Vikan


Vikan - 18.03.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 18.03.1948, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 12, 1948. Seinni Ég hafði verið í sendiferðum fyrir hús- bónda minn, úti í bæ, og skrapp nú inn í skrifstofuna, til þess að athuga hvaða pantanir hefðu komið meðan ég var fjar- verandi. Ég datt ofan á þenna miða: „Herra F.d. vefnaðarvörusali í Drott- ningargötu, pantar lokaðan vagn með fjórum sætum, út í Hagalund, klukkan sjö í kvöld.“ Það voru nú svo sem átta mánuðir síðan ég ók konunni hans fyrrverandi út í Norr- backa, kvöldið góða, en eigi að síður hrökk ég hatramlega við, þegar ég sá nafn þessa manns. Og mér fannst ég heyra aftur orðakastið, sem ég af tilviljun varð vitni að, svo geðugt sem það var, þetta kalda vetrarkvöld. Eitt er til, sem er enn verra en að drýgja glæp, og það er að verja glæpinn, eink- um þegar vömin er ekki annað en mdda- legar móðganir í garð þess, sem saklaus er svívirtur, eins og þar var gert. Geri ég ráð fyrir, að þetta hafi verið ástæðan til þess, hve rótgróið ógeð ég hafði á þessum manni, þótt ég gerði mér það varla ljóst. Það var naumast vegna þess eins að hann var ótrúr, slíkt er nú einu sinni svo algengt í heimi hér, því miður. Nú, og svo er það nokkuð sem konunum einum kemur við. Eg ákvað í skyndi að setjast sjálfur í ökusætið, í stað manns þess, er ferðina bar að fara og aka herra F.d. í eigin per- sónu út í Hagalund. Hvað kom mér til að gera þetta, man ég hreinskilnislega sagt ekki. Ætlaði ég að láta hestana fælast og gera út af við vefnaðarvörusalann ? Ekki held ég það. Auk þess hefði naumast ver- ið unnt að fæla blessaða klára,na, þeir vom svo stilltir. En eins og maður vill gjarna umgangast góða menn til þess að læra af þeim, eða votta þeim virðingu sína, þann- ig kemur það og stunum að manni að leita samvista við ómenni í þvi skyni að koma þeim í klípu. Ég setti upp gljáleðurskaskeitið, varp- aði ökumussunni á axlir mér og ók á til- teknum tíma upp að hliðinu hjá F.d. Kom hann út að vörmu spori, en ekki var kven- maður í för með honum, sem ég hafði þó sannarlega búizt við, heldur unglingsmað- ur. Fannst mér ég kannast þar við einn af búðarsveinum kaupmannsins. Ég lék eftir beztu getu hlutverk það, er ég hafði tekið að mér, opnaði vagndymar. Þeir stigu inn, en ég upp í mitt virðulega sæti og svo var haldið af stað. Þetta .var koldimmt slagveðurs kvöld í lok septembermánaðar. Við komum nú út í Hagalund, án þess að lenda í neinum ævintýrum. Ég stöðvaði þar hestana fyrir framan gistihúsið. Kaup- maðurinn og bókarinn flýttu sér inn í hús- ið, en ég ók inn í skúrinn með „brauðbúð- konan Smásaga eftir August Blanche. ina“ mína. En svo voru þessir hestvagn- ar iðulega nefndir í gamla daga. Ég beið í skúrnum, því að mig langaði ekkert til að láta sjá mig í fjölmenni íklæddan ein- kennisbúningi þeim, er ég hafði nú neyðzt til að skrýðast, til að geta leikið hlutverk ökusveins. Það mun hafa verið liðinn svo sem hálf- tími, er búðarþjónninn kom til min með skipun um að aka að dyraþrepum gisti- hússins. „Þegar þú ert búinn að koma þangað með vagninn, geturðu farið inn í ölstof- una,“ bætti hann við. „Þar geturðu fengið þér í staupinu og brauðbita eða ölflösku, ef þér sýnist, en þú verður að hafa hrað- ann á, því við verðum að flýta okkur.“ Hann var rokinn áður en ég gat afþakk- að boðið. Við því mun hann heldur ekki hafa búizt. Ég gekk aðeins inn í forsalinn, til þess að vera í hlé fyrir óveðrinu. Er ég var ný- kominn þangað, heyrði ég fótatak efst í stiganum, sem lá upp á loftið. „Ertu nú viss um, að ökumaðurinn sé inni í salnum þama niðri?