Vikan


Vikan - 11.11.1948, Blaðsíða 4

Vikan - 11.11.1948, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 46, 1948' Fyrirmyndar eiginkona TT'ransois Gayet snæddi í flýti morgun- verðinn, sem dyravarðarkonan færði honrnn og skundaði svo inn í vinnustofu sína. Hún var stærsta herbergið í íbúð- inni. Veggirnir voru þaktir bókahillum og gluggamir tveir sneru báðir út að garði í Rue de Lille. Gayet var nafnkunn- ur sagnfræðingur um fimmtugs aldur. Hann var vellauðugur og gat því búið og hreiðrað um sig eins og honum þóknaðist og unnið aðeins að því, sem hann hafði áhuga á. Allan fyrri hluta dagsins vann hann úr þeim athugasemdum, sem hann hafði ritað hjá sér til minnis, á þriggja vikna ferðalagi, er hann var nýkominn úr. Og hann vann af miklum áhuga. Klukkan sjö um kvöldið klæddi hann sig í frakka og fór á matsöluhús þar 1 grenndinni og borðaði kvöldverð. Þegar hann hafði lokið máltíðinni íhugaði hann, hvort hann ætti heldur að ganga upp í íbúð sína og vinna áfram en fara og heimsækja Harlier-hjónin. Hann lang- aði til að hitta vini sína, svo að úr varð að hann tók leigubifreið og ók til Rue Vercingetorix og nam staðar fyrir framan mjög hrörlegt hún. Gayet tók í bjöllu- strenginn og ómurinn í brostinni klukku heyrðist í gegnum hurðina. Skömmu seinna spurði konurödd: „Hver er það?“ „Það er Frangois Gayet.“ „Nei, en hvað það var gaman, nú skal ég opna.“ Lyklinum var snúið og lokan dregin frá. Kona um fertugt stóð í skuggsýmnn ganginum. Hún var í gráum léreftskjól og hálf- þreytuleg. Hún rétti Gayet höndina. „Komdu sæll, kæri vinur, og fyrirgefðu að ég skyldi ekki opna tafarlaust, þegar þú hringdir. En ég er ein heima.“ „Er hann — er Ágúst ekki heima?“ spurði hann. „Nei, hann borðar kvöldverð hjá mál- verkasala símun, og þegar ég er ein heima, er ég alltaf hrædd og þori ekki að opna fyrr en ég hefi spurt, hver sé þar á ferð.“ Hún hló, bros hennar var fallegt, en andlit hennar var þreytulegt og brúnt hárið hæruskotið. „En komdu upp í myndastofuna," sagði hún. „Ég ónáða þig vonandi ekki, Con- stance?“ „Nei, hvers vegna dettur þér það í hug. Þú getur setið hjá mér þar til Ágúst kemur.“ Málverkastofan var stór, en með fáum húsgögnum og slæmum ljósabúnaði. Grá- málaðir veggirnir voru þaktir málverkiun eftir húsbóndann — málverkum með beinum strikum og sterkum litum. Stigi Smásaga eftir Frederic Boutet lá upp á loftið þar sem tvö herbergi voru. „Vertu kyrr í frakkanum," sagði Con- stance, „hér verður aldrei hlýtt og alltaf raki, hvernig sem ég kyndi.“ Hún settist á legubekk undir súðar- veggnum og Gayet settist í tágastól. „Viltu vindling, Constance?“ „Já, þakka þér fyrir. En viltu staup af koníaki?" „Nei, þakka þér fyrir. Hvernig hefur ykkur liðið þessa mánuði síðan ég hefi séð ykkur?“ „Mér hefur liðið vel, en Ágúst er alltaf lasinn — hjartað er slappt og hann hefur andteppu. Ég er alltaf hrædd þegar hann borðar kvöldverð úti, eins og í kvöld. Hann drekkur of mikið, hann verður æstur í skapi og talar án afláts — hann hagar sér ekki gáfulega. Það er til einskis þótt ég biðji hann að fara var- lega. Þú veizt hvernig hann er.“ „En hvers vegna ferðu ekki með honum til að geta haft hemil á honum?