — 16. ásjóna. — 19. gætur. — 21. mælirinn. 22. vöðvalítill á út- limum. — 23. skelfisk. — 26. dúkagerðarmann. — 28. mann. — 29. meðal, sem dregur úr þjáningum. — 30. drykkjarílát. — 31. henda. — 34. þjálfast. — 36. átt. — 38. slátur. — 39. göngur. — 42. mólu. — 44. tæþ. — 45. væri eigandi. — 47. skelf- ing. Lausn á 336. krossgátu Vikunnar. JLárétt: — 1. kaldljmd. — 6. sandur. — 9. ærin. — 10. ask. — 11. pæla. — 13. eitlum. — 15. keit- unni. — 17. geð. — 18. leki. — 20. afræki. — 24. salur. — 25. tárast. — 27. viku. — 29. flatt. — 31. delar. — 32. ökum. — 33. loðdýr. — 35. leysa. — 37. arðinn. — 40. tein. — 41. kul. — 43. um- jafnar. — 46. dúkum. — 48. ótta. — 49. auð. — 50. dæmi. — 51. gaspra. — 52. aðkastið. Lóðrétt: — 1. krappa. — 2. iokkur. — 3. lopi. — 4. nælu. — 5. drang. — 6. sneiða. — 7. dal. — 8. rímliður. — 12. ættir — 14. töluverð. — 16. nestið. — 19. erill. — 21. fólk.. — 22. ættmenni. — 23. kát. — 26. allaum. — 28. kann. — 29. föstu- dag. — 30. auli. 31. dýr. — 34. dauft. — 36. skunda. — 38. iðrast. — 39. nauðið. — 42. ljóma. — 44. atið. — 45. naga. — 47. kös. Svör við Veiztu — á bls. 4: 1. Aðeins tvær: Indverski-fíllinn og Afríku-fíll- inn. 2. Hann er fæddur 1782 í Genova, dáinn 1840. 3. Missísippi, ásamt þverá sinni Missouri, er taiið lengsta fljót heimsins, 7000 km. 4. Hann fól hana þjóðhöfðingjanum. 5. London. 6. Priðrik 2. af Prússlandi, Jósep 2. í Austur- ríki, Katrín 2. í Kússlandi og Gústaf 3. í Svíþjóð. 7. Stephan G. Stephansson. 8. Þorvaldur Gizurarson í Hruna, faðir Gizurar jarls. 9. 1906. 10. Nálega 10 m. að ég þekki yður ekki neitt, þá ætla ég strax að bjóða yður hlutverk sem áhorf- andi við veðreiðar í kvikmynd, sem við erum nú að taka. En flýtið yður nú heim og farið í önnur föt. Eða telst það með hlutverkinu að koma í náttfötum undir frakkanum?“ I þessu var hurðinni hrundið upp, tveir lögregluþjónar þutu inn. Þeir þrifu mann- inn, og hnífurinn datt á gólfið. „Við sáum að hann fór hingað inn. Þetta var víst á síðustu stundu. Hann er nýsloppinn úr einni deild geðveikrahælis- ins. Hættulegur maður með morðæði. Fyrr- verandi leikari! Þakkið þér skaparanum fyrir heppni yðar, herra leikstjóri.“ Það má sjá það á augunum í kvikmynda- stjömunni Angeli Green, að hún er ekki svo lítið hrifin af manninum, sem hún er að dansa við.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.