Vikan


Vikan - 09.12.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 09.12.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 50, 1948 um mundi finnast það frámunalega heimsku- legt.“ „Pinnst yður það ekki líka sjálfri ?“ „Ég —- ég býst við, að það sé heimskulegt." Ruth Kettering leit á hendurnar á sér; þær skulfu ákaft. „En ég get ekki snúið aftur úr þessu." „Hversvegna ekki?“ „Ég — það er allt ákveðið, og hann mundi taka það mjög sárt.“ „Hjörtu karlmanna eru ekki svo viðkvæm,“ sagði Katrín. „Hann heldur, að mig, hafi skort hugrekki, einbeittan vilja.“ „Mér finnst það mjög heimskulegt, sem þér ætlið að fara að gera,“ sagði Katrín. „Ég held þér sjáið það sjálf.“ Ruth Kettering gróf andlitið í höndum sér. „Ég veit það ekki — ég veit það ekki. Prá þeirri stundu, er ég fór frá London, hef ég haft hræði- legt hugboð um eitthvað — eitthvað, sem koma muni fyrir mig mjög bráðlega— eitthvað, sem ég get ekki umflúið.“ Hún kreisti hendur Katrínar ákaft. „Þér hljótið að halda, að ég sé ekki með öllum. mjalla, að ég skuli tala svona við yður, en ég er viss um, að eitthvað hræðilegt mun ske.“ „Þér megið ekki hugsa svona,“ sagði Katrín. „Reynið að herða upp hugann. Þér getið sent föður yðar skeyti frá París, ef þér viljið, og þá mundi hann koma undir eins.“ Það birti yfir svip frú Kettering. „Já, ég gæti gert það. Blessaður gamli mað- urinn. Það er skrítið — ep ég vissi ekki fyrr en í dag, hvað mér þykir óskaplega vænt um hann.“ Hún rétti úr sér og þurrkaði sér um augun með vasaklút. „Ég hef hagað mér kjána- lega. Ég þakka yður kærlega fyrir að lofa mér að tala við yður. Ég veit ekki hvernig stóð á því, að ég varð svona æst og óróleg." Hún stóð upp. „Nú er ég alveg búin að jafna mig. Ég þurfti víst bara að fá einhvern til að tala við. Ég skil ekki, hversvegna ég hagaði mér svona bjánalega." Katrín stóð líka upp. „Mér þykir vænt um, að þér skuluð vera búin að jafna yður,“ sagði hún og reyndi að láta rödd sína vera eins blátt áfram og hún gat. Hún vissi fullvel, að þeir, sem sýna ótímabært trúnaðartraust, verða oftast vandræðalegir á eftir. Hún bætti við með varfærinni umhyggju: „Ég verð að fara í klefann minn aftur.“ Hún fór fram á ganginn um leið og þernan birtist í millidyrunum. Hún horfði í áttina til Katrínar, yfir öxl hennar, og mikill undrunar- svipur færðist yfir andlit hennar. Katrín leit líka við, en þá var sá, eða sú, sem vakið hafði undrun þernunnar, úr augsýn, og gangurinn var mannlaus. Katrín gekk fram ganginn og fór inn í klefa sinn, sem var í næsta vagni. Um leið og hún fór framhjá endaklefanum, opnaðist hurðin og konuandlit gægðist út rétt sem snöggvast, en svo var hurðinni skellt í aftur. Þetta var andlit, sem ekki var auðvelt að gleyma, eins og Katrín komst að raun um, þegar hún sá konuna aftur. Pallegt andlit, dökkleitt, með ávölum línum, mikið og sérkennilega farðað. Katrínu fannst hún hafa séð það áður. Hún komst inn í klefa sinn, án þess fleira kæmi fyrir og sat stundarkorn kyrr og hugsaði um trúnaðinn, sem henni hafði verið sýndur. Hún velti því fyrir sér, hver konan í minka- skinnkápunni gæti verið, og hvern enda saga hennar mundi fá. ,,Ef ég gæti komið í veg fyrir, að einhver hagi sér eins og fífl, þá býst ég við að ég hafi gert góðverk,“ hugsaði hún. „En hver veit það ? Þetta er kona, sem er harðlynd og eigingjörn alla sína æfi, og hún gæti haft gott af þvi að reka sig á, svona rétt til tilbreytingar. Ég býst raunar ekki við að sjá hana framar. Hún kærir sig áreiðanlega ekki um að sjá mig. Það er gallinn á að láta fólk rekja fyrir manni raunir sínar.