Vikan - 13.05.1948, Blaðsíða 6
6
VTKAN, nr. 20, 1948
hörkulegt andlit hans brostt. Þetta var i fyrsta
sinn sem hún sá hann brosa.
„GeriS bróður minn ánægðan. Annars krefst
ég ekki af yður, ungfrú Mannering. Og ég er
sannfærður um, að yður mim takast það.“
Hún horfði á hann hreinskilnislega, og hvött
af brosi hans hélt hún áfram:
„Ég mun einnig reyna að gera yður til hæfis,
Harringay."
Hann rétti úr sér og gekk yfir að borðinu.
„Það gerið þér um leið og þér fullnægið kröf-
um Gays. Eg á sjálfur mjög annríkt, og ná
hugsanir mínar og áhugamál skammt út fyrir
takmörk Paradísar."
„Ég furða mig ekkert á því. Þetta er dásam-
legasti staður, sem ég hefi nokkum tíma séð.
Ég er svo glöð yfir að þér skylduð samþykkja
að reyna mig, svo að ég að minnsta kosti fæ
að vera hér í þrjá rnánuði." Hún brosti nú og
hrukkaði ennið barnslega.
Hann lagði frá sér glösin og stóð og horfði
niður á hana, en nú brosti hann ekki lengur.
Hann var á svipinn eins og honum hefði dottið
eitthvað miður skemmtilegt í hug.
„Já, auðvitað verðið þér það,“ sagði hann stutt-
lega og tók „kokteil“-hristarann.
„Jæja,“ hugsaði Stella og fann að hún roðnaði
aftur. Það var svo sem auðséð, að honum var
á móti skapi, að hún var þarna. Og í rauninni
gat hún ekki láð honum það. Fáum karlmönn-
um finnst það geðfellt, að fá ókunnugt kvenV
fólk í hús sín, ekki sízt rótgrónum piparsvein-
um, eins og Harringay var.
„Hann sér ekki sólina fyrir Gay og þykir afar
vænt um ungfrú Emrys og stjómar þeim báð-
um með harðri hendi. En nú þegar ég er komin
sér hann sig neyddan til að sýna kurteisi — en
það er þó óþarfi fyrir hann að láta það svona
viðbjóðslega i ljós. En hann hefir sjálfur ráðið
mig hingað, þetta er ekki min sök.“ Þannig hugs-
aði Stella.
Harringay rétti henni glasið aftur fullt.
„Ég þakka yður fyrir,“ muldraði hún. Hana
langaði ekki til að drekka þetta, en það gat haft
góð áhrif á hana að gera það við þessar aðstæð-
ur. Hún varð að fá eitthvað til að hressa sig á
eftir þessa geðshræringu, sem hún hafði komizt
í við samtal þeirra Harringay.
Hann settist aftur og var á svipinn eins og
maður, sem hafði gert kurteisisskyldu sina, og
gerði enga tilraun til frekari viðræðna.
Hún hafði farið nærri um hugsanir hans. Har-
ringay, sem hafði búizt við fínlegri konu með
gleraugu, auðvitað leiðinlegri, en sem ekki þurfti
að sýna nema nauðsynlegustu kurteisi, var óá-
nægður og geðvondur yfir komu Stellu. Ung
stúlka á þessum aldri — sem auk þess var falleg
— átti ekkert erindi til Paradísar. Aggie átti
skömm skilið fyrir þetta tiltæki.
Það heyrðist fótatak og raddir frá húsinu.
Þetta var ungfrú Emrys, sem kallaði á Chang
og siðan Gay, sem sagði:
„Burt með þig, bjáninn þinn.“
Chang kom á spretti niður stiginn og beint
til Harringay. Hin tvö komu á eftir. Gay var
talsvert haltur og gekk við staf.
„Hann var næstum því búinn að setja mig
um,“ sagði Gay og horfði með viðbjóði á kjöltu-
rakkann, sem sat í fangi Harringays. Úr því að
þú vilt hafa hund Aggie, vildi ég óska, að þú
hefðir stóran hund, sem sæist í rnyrkri."
„Þetta var ekki Chang að kenna, góði minn,“
svaraði ungfrú Emrys. „Hann hleypur alltaf svo
hratt og þú vissir vel, að hann var þama.“
„Ég er ekki þungur, en það hefði verið úti
um hans konunglegu tign, ef ég hefði dottið
ofan á hann. Takið eftir því sem ég segi; einn
góðan veðurdag verður hann stiginn í klessu.