“ „Ég að hafa hemil á honum! Þá myndi hann drekka ennþá meira. Þú veizt að ég hefi aldrei farið með honum í þessar matarveizlur. Fyrrum, þegar við vorum fátæk, var það af því að ég átti engan kjól til að klæðast við slík tækifæri •— og nú er ég orðin of gömul, en það skiptir engu máli, þetta er komið upp í vana og I VEIZTU — ? | 1. Einu sinni var Panamaskurðurinn opn- \ aður til að hleypa syndandi manni í ; gegn og þurfti sá að borga 36 cent. | Hver var sundmaðurinn og hvernig E var kostnaðurinn ákvarðaður? | 2. Hvað samdi Beethoven margar sym- i I f oníur ? | 1 3. Hverrar þjóðar var málarinn Vincent | van Gogh ? f I 4. Hvað var Bjarni Thorarensen gamall, f þegar hann orti Eldgamla Isafold? s I 5. Hvað heitir höfuðborg Tyrklands? f 6. Hvaðan er orðið „karfa“ runnið? : : 7. Hver er talinn mesti píanóleikari, sem | uppi hefur verið? f í 8. Hvenær var óperan „Madame Butter- : fly“ fyrst leikin og hvar? f 9. Hver er íbúatala Indlands? f 10. Hvar er þessi setning og hver sagði : f hana: „Þá er eigi það að launa, sem i f eigi er gert“ ? f Sjá svör á bls. 14. <>iHmimiHmmmHmHmiHimHHHHmmmmmmmiimiiimmmmmiHHm'>'* mér leiðist aldrei heima. Ég hefi nóg að gera, bæði við saumaskap og lestur. Hann er svo mikið barn. Það er enginn, sem getur hugsað eins vel um hann og ég.“ „Já, ráðríkt bam.“ „Þannig er hann af guði gerður. Ég þekki hann, því að við höfum verið gift í tuttugu og tvö ár. Lundarfar hans er svo ósveigjanlegt, að hann skilur ekki, þegar aðrir geta ekki farið að vilja hans.“ „Já, svona var hann þegar í skóla, ég dáist mjög að honum sem málara og mér þykir vænt um hann sem vin.“ „Það hefur þú sýnt í öllu.“ „Við skulum ekki minnast á þá smá- gneiða, sem ég hefi gert honum, þeir hafa enga þýðingu nú. En ég gerði þá ekki síður þín vegna en hans — ég segi þér það núna af því að við erum ein. Ég hefi alltaf dáðst að þér, þú ert svo fórnfús — þú varst barnung þegar þú giftist honum og aldrei kvartaðir þú. Þú hefur fylgt honum hvert sem hann fór, búið með honum á sóðalegum veitinga- krám meðan hann málaði og sparað allt til að hann gæti keypt liti og léreft.“ „Já, við höfum átt erfitt,“ sagði hún. „Hann vildi heldur svelta en selja mál- verk sín fyrir gjafverð." „Og svo sveltir þú líka —“ „Góði Frangois, þannig er hjónabandið og svo er þetta nú allt liðið, því að nú- orðið höfum við góðar tekjur. Við verðum brátt efnuð, því að fólk sækist eftir mál- verkum Harliers.“ „En þú lifir alltaf sama lífinu, stritar og skemmtir þér ekkert. Hann er alltof hugfanginn af sjálfum sér til að hugsa um þig — en það er ekki rétt af mér að segja þetta! Hann er snillingur og þú skilur hann.“ „Já, það er skilda mín að hugsa urn hann, og mér líður vel núna. Ég dái hann, en ég skil ekki málverk hans — en hvað er ég annars að segja þér — ég tala svona af því að þú ert gamall vinur.“ „Gamall vinur, sem dáist að þér.“ „Það er engin ástæða til þess, ég er ánægð með tilveruna. Tölum eitthvað um þig. Hvað sástu í ferðalaginu?" Þau sátu og töluðu saman þar til Harlier kom klukkan ellefu. Hann var í illu skapi og blóðrauður í andliti. Hann var vingjarnlegur við Gayet, en reiður við konu sína, af því að hún vildi ekki gefa honum staup af koníaki. Hafði hann fengið slæmt kast fyrir hjartað og vildi því fá eitthvað til að styrkja sig á. Con- stance, sem sá að hann hafði þegar drukkið of mikið, tók rólega reiðiorðum hans, en lét hann ekkert fá. Þegar þau höfðu talað saman um stund, fór Gayet. Á leiðinni í gegnum dimmar og þröngar göturnar hugsaði hann um Constance Harlier. En hvað hún var elskuleg og einlæg! I, meira en tuttugu ár hafði hún neitað sér um alla hluti, til að manni hennar Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.