Vikan


Vikan - 24.03.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 24.03.1949, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 12, 1949 að hverfa aftur heim á Sedrushlíð — vel gat svo verið að Lancing hefði komið meðan þœr voru úti. í>egar þœr komu aftur til baka og óku upp trjágöngin, hrökk Celía við er hún sá mann til- sýndar, en hún áttaði sig fljótt aftur. Það var bara Dr. Mackenzie. „Hafið þér nokkuð hitt Lancing ?“ spurði Olga. Celía hélt niðri í sér andanum á meðan hún beið eftir svari hans. Alec hafði hvorki heyrt né séð Lancing í dag. „Það skyldi alls ekki koma mér á óvart þótt hann væri kominn til Bandaríkjanna á snekkj- unni hans Williams,“ sagði Alec. „Ætlaði Williams af stað í dag?“ „Já, og Lance var að tala um að fara með honum." „Bn ekki fer hann án þess að kveðja yður,“ sagði Celía. Olga yppti öxlum. „O, góða mín! Þér þekkið Lance ekki. Þegar svo ber undir, hverfur hann og kemur svo aftur, þegar honum gott þykir, án þess að hafa um það mörg orð. Ég er viss um að það er einmitt það, sem hann hefur nú gert. Veðhlaupin eru í þann mund að hefjast." Celía gekk upp í herbergi sitt og læsti á eftir sér. Farinn. Farinn til Virginíu án þess að segja nokkrum frá því, án þess að segja henni — eftir það, sem hann hafði áður sagt við hana. Hann hafði þá ekkert meint með þessu! Lík- legast hafði hann gleymt, að hann hafði yfirleitt nokkuð talað. Hann hafði bara verið vingjarn- legur, daðrað svolítið, eins og hann gerði við allar — hann var svona gerður; hann varð að gera allar konur hrifnar af sér. Ef ég hef tekið hann alvarlega, var það óskapleg heimska. Hún hafði fengið makleg málagjöld. Og Lancing var farinn án þess að kveðja. Nú vissi hún nákvæmlega, hvernig komið var fyrir henni. „En ég þoli þetta ekki,“ hugsaði hún. „Hversu lengi verður hann að heiman. Hversu lengi verð ég að þola að sjá hann ekki. Ég vil ekki að hann kæri sig um mig, en ég verð að sjá hann. heyra rödd hans, bara vita, að hann er hér, — hér á eyjunni.“ Hún heyrði sina eigin móðursýkisrödd og skammaðist sín fyrir. „Hvað gerigur að mér? Þetta er skelfilegt.“ Hún herti sig upp, þvoði andlit sitt og gekk niður og mátti ekki sjá, að henni væri þyngra í skapi en venjulega. Hitt fólkið sat á grasþrep- unum, Alec borðaði þar eins og oftast. Annetta settist á lítinn kollstól fyrir framan Celíu. „Þér eruð svo falleg, Gelía,“ sagði hún dálitið feimin. Celía klappaði á litla glókollinn. Henni var farið að þykja mjög vænt um Annettu. Ekki kom Lance! Það var næstum því vízt, að hann var farinn til Virginíu. Celía var mjög þögul á meðan á snæðingi stóð, og á eftir sat hún kyrrlátlega í einum legustólanna og lét höfuðið hvíla á púðanum. Olga talaði við nokkra kunningja sem komið höfðu I heimsókn. Annetta var horfin. Alec Mackenzie kom yfir til Celíu og settist við hlið hennar „Þér eruð föl að sjá," sagði hann, „eruð þér þreytt?" „Já, dálítið." Hann leit rannsakandi á hana. „Meira en dálítið. Hvað er að, Celía?" Hann talaði miklu blíðlegar en nokkru sinni áður. „Alls ekkert,“ flýtti hún sér að segja. Hann sat þögull og sagði síðan. „Finnst yður leiðinlegt á Blanque?" „Leiðinlegt! Alls ekki! Hví haldið þér það?“ ,Þér gætuð ekki hugsað yður að fara héðan?" „Fara héðan? Þegar ég hef aðeins dvalizt hér um mánaðarskeið?" „Það er alveg nóg! Og þér eruð sjálfráð, hvort þér farið eða eruð kyrr.“ „En ég vil vera hérna. Mig langar ekki til þess að fara héðan, þótt öll gæði veraldar væru í boði. Ég elska að vera hér.“ „Þér munduð hafa betra af þvi að vera heima." „Það skuluð þér láta mig um.“ „Ef ég mætti einhverju ráða, mundi ég senda yður heim þegar í stað.“ „En þér hafið ekkert yfir mér að segja, Dr. Mackenzie.“ „Nei satt er það, en ég gæti a. m. k. gefið yður holl ráð.“ „Það getið þér, og það gerið þér,“ sagði Celía og gat nú brosað. „En ég hef þegar sagt yður að ég er ekki ráða þurfi." „Þér eruð mjög ráða þurfi, skal ég segja yð- ur. Blanque er ekki góður staður! Farið heim, Celía!" „Ég veit, að þér getið ekki þolað eyna,“ sagði húri, „en ég er mjög hrifin af henni. Fyrst þér hafið þessa skoðun á staðnum, hvers vegna eruð þér þá hérna?" „Ég hef ásæður til þess,“ sagði hann. „Nú, ég hef sömuleiðis'ástæðu til þess að vera hérna. Mér þykir vænt um eyna og lífið á Sedrushlíð, og hér hef ég verk að vinna. Ég er hér ekki að gamni mínu. Fyrir mér er dvöl mín hér alvörumál." Enn horfði hann á hana þögull og alvarlegur á svip. „Nei,“ sagði hann loks, „þetta hefur ekki verið nein skemmtiferð fyrir yður og er í sannleika sagt mjög alvarlegt mál. En mér væri víst næst að þegja, það er vonlaust!" „Alveg vonlaust. Og nú er ég að hugsa um að fara að hátta, ef þér viljið hafa mig afsakaða. Ég er þreyttari en ég vissi sjálf." Alec brosti. „Er þetta handa mér?“ „Nei, þetta er heilagur sannleikur." „Þér eruð ekki gröm við mig?“ „Ég veit ekki, en ég get ekki gramizt yður.“ Celía brosti og leit þessa stundina sérstaklega unglega út. „Þér eruð svo — svo —,“ hún leitaði eftir orðum „— svo óvenju hreinskilinn. Þér viljið svo vel------------“ Þá hló hann og sýndist mörgum árum yngri en hann raunverulega var Hann var fertugur. „Það gleður mig, að þér skulið eitthvað gott finna í mér. Góða nótt, Celía." II Hún hefur sagt satt, þegar hún sagðist vera. þreytt, en þreyta hennar var fullkomlega eðli- leg. Hún lokaði dyrunum að svefnherbergi sínu Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Ég keypti héma dálítið handa honum Lilla, ég ætla að fela það fram að jólum — > - Konan: Mig grunar stundum, að þú sért að kaupa þetta drasl handa sjálfum þér, þú ert svo barnalegur! Pabbinn: Konan min er ekki heima, ég segi henni ekki heldur frá þessu, en hvar á ég að fela það? Pabbinn: Ég læt það í skápinn í bókaherberginu — Það hefur eitthvað af dóti verið fyrir! Mamman: Af hverju varstu að leita, elskan mín? Pabbinn: Engu, hjartað mitt, ég var bara að fela mig!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.