Vikan


Vikan - 24.03.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 24.03.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 12, 1949 13 1. mynd. Margir hafa tekið sér fyrir hendur að fara í sögu viðburði þá, er gjörst hafá meðal vor, eins og þeir menn hafa látið til vor ber- ast, er frá öndverðu voru sjónar- vottar og síðan gjörðust þjónar orðs- ins. (Lúkasar guðspjall). 2. mynd. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á' vegi minuni. 3. mynd. Hve mjög elska ég lög- mál þitt, liðlangan daginn thuga ég það. 4. mynd. Páll, postuli Krists Jesú, að boði Guðs frelsara vors og krists Jesú, vonar vorrar, til Tímóteus- ar, skilgetins sonar í trú. Náð, misk- unn og friður frá Guði föður og Kristi Jesú, Drottni vorum. Efsta mynd: Sérhver drengur í Burma ætlar sér að verða prestur 14 ára, og ef það tekst, þarf hann lítið annað að gera það sem eftir er ævinnar en liggja í rúmi sínu og helga sig guðrækilegum hugsunum. Mynd að neðan t. v.: Dádýrið hefur þrjú skilningarvit sérstaklega næm. Þau eru sjón, héyrn og ilman. Mynd að neðan í miðju: Augað er 30 sinnum næmara en nefið og 10 sinnum næmara en eyrað. Mynd að neðan t. h.: 13 ára gamall drengur að nafni Benhy Benson teiknaði fána Alaslta. Snjókúla brýtur rúðu Klirr Þarna brotnaði rúða í svefnher- bergisglugga frú Jensen. Þetta var i febrúar, fyrri hluta sunnudags. Drengirnir höfðu verið að leika sér að því að henda snjó- kúlum yfir þak hússins. En það var mjög hátt. Þegar rúðan brotnaði tóku dreng- irnir til fótanna og hlupu all-langan spöl frá húsinu. En söfnuðust sam- an á ný, og voru óttaslegnir. ,Þú gerðir það, Kurt. Það var gott að ég gerði það ekki,“ sagði einn af. yngri drengjunum. „Já, já, það var ég sem braut' rúð- una,“ svaraði Kurt. „En ég gerði það óviljandi." Kurt var hár, Ijós- hærður og laglegur drengur. Hann var mæðulegur á svip. „Snjókúlan gerði það, en þú ekki,“ sagði gildvaxinn strákur, með háðs- hreim í röddinni. Hann var hreykinn af því að hafa ekki brotið rúðuna. „Ætlarðu að játa þetta á þig?“ ■spurði þriðji strákurinn. „Já,“ svaraði Kurt. „Ég kemst ekki hjá því.“ Einn drengjanna mælti: „Það sá ábyggilega enginn fullorðinn maður til okkar. Og við munum þegja yfir þessu.“ Kurt svaraði: „Ég þakka ykkur fyrir. En ég tek þann kost að játa sekt mína. Pabbi hefur kennt mér það, að allir eigi að játa yfirsjónir sinar.“ BAKNASAGA „Þú ert kjáni,“ sagði gildvaxni drengurinn. „Þegiðu bara yfir þessu. Það kemst ekki upp hver braut rúð- una.“ Kurt svaraði: *„Ég ætla að hugsa málið." Að svo mæltu skildi hann við félaga sína, og fór þangað er þeir höfðu verið að leika sér. Hann átti heima í sama húsi og frú Jensen. Kurt þekkti frúna vel. Hún var göm- ul og lasburða, og bjó ein í íbúð sinni. Frú Jensen var góð kona og vel- viljuð. En Kurt bjóst við að hún yrði ekki vingjarnleg við strák, sem hafði brotið rúðu í glugga hennar, þó að það væri óviljaverk. Kurt var allt annað en ánægður. Vitanlega yrði hann að borga rúðuna. Pabbi hans mundi skamma hann, og vasapeninga fengi hann enga um ófyrirsjáanlegan tíma. Það hefði Biblíumyndir verið þægilegra að þegja, eins og sá gildvaxni hafði stungið upp á. Kurt staðnæmdist við stigann. Svo herti hann upp hugann. Hann ákvað að segja sannleikann, annað var ó- samboðið góðum dreng. Hann hljóp upp stigann, og drap rösklega á forstofudyr frú Jensen. Honum var kunnugt um að bjallan var biluð. Þá - mundi Kurt skyndilega eftir þvi að hann hafði ekki séö gömlu frúna þennan dag. Það var þó venja hennar að fara til kirkju á sunnudögum. Hann barði aftur að dyrum. En enginn kom. Snjókúlan hafði þó vonandi ekki komið í höfuð frúarinnar og valdið öngviti ? Svo fann Kurt einkennilega lykt. Var það ekki gaslykt sem lagði út úr íbúðinni? Hann opnaði bréfalok- una, og fann að gas streymdi út um rifuna. Hafði orðið slys? Hann varð að flýta sér. Sem bet- ur fór bjó umsjónarmaður hússins í íbúðinni yfir frú Jensen. Drengurinn þaut þangað, og skýrði fyrir mann- inum, hvers hann hefði orðið vísari. Brá umsjónarmaðurinn þegar við. Hann hafði lykii að íbúð frúarinnar. Er hann opnaði dyrnar lagði megna gaslykt á móti þeim. Umsjónar- maðurinn brá vasaklút fyrir vitin, hraðaði sér að glugganum og opn- aði þá. En Kurt fór að gaskrananum og lokaði fyrir gasið. Fjórði hluti þess hafði streymt út. Svo gengu þeir inn í svefnherbergi frúarinnar. Hún lá í rúminu, og var meðvitundarlaus. Aðstoðarmaðurinn mælti i ergileg- um tón: „Hún hefur ekki lokað nógu vel fyrir gasið í gærkveldi. Gasið hefur streymt út alla nóttina. Það var heppni mikil að þú komst að þessu. Og að rúðan brotnaði hefur gert mikið gagn. Nokkuð af góðu lofti hefur komist þar inn.“ Að svo mæltu hringdi hann eftir sjúkrabíl. En áður en bíllinn kom var frú Jensen farin að hressast. Kurt var afarglaður og þakklátur er hann fór frá frúnni. 1 sannleika sagt, hafði snjókúlan hans bjargað lífi frúarinnar. En hvernig hefði farið ef hann hefði valið þann kost- inn að þegja yfir rúðubrotinu? Pabbi hans hafði rétt að mæla. Öllum ber skylda til þess að játa yfir- sjónift sínar. Kurt hafði fengið stað- féstingu á ágæti þessarar kenninga. Og samkvæmt henni ákvað hann að lifa, því hann var góður drengur. Eins og gengur — ■ \ j J. Gagnstætt venjunni!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.