Vikan


Vikan - 17.03.1949, Side 2

Vikan - 17.03.1949, Side 2
2 VIKAN, nr. 11, 1949’ POSTURINN • Kæra Vika! Ég á vinkonu, sem segir mér allt og ég segi henni líka allt. Við höfum mjög líkan smekk á mörgu, og nú erum víð báðar ástfangnar í sama stráknum. Vinkona mín varð á undan að segja mér að hún væri hrifin af honum. Ég held að hann sé svolítið hrifinn af mér, en þó veit ég það ekki með vissu. Hvað á ég að gera? Á ég að hryggbrjóta hann ef hann „biður“ mín? Eða, á ég að taka honum, og valda vinkonu minni sorg og söknuði? Ég er í vandræð- um, og veit ekkert hvað ég á að gera. Ég vona nú Vika mín, að þú getir gefið mér ráð við þessu. Vonast eftir svari fljótt, með fyrir- fram þökk Ein ástfangin. P.S. Hvernig er skriftin? Svar: Þetta er samvizkuspurning, sem þú verður að taka ákvörðun um sjálf. Að skera úr um, hvað er rétt og rangt í svona málum, er ógerlegt. Skriftin er sæmileg. Hreinar léreftstuskur keyptar Steindórsprent h.f. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. 1 seinasta blaði birtist í Póstinum nafnið Eirika Petersen Skólavörðu- stíg 27 Reykjavík. En það á að vera Skólavörðuholti 27. Ég vonast eftir leiðréttingu í næsta blaði. Með fyrirfram þakklæti. Eirika Petersen , Skólavörðuholti 27 Reykjavík. stúlkur 14—16 ára), Ytri-Reistará, Arnarneshreppi, Eyjarfjarðarsýslu. Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, (við pilta 15—20 ára), báðar Tangagötu 4, Isafirði. Vallý Höskulds. (við pilta eða stúlk- ur 16—18 ára, mynd fylgi), Sund- stræti 39, Isafirði. Unnur Ketils. (við pilta eða stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), P. O. Box 147, Isafirði. Kristján Lingmó (við stúlku 16—18 ára), Sundstræti 33, Isafirði. Gerður Antonsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—16 ára, mynd fylgi), Hlíðarhúsum, Isafirði. stúlkur 13—16 ára, mynd fylgi)„ Seljalandsvegi 14, Isafirði. Sigríður Þorsteinsdóttir (vio pilt 14 —16 ára, mynd fylgi bréfinu), Súðavík, Álftafirði. Sigriður Benjamínsdóttir (við pilt 18' —20 ára, mynd fylgt), Súðavík, Álftafirði. Framhald á bls, 7. Tímariíið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. __________________ / Isak Þorbjarnarson (við stúlkur Norður- eða Austurlandi), Kapla- Aðalheiður Dýrfjörð (við pilta eða skjólsvegi 2B, Reykjavík. Einar Matthíasson (heimilisföngin fjögur voru ekki með, gjöra svo vel að senda okkur þau!) Kristjana Kristmundsdóttir (við stúlkur og pilta 18—25 ára), Magnea Magnúsdóttir (við stúlkur og pilta 18—25 ára), báðar Tóvinnuskólanum, Svalbarði, Þingeyjarsýslu. Ollý Helgadóttir, Lóa Kjartansdóttir, Goðrún Jóhannesar, (við pilta 20—35 ára, æskilegt að mynd fylgi), allar til heimilis á Húsmæðraskólanum, Laugalandi, Eyjafirði. Guðrún Guðfinna Jónsdóttii' (við pilta eða stúlkur 16—22 ára), Þykkvabæjarklaustri, Álftaveri, Vestur-Skaftafellssýslu. Fanney Jónsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—22 ára), Norðurhjá- leigu, Álftaveri, Vestur-Skaftafells- sýslu. Aðalsteinn Jóhannsson (við pilta eða Frá vinstri: Inga Laxness sem frú Manningham og Ævar R. Kvaran sem Rough. (Sig. Guðmundsson tók myndina). „Gasljós44 í Hafnarfirði Fasteignagjöld Dráttarvextir Fasteignaskattur til bæjarsjóðs Reykjavíkur 1949 féll í gjalddaga 2. janúar s. 1. Er um að ræða lóðarskatt, liúsaskatt, vatnsskatt og lóðarleigu. Hinn 15. þ.m. falla dráttarvextir á þessa skatta. Athugið sérstaklega, að allar fasteignir eru gjalcl- skyldar, en hinsvegar óvíst, hvort allir gjaldseðlar hafi borist réttum aðilum. Borgarsíjóraskrifslofan - _____________________________________________________ Hafnfirðingar eru ekki af baki dottnir í leikstarfinu, þótt það sé að mörgu leyti örðugt fyrir þá. Fyrsta viðfangsefnið þeirra leikárið 1948—49 var „Gasljós", sjónleikur í þrem þáttum, eftir Patrick Hamilton. Þýðandi er Inga Laxness og leikstjóri Ævar R. Kvaran. ,,Gasljós“ kom út 1938, hef- ur síðan farið sigurför um hinn enskumælandi heim og fékk t. d. fádæma viðtökur vestan hafs. 1943 var það leikið í Trípoli- leikhúsinu í Reykjavík, af ame- ríska setuliðinu, og fór Inga þá með sama hlutverkið og nú, en þá var leikið á ensku. Leik- flokkurinn fór með það til Englands og þar lék Inga líka aðalhlutverkið, svo að hún er orðin vön þessu viðfangsefni, enda tekur hún það engum klaufatökum. Leikurinn gerist á drungalegu haustkvöldi í London 1880. Hann er spenn- andi og dularfúilur, enda er efnið sakamálasaga. Jón Aðils leikur Manning- ham, glæpamanninn, og gerir það mjög vel; hann er tvímæla- laust kominn í hóp beztu leik- ara okkar og væri gaman að fá að sjá hann í verulega stór- felldu hlutverki. Inga Laxness leikur frú Manningham, kon- una, sem glæpamaðurinn er að telja trú um að sé að missa vitið. Þetta er ákaflega erfitt hlutverk, en Inga leikur það af næmum skilningi og tilþrifum. Ævar R: Kvaran leikur Rough, leynilögreglumanninn, skringi- legan karl og skemmtilegan, og gerir það ágætlega. Þjónustu- stúlkurnar, Elísabet og Nancy, leika Svanlaug Ester Kláus- dóttir og Jóhanna iHjaltalín, báðar nýliðar og ' var leikur þeirra furðugóður. Valgeir Óli Gíslason og Sigurður Arnórs- son leika lögregluþjóna, lítil hlutverk. Einar Markússon lék forleik eftir sjálfan sig á undan sjónleiknum. Framhald á bls. 10. IJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.