Vikan


Vikan - 17.03.1949, Side 11

Vikan - 17.03.1949, Side 11
VIKAN, nr. 11, 1949 11 Þegar hann kom út úr gistihúsinu, náði hann sér í leigubíl og ók til gistihússins þar sem Mírella bjó. Honum var sagt að dansmærin væri nýkomin inn. Derek fékk þjóninum naínspjald sitt. ,,Parið með þetta til ungfrúarinnar, og spyrjið hana hvórt hún vilji tala við mig.“ Eftir örskamma stund kom þjðnninn og bað hann að gera svo vel. Suðræn angan barst á móti Derek, þegar hann gekk yfir þröskuldinn á íbúð dansmeyjarinnar. Stofan var full af mímósum, orkideum og öðrum suðrænum blómum. Mírella stóð við gluggann í daufgulum kniplingakjói. Hún rétti fram hendurnar og gekk til móts við hann. Derek — þú ert kominn til mín. Ég vissi, að þú mundir koma.“ . Hann ýtti höndum hennar til hliðar og horfði hvasst á hana. „Hvers vegna sendir þú de la Roche greifa til min?“ Hún leit á hann með undrunarsvip, sem honum virtist ekki vera uppgerð. „Ég? Hef ég sent'de la Roche greifa til þín? Til hvers?“ „Til þess að kúga út úr mér fé, að þvi er virðist," sagði Derek hörkulega. Hún starði á hann. Svo færðist allt í einu bros ýfir andlit hennar og hún kinkaði kolli. „Auðvitað. Því var við að búast. Manni eins og honum væri einmitt trúandi til slíks. Ég hefði átt að vitað það. Nei, Derek, ég sendi hann ekki.“ Hann horfði rannsakandi á hana, og reyndi að lesa huga hennar. „Ég skal segja þér eins og er,“ sagði Mírella. „Ég skammast mín fyrir það, en ég skal segja þér eins og er. Ég reiddist um daginn, eins og þú skilur, bálreiddist —“ hún bandaði með hönd- unum. „Ég er ekki skapstillingarmanneskja. Ég vildi hefna mín á þér, og ég fór til de la Roche greifa og sagði honum að fara til lögreglunnar og segja henni frá því. En vertu óhræddur, Derek. Ég missti ekki alveg stjórn á mér; ég ein get lagt fram sannanir. Lögreglan getur ekkert gert án vitnisburðar míns', skilurðu það ? Og nú — nú?" „Hún hjúfraði sig upp að honum og horfði á hann sefjandi augum. Hann hratt henni hranalega frá sér. Hún kipr- aði saman augun eins og köttur og brjóst hennar bifuðust. „Gáðu að þér, Derek, gáðu að þér. Þú ert kominn til mín aftur, er það ekki?“ „Ég kem aldrei til þin aftur,“ sagði Derek ein- beittur. „Jæja!“ Hún líktist nú enn meira ketti. Augnalok henn- ar titruðu. „Það er önnur kona í spilinu ? Sú sem þú borð- aðir með í dag. Ha, er það rétt?“ „Ég ætla að biðja þá konu að giftast mér. ÞaiJ er eins gott þú vitir það.“ „Þennan tilgerðarlega, enska kvenmann! Held- urðu að ég vilji stuðla að því ? Nei.“ Það fór titringur um kattmjúkan líkama hennar. „Heyrðu, Derek, manstu eftir samtali okkar í London? Þú sagðir, að hið eina, sem gæti bjarg- að þér, væri dauði konunnar þinnar. Þú harm- aðir, að hún skyldi vera svona hraust. Þá kom þér til hugar slys. Og meira en slys.“ „Ég býst við, að það hafi verið þetta samtal, sem þú sagðir de la Roche greifa frá,“ sagði Derek fyrirlitlega. Mírella hló. „Heldurðu að ég sé fífl? Getur lögreglan gert nokkurn mat úr svona sögu? Hlustaðu á — ég ætla að gefa þér eitt tækifæri enn. Þú hættir við þennan enska kvenmann og kemur aftur til mín. Og þá — kæri vinur — skal ég aldrei minnast á —“ „Minnast á hvað?“ Hún hló mjúkum hlátri. „Þú hélzt, að enginn hefði séð til þín —“ „Við hvað áttu ?“ „Þú hélst, að enginn hefði séð til þín — en ég sá til þín, Derek kæri vinur. Ég sá þig koma út úr klefa konunnar þinnar um nóttina rétt áöur en lestin kom til Lyon. Og ég veit meira en það. Ég veit, að þegar þú komst út úr klef- anum, var hún dáin.“ Hann starði á hana. Svo sneri hann sér hægt við og gekk eins og í draumi út úr stofunni, og riðaði í göngulagi. 26. KAPLX. Aðvörun. „Og þessvegna er það,“ sagði Poirot, „að við erum góðir vinir, og eigum engin leyndarmál hvort fyrir öðru.