“ heyrði ég vefn- aðarvörusalann spyrja. „Ja, herra minn,“ svaraði pilturmn, „og þar veit ég að hann situr, meðan dropi ^■iMiHimmimiiiiiiiiinniiiiiiiiiniiiiMmriKHimiiuiiiiiBiiMniiiiaianimin | VEIZTU—? 1 1. Glasgow í Skotlandi er nær Panama- ; skurðinum en Honolulu. Hvað er skip f lengi að fara í gegnum Panamaskurð- f inn? 1 f 2. Hver var Ivar Andreas Aasen og f hvenær var hann uppi? | § 3. Hve há er íbúatala Bretlands og N.- = Irlands ? f 4. Hvað heitir myntin I Siam? | Su Hvað heitir höfuðborg Boliviu? | 6. Hvað er ein fermíla mikið í kílómetr- § um? | | 7. Hvaða apategund er það, sem hetfir f griprófu og hvar eru þeir apar? | 8. Hvað heitir forseti Finnlands ? | 9. Hvenær var það, sem Jón biskup Ama- f son ritaði konungi og lagði til, að stofn- ■ | aður yrði bamaskóli í hverri sýslu á f landinu ? f 10. Hverrar þjóðar var rithöfundurinn f Leonid Andréjef og hvenær var hann f uppi ? | Sjá svör á bls. tt. er eftir í flöskunni og brauðmoli á bakk- anum.“ „Gott er það,“ rumdi í kaupmanni. „Við skulum þá leggja í að bera hana niður, hina fögru mey.“ „Hana-nú,“ hugsaði ég; „datt mér ekki í hug, að kvenmaður væri með í spilinu." En einkennilegt fannst mér það, fyrir það fyrsta hvers vegna þurfti að bera „hina fögru mey“ niður, og fyrir það annað, hvers vegna var það nauðsynlegt, að ég sæti að snæðingi á meðan sú athöfn færi fram. Eg smokraði mér út í horn í gang- inum, en þar var meira en hálfdimmt. Ég heyrði nú, að þeir komu niður stig- ann, svo hægt og hljóðlega sem þeim var- uhnt, og báru á milli sín líkama, sem hlaut. að vera allþungur, því að þeir blésu og stundu af erfiði. Þeir gengu fram hjá horn- inu, sem ég stóð í, án þess að veita mér athygli, og niður tröppurnar. Ég heyrði þá opna vagninn og loka honum eftir nokk- ur andartök. Síðan hlupu þeir léttstígir upp stigann, hvísluðust á og flissuðu lágt. Ég snarað- ist út að vagninum. Gluggarnir voru skrúf- aðir upp og tjöldin dregin fyrir. Það var að vísu niðdimmt inni í vagninum, en ég þóttist þó geta greint mannlega vera í aftursætinu, með slá yfir sér, hatt á höfði og slæðu fyrir andliti. Hún sat þögul og grafkyrr. „Mæþti ég breiða hestverju undir fæt- urna á yður?“ sagði ég í því skyni að af- saka frekju mína. Ekkert svar. Ég ætlaði að fara að end- urtaka spurninguna, en í því heyrði ég; hávaða innan úr húsinu, svo ég lokaði dyr- unum í skyndi og nam staðar hjá hest- unum, eins og ég væri að dútla við aktýgin. Herra F.d. og búðarsveinninn kornu i ljós. „Og þú fórst ekki inn í ölstofuna, eins og ég sagði þér,“ mælti hinn síðari við mig. „Nei, ég var hvorki svangur né þyrst- ur,“ anzaði ég. „Hvar hefir þú verið?“ „Ég labbaði hérna upp veginn.“ „Nú, það er gott. Þú skalt fá ríflegt. þjórfé í staðinn. Upp í sætið nú með þig, og svo til bæjarins strax.“ Við héldum nú heim á leið. Ég nam staðar hjá „bómunni“. Þar fór ætíð fram tollskoðun. Tveir tollþjónar nálguðust vagninn. Ann- ar þeirra hélt á ljóskeri. Dymar voru opn- aðar og rannsóknin var þetta venjulega. Þeir þukluðu veggi og gólf í vagninum. „Heyrið þið, piltar góðir,“ sagði F,d. „fyrir alla muni, gætið að því að vekja ekki konuna mína . . . Henni varð snögg- lega illt á leiðinni, en nú hefir hún sofnað, til allrar guðs lukku.“ „Konuna hans,“ hugsaði ég og það vökn- uðu hjá mér ýmislegar umþenkingar. Tollverðimir lokuðu vagninum og voru í þann veginn að snúa baki við okkur. „Heyrðu, vektu frúna,“ hvíslaði ég að Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.