Vikan


Vikan - 02.09.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 02.09.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 36, 1948 13 STERKA Drottningin var mjög veik. Kóngurinn gekk fram og aftur. Hann var eirðarlaus. Alltaf var hann að fara inn í svefnherbergi drottn- ingarinnar, til þess að vita hvemig henni liði. Hann var ráðþrota. Allir læknar landsins höfðu verið kvaddir til hall- arinnar. Þeir stóðu nú i svefnherbergi drottningar og hugsuðu um veikindi hennar. Læknamir voru gáfulegir. En það nægði ekki. Kóngurinn vék sér að hvítskeggj- uðum lækni og mælti: „Getið þér ekki læknað drottninguna ? “ Læknirinn svaraði: „Ef veikindi hennar væm i höfðinu, gæti ég gert hana heilbrigða. En nú em veikind- in ekki í höfði drottningar og því get ég ekki hjálpað. Nei, því miður.“ Kóngurinn sneri máli sinu þá að dökkhærðum sveitalækni. En sveita- iæknirinn hristi höfuðið og mælti: „Ef það væri í fótunum, þá gæti ég hjálpað.“ Þannig svömðu allir læknamir. Ef veikindin hefðu verið i ákveðnu ltf- færi, kváðust, þeir strax hafa getað læknað drottningnna. En þar sem því væri ekki að heilsa, væri öðru máli að gegna. Enginn þóttist vita með vissu, hvar veikindin hefðu upptök sín. Og þó einhver þeirra byggist við að það væri þar eða þar, mótmæltu hinir því. Ekkert var því hægt að aðhafast. Drottningunni elnaði sóttin. Hún hvorki nærðist né drakk. Hún átti erfitt með andardrátt. Hún horaðist afskaplega. Kóngurinn var mjög sorgmæddur. Skyndilega kom lítil stelpa inn í hásætissalinn. Hún hneigði sig fyrir kónginum og mælti: „Fyrirgefið, herra konungur. Eg veit hvers með þarf til þess að lækna drottninguna." „Hvað segirðu?" sagði kóngurinn. Hann horfði hissa og vonglaður á litlu telpuna. „Þú verður samstundis að segja mér hvað þarf að gera svo drottn- ingunni batni?“ Stelpan svaraði: „Hún þarf að drekka jurtate frá konunni í skóg- inum.“ Hún hneigði sig aftur. ,, Jurtate ? Hvernig er það ? Við höf- um nú gefið drottningunni allar þær te-tegundir, sem við þekkjum. Hún hefir tekið inn allar ineðalategundir. Það hafa verið borini á hana öll smyrsl og hverskonar duft. En þetta jurta- te konunnar í skóginum höfum við ekki heyrt nefnt. Við verðum að reyna það.“ Stelpan hneigði sig og sagði: „Ég á heima úti í skógi, skammt frá húsi skógarkonunnar. Hún læknar veikt fólk. Einnig veik dýr og fugla. Hún gefur öllum, sem biðja hana, af með- ölum sinum.“ Kóngurinn svaraði: „I hamingju bænum, við verðum að hraða okkur á fund konunnar. Við ökum út í skóg- inn. Og á leiðinni skaltu segja mér nánar frá þessu.“ Svo var ekið út í skóg í hvelli. Stelpan sagði kónginum á leiðinni að móðir sín hefði eitt sinn orðið fárveik, en batnað strax er hún fékk MEÐALIÐ BARNASAGA jurtate skógarkonunnar. Hún sagði margar aðrar sögur um veikt fólk, sem te þetta hafði læknað. Kóngurinn sagði: „Já, drottningin verður að fá þetta te.“ Þegar komið var að húsi skógar- konunnar, fór litla stelpan inn. Kon- an var ekki heima. Stelpan mælti: „Þetta var illt. Konan er líklega úti í skógi að tína jurtir.“ Kóngurinn sagði: „Hvemig förum við að þessu? Það er leiðinlegt að fara hingað erindisleysu." „Bíðið ofurlitla stund,“ sagði stelp- an og fór aftur inn í húsið. Hún kom innan skamms með krukku. Á henni stóð: Jurtate K. Ein matskeið í (kaffi)bolla af sjóðandi vatni. „Þetta er teið,“ mælti stelpan. „Við getum borgað konunni fyrir það síðar. Konan er svo góð, að hún ávit- ar okkur ekki.“ Kónginum geðjaðist vel að þessum erindislokum. Var svo ferðinni hrað- að til hallarinnar. Vatn var hitað, bú- ið til te, og fært drottningunni. Hirðmær iyfti höfði hennar og dreypti á hana teinu. Svo sem te- skeið af því komst inn í munninn í fyrstu atrennu. En er drottningin fann bragðið að teinu, gretti hún sig mjög og lét í ljós andúð. En hún átti þó strax léttara. með að draga. andann. „Drekkið meira, yðar hátign," mælti hirðmærin. Og drottningin gafst ekki upp. Hún drakk allt úr bollanum. Hún mælti: „Þetta var hryllilega vont.“ En svo skeði draftaverkið. Drottningin stökk niður úr rúm- inu og dansaði, söng og hló. Hún var ofsakát. Augun ljómuðu, roði kom I kinnamar, og yfirbragð hennar varð hraustlegt. Það sást ekki, að hún hafði verið veik. Batinn var alger. Drottningin mælti: „Farið öll út. Eg ætla að klæða mig.