“ Katrín sneri höfðinu og leit á hann. Það var eitthvaö í röddinni, einhver undirstraumur alvöru, sem hún hafði ekki heyrt fyrr. Þau sátu út x garði í Monte Carlo. Katrín hafði komið þangað með kunningjum sínum, og þær hefðu rekist á Poirot og Knighton rétt eftir að þær komu. Tamplin greifafrú hafði strax tekið Knighton traustataki og hellt yfir hann flóði endurminninga, sem Katrín háfði óljósgn grun um að væru tilbúninngur einn. Knighton hafði litið um öxl tvisvar eða þrisvar, og Poirot deplaði augunum, þegar hann sá það. „Auðvitað erum við vinir,“ sagði Katrín. „Okkur hefur frá upphafi verið hlýtt hvorum til annars,“ sagði Poirot. „Prá þeim tíma er þér sögðuð mér, að atburð- ir eins og lýst er í leynilögreglusögum gerizt líka í raunveruleikanum." „Og ég hafði rétt fyrir mér, ekki satt?“ spurði hann og bandaði að henni visifingrinum. „Við erum einmitt í miðri slíkri sögu núna. Það er eðlilegt fyrir mig, en öðru. máli gegnir um yður. Já.“ bætti hann við hugsandi, „það gegnir öði’u máli um yður.“ I-Iún leit hvasst á hann. Það var eins og hann væri að aövara hana, benda henni* á einhverja hættu, sem hún hefði ekki komið auga á. „Af hverju segið þér, að ég sé í miðri slíkri sögu ? Það er rétt, að ég átti samtal við frú Kettering rétt áður en hún dó, en — nú er það a!lt búið. Ég er ekki í neinurn tengslum við mál- ið lengur." „Ó, kæra ungfrú, geturn við nokkurn tíma fullyrt, að við séum alveg laus við þetta eða hitt ?“ Katrín sneri sér við þi'józkulega og leit fram- an í hann. „Hvað eigið þér við?“ spurði hún. „Þér eruð að reyna að segja mér eitthvað — eða öllu held- ur gefa mér eitthvað í skyn. En ég er ekki næm á rósamál. Ég vildi miklu heldur, að þér segð- uð mér umbúðalaust, það sem þér hafið að segja mér “ Poirot horfði á hana döprum augum. „0, þessir Englendingar," sagði hann lágt, „þeir vilja hafa allt svart og hvítt, allt skýrt og skil- greint. En lífið er ekki þannig, ungfrú. Sumt sem ekki er skeð getur varpað skugga á undan sér.“ Hann þerraði af augabrúnum sínum með stór- um silkivasaklút og sagði lágt: „En nú er ég orðinn skáldlegur. Við skulum tala um staðreyndir, eins og þér segið. Segið mér, hvernig lízt yður á Knighton majór?“ „Mér lízt ljómandi vel á hann,“ sagði Katrin með hlýrri ákefð; „hann er bráðskemmtilegur." Poirot andvarpaði. „Hvað er að ?“ spurði Katrín. „Þér svarið svo hjartanlegar," sagði Poirot. „Ef þér hefðuð sagt hlutlausri röddu, „ágætlega," þá hefði ég verið ánægðari.“ Katrín svaraði ekki. Henni leið hálfónotalega. Poirot hélt áfram dreymandi röddu: „Og þó — hver veit? Kvenfólkið hefur svo margar leiðir til að leyna tilfinningum sínum — og kannski er hjartanleiki eins góð aðferð og hver önnur." Hann andvarpaði. „Ég skil ekki —“ hóf Kati’ín máls. Hann greip fram í fyrir henni. „Þér skiljið ekki, hvers vegna ég er svona ósvífinn, ungfrú? Ég er gamall maður, og stöku sinnum — ekki oft — hitti ég einhvern, sem mér verður hlýtt til. Við erum vinir, ungfrú Katrín. Það hafið þér sagt sjálf. Og mér er um- hugað um, að þér verðið hamingjusöm." Katrín starði beint fram fyrir sig. Hún var með sólhlíf með sér, og með skaftinu risti hún merki í mölina við fætur sér. „Ég spurði yður spurningar ' um Knighton majór, nú ætla ég að spyrja yður annarrar spurningar. Geðjast yður vel að Derek Ketter- ing ?“ „Ég get varla sagt ég þekki hann,“ sagði Katrín. „Það er ekkei’t svar.“ „Það finnst mér.‘ Hann leit á hana; einhvér sérstakur blær í rödd hennar vakti athygli hans. Svo kinkaði hann kolli, hægt og alvarlega. „Ef til vill hafið þér rétt fj'rir yður, ungfrú. En sá, sem talar við yður núna, hefur séð mik- ið af heiminum, og hann veit um .tvennt, sem er satt. Góður maður getur farið í hundana af ást til góðrar konu.“ Katrín leit hvasst á hann. „Þegar þér talið um að fara i hundana —“ „Þá á ég við frá hans sjónarmiði. Maður verð- ur að vera heill í glæp eins og öllu öðru.“ „Þér eruð að reyna að aðvara mig,“ sagði Katrín lágri röddu. „Við hverjitm ?“ „Ég get ekki skyggnst inn í hjarta yðar, ung- frú; ég býst ekki við, að þér mynduð leyfa mér það. Ég vil aðeins segja þetta: Það ei-u til menn, sem hafa undarlega heillandi áhrif á kvenfólk." „De la Roche greifi,“ sagði Katrín og brosti. „Og aðrir — hættulegri en de la Roche greifi. Þeir hafa eiginleika, sem heilla — andvaraleysi, dirfsku, óskammfeilni. Þér eruð heillaðar, ung- frú; ég sé það, en ég held, að það sé ekki meira. Ég vona það. Maðurinn, sem ég er a'c. tala

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.