Hann er alltaf oð þvælast fyrir fótum fólks.“
Harringay togaði blíðlega í annað eyra litla
hundsins. Gay hellti gosdrykkjum í glas handa
frænku sinni og tók „kokteil“ handa sjálfum sér.
„Hvar er yðar glas, ungfrú Mannering? Hefir
Piers séð um yður?“
„Já, þakka yður fyrir.“
„Þér voruð fljótar að hafa fataskipti, það verð
ég að segja,“ sagði ungfrú Emrys. „Ég leit inn
í herbergi yðar, en þá voruð þér famar.“
„Ég er alltaf fljót að klæða mig,“ svaraði
Stella og óskaði þess, að hún hefði ekki verið
það þetta kvöld, því að þá hefði hún losnað við
þetta leiðinlega samtal við Harringay. Eða hélt
Harrringay kannske, að hún hefði af ásettu ráði
reynt að hitta hann einan fyrir kvöldverðinn ?
Það fannst henni hræðileg tilhugsun.
„Þetta er allt Piers að kenna,“ sagði ungfrú
Emrys — og í þriðja sinn hrökk Stella við, —
„og engum öðmm. Hann er svo þrár með þennan
stíg út í forgarðinn."
„Alveg rétt,“ samsinnti Gay. „Eruð þér ekki
sammála okkur, ungfrú Mannering?“
„Það getur vel verið, ef ég vissi um hvað þið
emð að tala,“ sagði Stélla brosandi.
„Við höfum rafstöð og höfum rafmagn í öll-
um 'íbúðarhúsunum og hjá þjónustufólkinu. En
Piers neitar að láta raflýsa gangstiginn og for-
garðinn. Það væri auðvelt — nokkrar rafmagns-
ljósastaurar —.“
„Eins og í borginni, var það ekki það, sem
þú ætlaðir að segja?“ spurði Harringay.
„Jú, væni minn,“ sagði ungfrú Emrys sak-
leysislega.
Gay rak upp hlátur.
„Guð blessi þig, Aggie. Nei, en ef við slepp-
um nú öllu gamni, Piers, yrði það til stórbóta."
„Þar er ég þér ekki sammála."
„Það veit ég vel. Þú ert hinn þrjózkasti, —
ég skil ekki hvað þér þykir várið í þessar fjár-
ans kertatýrur!“
„Ég kýs þær nú samt heldur,“ svaraði Har-
ringay blíðlega, en þó ákveðið.
Stella var í huga sínum honum fyllilega sam-
mála. Rafljós átti ekki heima þarna i forgarð-
inum, þar sem sást út yfir dökkt hafið og stjörnu-
bjartan himininn. Hún furðaði sig á, að hinn
hrjúfi Harringay skyldi finna það, sem næmt
listamannseðli Gays fann ekki. En hugur hennar
í garð Harringays blíðkaðist ekkert við þetta.
Hann var ráðlíkur og vildi ekkert rafljós í for-
garðinn, og þá varð svo að vera.
Þau snæddu kvöldverðinn í garðinum, — en
þar voru allar máltíðir borðaðar, þegar veður
Blessað
barniðl
Teikriing eftir
George McManus.
Paobann dreymir um Lilla, en föðurrödd heyrist
að framan: Hérna sjáið þið drenginn minn og ég
ætla líka að sýna ykkur myndir, sem ég hefi tek-
ið af honum.
Stúlkan: Ö, er hann ekki yndislegur?
1. maður: Hann er alveg einsog þú, vantar bara skeggið!
2. maður: Ég læt mér detta í hug, að hann hafi spilað á fiðlu og tal-
að, þegar hann var vikugamall!
Faðirinn: Hann grét afskaplega mikið í gær, af því að hann fékk
ekki að aka bílnum.
3. maður: Eg verð víst að fara að standa upp til að hæla þessu bless-
uðu bami!
Pabbinn: Guð hjálpi mér!
Copr. 1947, Kmg I ealurcs Syndicalc, Inc., Woild righls rcscrvcd
Mamman: Hafðu ekki svona hátt, góði minn, sérðu ekki
að Lilli sefur? Og hversvegna ertu kominn heim á þessum
tíma dags?
Pappinn: Mér heyrðist ég heyra Lilla gráta.
Mikið þarf að flýta sér!
(jFOMC