“ Allar hirð- meyjarnar, læknamir og kóngurinn hlýddu þessu samstundis. Og drottningin klæddist dýrindis búningi. En kóngurinn andvarpaði og mælti: „Það færi betur að þessi bati héldist. Hann kom allskyndilega. Og meðalið er fljótvirkt. En er það varanleg heilsubót, sem drottningin hefir fengið?“ Læknamir hristu höfuðin og taut- uðu eitthvað um að það væri óskilj- anlegt, ef svo væri. En svo kom drottningin hlaupandi. Hún þreif í kónginn og dansaði við hann þar til hann missti kórónuna af höfðinu og skjögraði dauðþreytt- ur til hirðmanna sinna, er studdu hann svo hann ekki dytti. „Standið ekki eins og hengilmæn- ur,“ sagði drottningin. „Þið eruð fjör- lausir og leiðinlegir." Að svo mæltu neyddi hún hirðina til þess að fara í leiki. Menn urðu að stinga sér koll- hnís, ganga á höndunum og margt þessu líkt. Og drottningin heimtaði mat. Það var komið með stór föt hlaðin kræs- ingum. Hún át og drakk feiknin öll. „Þetta er fullmikið af svo góðu,“ sagði kóngurinn, þegar drottningin neyddi hann til þess að vera með í ærslafullum leik. „Ég afber þetta ekki. Drottningin hefir orðið fyrir gjömingum." Hirðin var á einu máh um að svo væri. Drottningin hafði fengið yfir- mannlegt þrek. Og svo var frekja hennar lítt þolandi. Kóngurinn stóð í hallardymnum. Drottningin kom hlaupandi niður stigann. Á bakinu bar hún annan jarðræktarráðunautinn. Vesalings maðurinn var náfölur af ótta. Hann hélt sér fast. En drottningin skelUhló. Kóngurinn mælti: „Við verðum að ná tali af skógarkonunni." Svo ók hann út að litla húsinu hennar. Konan var heima, sem betur fór. Var hún að binda um væng á starra, er hafði orðið fyrir slysi. Er hún hafði lokið því verki, tók hún til máls: „Það er merkilegt, að teið mitt skuli hafa töfrað drottninguna. öllum hef- ir batnað af því. — En nú kemur mér nokkuð í hug. Tókuð þið krukk- una, sem merkt var með K-i?“ Kóngurinn hugsaði sig um og svar- aði: „Já, svo mun hafa verið.“ Skóg- arkonan rak upp hlátur. Hún mælti: „Þá er þetta skiljanlegt, herra kon- ungur! Ég hefi tvennskonar te. Aðra tegundina handa venjulegum mönn- um. Kmkkan, sem það er í, er merkt með M-i og brún á lit. Hin kmkk- an er grá og merkt með K-i. 1 henni er te handa köppum eða risum. Þið hafið tekið skakka kmkku, og gefið drottningunni úr henni. Hún hefir því fengið of sterkan skammt. En þann- ig var mál með vexti, að kappam- ir þurftu kröftugra meðal. Það var því eðlilegt, að drottningin yrði ó- stjómleg og ofsafull. „En drottning- in nær sér. Hún verður þreytt. Og er hún hefir sofið, mun hún ná sér. Farið heim og bíðið rólegir.“ Kóngurinn lagði ekki fullan trúnað á það, sem konan sagði. Þó varð hann hressari í bragði. Er hann kom heim, var drottningin sofnuð. Það kom fram, sem skógarkonan hafði sagt. Þegar drottningin vakn- aði, morguninn eftir, var hún búin að ná sér, og var eins og hún átti að sér að vera. öll þjóðin gladdist innilega. Kóngurinn sagði: „Hamingjunni sé lof að risameðalið eyðilagði ekki drottninguna. Nú er hún albata, og það er að þakka þessari góðu konu í skóginum. Og sannast hér hið foma spakmæli: „Oft er það í koti karls (eða kerlingar), sem kóngs er ekki í ranni." leika, samkvæmt því boðorði, sem vér tókum við af föðurnum ... 4. mynd . . . Þá sagði Pétur við þá, fylltur heilögum anda: þér höfðingj- ar lýðsins og öldungar! tjr því að 1 mýnd: . . . Guð er kærleikur, og sá, sem er stöðugur i kærleik- anum, er stöðugur í guði og guð í honum ... 2. mynd. . . . Ótti er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin elska ótt- ann; því að óttinn felur í sér hegn- ing, en sá sem óttast, er ekki full- kominn í elskunni. Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði... 3. mynd. . .. Það hefir glatt mig mjög, að ég hefi fundið nokkur af bömum þínum, er framganga í sann- í dag er haldin rannsókn yfir oss vegna góðsverks við sjúkan mann, um það, við hvað þessi maður er heill orðinn, þá sé yður öllum vitan- legt og öllum Israelslýð, að í nafni Jesú Krists frá Nazanet, einmitt fýr- ir hann stendur þessi maður heil- brigður fyrir augum yðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.