“ Hún vonaði að henni yrði ekki skipað til sætis á sama stað um kvöldið. Hún bjóst við, að þeim mundi báðum þykja það óþægilegt. Hún hallaði sér aftur á bak, og einhver þreytu- og leiða- tilfinning greip hana. Lestin nálgaðist París og stanzaði nú með stuttu millibili. Loks nam hún staðar á Gare de Lyon stöðinni, og Katrínu þótti vænt um að geta farið út á brautarpall- inn og gengið um í svölu útiloftinu. Hún tók eftir því, að vinkona hennar í minkaskinnkáp- unni hafði leyst vandamálið í sambandi við hugsanlega endurfundi þeirra við kvöldverðar- borðið á sinn hátt. Verið var að rétta matar- körfu inn um gluggann og þernan tók við henni. Þegar lestin var komin af stað aftur, var bjöllunni í matarvagninum hringt ákaft og Katrin fór þangað létt í huga. Borðfélagi hennar í þetta skipti var af allt öðru tagi •— lítill maður, greinilega útlendingslegur, með stíft vaxborið yfirskegg og egglaga höfuð, sem hann hallaði lítið eitt út á aðra hlið. Katrín hafði tekið með sér bók til að lesa. Hún tók eftir, að litli maður- inn horfði brosleitum augum á bókina. „Ég sé, að ungfrúin er með leynilögreglusögu. Þykir yður gaman að þesskonar bókum?“ „Já, þær eru góður skemmtilestur," sagði Katrín. Litli maðurinn kinkaði kolli. „Þær seljast alltaf vel, er mér sagt. Hver haldið þér, að sé skýringin á því, ungfrú? Ég spyr yður af áhuga á mannlegu eðli — hver haldið þér, að hún sé?“ Katrínu var æ meira skemmt. „Hún er kannske sú, að mönnum finnst þeir fái hlutdeild í hinu æsiþrungna lífi sögunnar," sagði hún. Hann kinkaði kolli alvarlegur. „Já, það er kannske eitthvað til í því.“ „Auðvitað veit maður, að slíkt og því líkt gerist ekki í raunveruleikanum,“ hélt Katrín áfram, en hann greip fram í fyrir henni. „Stundum, ungfrú góð! Stundum! Sá, sem talar við yður núna, hefur orðið fyrir slíku og því líku.“ Hún leit á hann með vaxandi athygli. „Hver veit nema þér eigið eftir að lenda ein- hverntíma í miðri hringiðu slíkra atburða," hélt hann áfram. „Það er allt tilviljunum háð.“ „Það finnst mér ósennilegt,” sagði Katrín. „Það skeður aldrei neitt þar sem ég er.“ Hann hallaði sér áfram. „Langar yður til að eitthvað skeði?“ Spurningin kom henni á óvart, og hún dró andann snöggt að sér. „Það er kannske ímyndun hjá mér,“ sagði litli maðurinn um leið og hann nuddaði gaffalinn sinn vandlega, „en ég held að það búi í yður Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: En, elskan, verður ekki ónæði að Lilla, ef þú ferð með hann í skrifstofuna ? Pabbinn: Ég er ekki að fara í skrifstofuna. Húsbóndinn bað mig að rukka inn nokkra reikninga, og Lilli hefur gaman að því að ganga um með pabba. Pabbinn: Ég er hérna með reikning. Vinnukonan: Gjörið svo vel að koma inn fyrir. Eg skal biðja húsbóndann að skrifa ávísun fyrir upphæð- inni. Hann getur ekki komið fram sjálfur, hann er með mislinga. Pabbinn: Mislinga! Ég þori ekki að snerta ávísun, sem hann hefur handleikið. Ég verð að fara með Lilla strax til læknis! Pabbinn: Af hverju svarar læknirinn Þjónninn: Læknirinn er því miður ekki viðlátinn. Hann ekki? Æ, ég gleymdi að hringja dyrabjöll- getur ekki tekið á móti sjúklingum, hann er með misl- unni! inga!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.