Vikan


Vikan - 11.11.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 11.11.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 46, 1948 7 Fyrirmyndar eiginkona — Framhald af bls. 4. gæti liðið vel — hún átti skilið að verða hamingjusöm og en hvað hún myndi gera þann mann hamingjusaman, sem myndi taka hana að sér. Hún hefði orðið fyrir- myndareiginkona fyrir mann eins og hann sjálfan. Gayet varð forviða við þessar hugsanir sínar. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hugsaði um Constance á þennan hátt, hún var kona vinar hans og sjálfur hafði hann aldrei gefið sér tíma til að hugsa um hjónaband sökum starfsanna. Hann elsk- aði ekki Constance, hún var ekki tæiandi á neinn hátt, en með henni sem eiginkonu gæti hann stundað hugðarefni sitt í friði og ró og haft góða umönnun fram á elli- árin. Hann myndi hræðast hjónaband með annarri konu, það yrði svo ónæðis- samt, en með Constance var allt öðru máli að gegna. Hún myndi ganga hljóð- lega um húsið, rækja heimilisstörfin og dekra við hann og virða allar hans venjur. Því meira sem hann hugsaði um þetta því betur leizt honum á það. Og þegar hann var háttaður, var síðasta hugsun hans: ,,Ég vildi að Constance væri frjáls.“ Og nokkrum mánuðum seinna varð Constance ekkja. Málarinn datt út af við starf sitt, látinn af hjartaslagi. Dapur- legur tími fór þá í hönd, en Frangois hjálpaði Constance á allan hátt. Hann huggaði hana, sá um að hún væri aldrei ein og gaf henni góðar ráðleggingar. Hann kom fram eins og góðum heimilis- vini sæmdi. Skyndilegur dauði Harliers hafði það í för með sér að öll málverk hans hækkuðu í verði. Frangois hjálpaði Constance til að selja og brátt hafði hún komist í sæmi- leg efni. Gayet stóð á sama um það, hann vildi engu síður kvænast Constance þótt hún væri blásnauð. Eftir hæfilega langan tíma bað hann hennar. Constance sat látlaus og þögul í hægindastólnum. Ef þetta kom henni á óvart, þá lét hún það að minnsta kosti ekki í ljósi. Hún gaf jáyrði sitt umhugs- unarlaust. Gayet var frá sér numinn og gleði hans jókst með hverjum deginum. Constance gætti nú heimilisins og máltíðirnar voru skemmtilegar og maturinn afbragðs- góður. Það sem fyrst vakti nokkurn kvíða hjá Frangois voru heilar hrúgur af öskjum frá einni stórverzluninni. Con- stance, sem klæddist ekki lengur sorgar- búningi varð að fá sér eitthvað af nýjum fötum, en Gayet hafði ekki komið til hugar að hún myndi kaupa öll þessi ósköp. Á hverju kvöldi kom hann að FramhaW á bls. 14. Bessastaðakirkja. (Sjá forsíðu) Fimmtudaginn 28. október var blaðamönnum gefinn kostur á að skoða Bessastaðarkirkju et'tir nýafstaðnar breytingar á henni og var þeim þá látin í té þessi lýsing: Það er talin hafa verið kirkja á Bessastöðum siðan kringum árið 1100. 22. apríl 1773 ákveður konungur byggingu þessarar kirkju. Var smíði aðalkirkjunnar lokið um 1802, en turninn var eftir. Var honum lokið 1823. En kirkjan var ávalt gallagripur, lek köW (óupphituð), með dragsúg o. s. frv. (Sjá nánar um sögu kirkj- unnar i grein eftir Vigfús Guðmimdsson fræði- mann í ,,Kirkjuritinu“ 1941). Endurbygging kirkjunnar var á öndverðu ár- inu 1946 falin húsameistara ríkisins. Hófst hún í apríl 1946; hefur því staðið yfir i 2% ár. Krossmarkið yfir altarinu er verk Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara sem einnig hefur gert myndir í prédikunarstólinn. Altarið er klætt hvítum dúk, ofnum af blindu islenzku fólki: Altarisklæöið er gert úr lini, sem ræktað er á