Vikan


Vikan - 02.12.1948, Qupperneq 1

Vikan - 02.12.1948, Qupperneq 1
p. Island við aldahvörf Bókfellsútgáfan h.f. hef- tir nýlega gefið út afar- merkilega myndabók: Au- guste Mayer, Island við aldahvörf, sjötíu og tveir uppdrættir gerðir 1836. Með formála eftir Henri Voillery, sendiherra Prakka á Islandi. Gefið út af Guðbrandi Jóns- syni. Bókfellsútgáfan h.f. — 1948. Birtum við nú á forsíðu tvær myndir úr bók þessari. Skýringarnar und- ir myndunum eru á þremur tungumálum, auk íslenzk- unnar. Myndir þessar eru frá Gaimard-leiðangrinum, sem frægúr er á Islandi m. a. vegna þessara menningar- sögulegu mynda og kvæðis Jónasar Hallgrímssonar um Gaimard: ,,Þú stóðst á tindi Heklu hám“. Guðbrandur segir m. a. í formála: ,,. . . Þegar Gaimard kom voru íbúar Reykjavíkur um 450, en 5 árum seinna voru þeir orðn- ir tvisvar sinnum fleiri. Þá voru ekki aðrir embætt- ismenn búsettir í Reykjavík en stiftamtmaður, landsyfir- réttardómararriir, landlækn- ir og land- og bæjarfógeti. Tólf árum síðar var biskup- inn, er þá sat í Laugarnesi, fluttur í bæinn. Sóknar- presturinn bjó þá á Lamba- stöðum, en 18 árum seinna var hann kominn til Reykja- víkur. Latínuskólinn var þá á Bessastöðum, en 10 ár- um seinna var hann kom- inn í bæinn og árið eftir jafnhliða honum fyrsti vís- ir að háskólanum — presta- skólinn. Þegar Gaimard kom var hér engin þjóðsam- kunda, en tveim árum síðar var hér komin embættis- mannanefndin og 7 árum síðar Alþingi. Þá sátu sel- stöðukaupmenn hér i Reykjavík og um allt land Framhald á bls. 7. Að ofan: Götuhús, grasbýli norður og austur af Landa- koti, milli þess og Grjóta. — Að neðan: Sjóbúð í Reykjavík. (Hún mun hafa verið við Klöpp, er Klapp- arstlg(ur er kenndur við).

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.