Vikan


Vikan - 24.10.1946, Blaðsíða 3

Vikan - 24.10.1946, Blaðsíða 3
VTKAN, nr. 43, 1946 3 Þessa mynd kallar Kristinn „Ríð ég, háan Skjaldbreið skoða" og var hún upp- haflega gerð í tilefni af listamannaþinginu á 100 ára dánarafmæli Jónasar Hallgrimssonar. ráði eiginleikar fyrirmyndarinnar alfarið, þá er hætt við að hið listræna verði að mestu fyrir borð borið. En sé lítið sem ekkert hirt um eðli og „karakter" fyrirmyndarinnar, verða tengsli mynd- arinnar við fyrirmyndina svo lítil, að ýmsum finnst það hálfgert gabb að tengja nafn hennar við myndina, og að þá væri eðlilegra, að myndin væri algerlega óhlutkennd mynd. Þetta bil beggja hef ég reynt að þræða í flestum tilfellum, eftir því, sem mér hafa þótt efni standa til í hvert sinn. Þegar talað er um hreyfingu og kyrrð, kemur greinilega í ljós þessi mismunur, sem nefndur var hér að framan, milli eiginleika fyrirmyndarinnar annarsvegar og myndarinnar sem sérstaks hlut- ar hinsvegar. Báðar þessar tegundir hreyfingar og kyrrðar í mynd- um eru gömul fyrirbæri í myndlistinni. Þó hefur það verið mjög mismunandi, hvort væri meira áberandi á hverjum tíma, kyrrð eða hreyfing, eða með hverjum hætti þessir eiginleikar væru túlk- aðir. Ég legg mikla áherzlu á báðar þessar tegundir hreyfingar í Framhald á blaðsíöu 7. ItiálveFkasýning Kristins Péturssonar Um þessar mundir, eða dagana 12.—23. þ. m., að báð- um dögum meðtöldum, heldur Kristinn Pétursson mál- verkasýningu í Listamannaskálanum. Sýnir hann hundr- að myndir, 35 olíumálverk, 16 teikningar og um 40 vatns- litamyndir, „pastel“ o. fl. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og eftirtektarverð og þarf enginn, sem gaman hefir af slíkum sýningum, að iðrast þess að skoða sýninguna, þó að sumt sé þar á þann veg, að almenningur er því ekki vanur. Það þroskar einmitt dómgreind manna að sjá sem fjölbreytilegastar sýningar og kynnast hinum ólíku við- fangsefnum listamannanna og vinnubrögðum þeirra. Kristinn hefir ekki sýnt neitt undanfarin tíu ár, en hafði áður fyrr margar sýningar í Reykjavík, svo að það er sérlega gaman að því fyrir þá, sem þær sýningar sáu, að fara og skoða þessa og bera saman. Það er nýbreytni Lögberg á Þingvöllum. hjá Kristni, að í sýningarskránni er greinargerð frá honum sjálfum viðvíkjandi myndum hans og fer hún í heili lagi hér á eftir. Heiðruðu sýningargestir! Allir þekkja það, að segi maður einhverjum það, sem manni liggur verulega á hjarta, þá er flestum óljúft, að það sé algerlega misskilið. En nú er öll list einhverskonar frásögn eða tjáning. Að því athuguðu virðist fullkomin þörf á því, að gerðar séu einhverjar tilraunir til þess að draga eitthvað úr þeim misskilningi, sem oft vill verða milli höfunda mynda og myndskoðenda. Má sjálfsagt að einhverju leyti rekja þennan miskilning til þess, hve listin er orðin breytileg og óhefðbundin á vor- um dögum. Óhlutkennd list og náttúrueftirlíking hafa þekkzt hlið vi'ð hlið og blandaðar saman í myndlistinni frá hennar fyrstu dögum. En sennilega hafa menn aldrei deilt jafn heitt um ágæti hvorrar tegundar fyrir sig sem síðustu áratugina. En þær deilur eru í mínum augum sama eðlis og það, hvort sé betri brúnn eða rauður. Það liggur því í hlutarins eðli, að beggja þessara viðhorfa gætir á sýningu þessari. Eru þau ýmist strangt aðskilin eða þeim blandað saman í sömu mynd. 1 eftirlíkjandi list eru þau tvö sjónarmið æfagömul, hvort lögmál myndarinnar eða lögmál náttúrunnar, sem myndin túlkar, eigi að ráða í myndinni. Hvort t. d. fjarvídd náttúrunnar (perspektiv) eigi alger- lega að ofbjóða flatarverkum flatarins, eða myndflöturinn sé raunveru legri og þýðingarmeiri fyrir myndina sem sjálfstæðan hlut heldur en f jarvídd náttúnmnar. 1 eftirlíkjandi list verður jafnan að fara nokkuð bil beggja, því að Þetta er ein af sjö myndum, sem Kristinn kallar „hið tæra mál myndlistarinnar.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.