Bessastöðum. Hefur frú Unnur Ólafsdóttir gert það og unnið; saumaþræðirnir eru einnig úr Bessastaðalíni: Stafirnir I.H.S. eru saumaðir um allan dúkinn. Dúk þenna geröi frú Unnur handa forsetahjónunum, en þau ákváðu aö gefa Bessastaðakirkju hann sem altarisklæði til ævarandi eignar. Á altarinu eru tveir broncestjakar stórir frá árinu 1734, en stjakana gaf Cathrine Holm, ráðskona Fuhr- manns amtmanns á Bessastöðum kirkjunni — Hinar frægu „baksturöskjur“ sem Ólafur Stephensen stiftamtmaður og kona hans gáfu kirkjunni 1774; þetta er nákvæm eftirmynd, en frumgjöfin er geymd j Þjóðminjasafninu. Enn- fremur kaleikur, patina og vínkanna, allt úr silfri og allt gamalt. Það elzta í kirkjunni mun skírnarfonturinn, sem er úr steini með málmskál í. Bak við hann er iegsteinn Magnúsar amtmanns Gíslasonar og Þórunnar konu hans. Áður var þar legsteinn Páls Stígssonar fógeta á Bessastöðum (d. 1556), en Páll tónskáW Isólfsson við orgelið í Bessa- staðakirkju. Orgelið er nýleg, brezk uppfinning, ætluð litlum kirkjum, þar sem ekki er pláss fyrir háar orgelpípur, sem raðað er á venjulegan hátt. Er pípunum komið þannig fyrir í þessu orgeli, að þær sjást ekki, en þó er um fullkomið pípuorgel að ræða. Tónarnir eru fegurri og end- ingin margföld, borin saman við kirkjuharmon- ium. Blatamonn o. fl. í boði forsetahjónanna að Bessastöðum fimmtudaginn 28. október 1948. Talið írá hægri: Guðlaugur Þorvaldsson (Vikublaðið Fálkinn), Sveinbjörn Jónsson (Iðnaðar- ritið), Ivar Guðmundsson (fréttaritstjóri Morgunblaðsins), Kristján Guðlaugsson (ritstjóri Vísis), Ásdís Jakobsdóttir, Unnur Dóra Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur 'Þórðarson, forsetaritari, Guðrún Stefánsdóttir (Nýtt kvennablað), Jón Magnússon, fréttastjóri útvarpsins, forseti Islands, Edda Alexandersdóttir (að baki forsetanum), Unnur Olafsdóttir, Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, forsetafrúin, Jóhann Jónasson, bústjóri, Gils Guðmundsson (Sjómannablaðið Víking- ur), Ásmundur Guðmundsson (Kirkjuritið), Agnar Bogason (Mánudagsblaðið), Sigurður Skúlason (Samtíðin), Benedikt Gröndal (fréttaritstjóri Alþýðublaðsins), Gagga Lund, söngkona, Pétur Sig- urðsson (Eining), Baldur Pálmason (Frjáls verzlun), Kai'l Isfeld (Vinnan), Jón H. Guðmunds- son (Vikan), Sveinn Sigurðsson (Eimreiðin). legsteinn þéirra hjóna var undir kirkjugólfinu fremst í kórnum. Margir, sem koma í kirkjuna, vildu sjá legstein Magnúsar, en það var erfitt að komast að honum. Þar sem Magnús var fyrsti íslenzki amtmaðurinn á Bessastöðum, merkur maður og athafnasamur, ættfaðir þekktrar ættar (Stephensenættarinnar), sá sem lét byggja Bessastaðastofuna (sem síðar varð latínusköla- hús og nú forsetasetur) — þótti rétt að leg- steinn hans væri í veggnum á þeim stað, sem legsteini var ætlaður staður fyrir augum allra. En legsteinn Páls Stígssonar var fenginn Þjóð- minjasafninu. Ef iitið er til vesturs frá kórnum er yzt í kirkjunni, vinstra megin, preststúka og hægra megin pípuorgel og söngpallur. Orgelið er nýleg brezk uppfinning, ætluð litlum kirkjum, þar sem ekki er pláss fyrir háar orgelpípur raðað á venju- legan hátt. Er pípunum komið fyrir að mestu snilld eftir vissum regWm í þessu orgeli, svo þær sjást ekki. En þó er hér um fullkomið pípu- orgel að ræða. Eru tónarnir fegurri og endingin margföW, borin saman við kirkjuharmonium. Ljós á veggjum eru gerð sérstaklega fyrir kirkjuna í Englandi. FramhaW á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.