Vikan


Vikan - 05.05.1949, Page 7

Vikan - 05.05.1949, Page 7
VIKAN, nr. 18, 1949 7 Bréfasambönd Framhald af bls. 2. ■Guðjón Loftsson (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Kristmundur Árnason (við pilta eða stúlkur 18—20 ára), allir á Hólmavík, Strandasýslu. Hörður Ragnarsson (við stúlku 18 —21 árs), Þingeyri við Dýrafjörð. Halldóra Alexandersdóttir (við pilt 17—20 ára), Reynistað, Skerjafirði, Reykjavík. Skúli Ólafsson (við stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), Grafarnesi, Grundarfirði, Snæfellsnessýslu. Vallý Kristjánsdóttir, Fanney Gestsdóttir, (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), báðar Hvítanesi, N.-lsaf jarðar- sýslu. Anna ólafsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—16 ára), Urðaveg 11, Isafirði. Svanhildur Erna Jónsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—16 ára), Tún- götu 19, Isafirði. Sigurborg Friðgeirsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—16 ára), Pól- götu 8, Isafirði. Kristlaugur Bjarnason (við stúlkur, mynd fylgi), Grafarnesi, Grundar- firði, Snæfellsnessýslu. Halla Þórhalls. (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), Kirkjuvegi 28A, Keflavík. Margrét Benedikts. (við pilta eða stúlkur 14—16 ára), Vallargötu 28, Keflavík. Sigrún Magnúsdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Marta Kristjánsdóttir, Sigríður Friðbertsdóttir, Sigurlín Sigurðar, (við pilta eða stúlkur 16—30 ára), allar Suðureyri, Súgandafirði, V.- Isafj arðarsýslu. Sigríður Guðmundsdóttir (við pilt eða stúlku 19—21 árs, mynd fylgi), Kolsholthellir, Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Jón Fanndal Þórðarson (við stúlkur 14—17 ára), Uaugalandi við Isa- fjarðardjúp. Björn Arndal (við pilt eða stúlku 13 —15 ára), Miðkoti, Miðnesi. Margit Hind (við pilt 14—16 ára), Tennskjer, Norge. Mynd t. v.: Stúlka þessi er fakír og hefur lifað á þvi að anda að sér sjóðandi vatnsgufu. Mynd í miðju: Meginhluti ávaxta og grænmetis þess, er við könnumst við, er að mestu leyti vatn. Mynd að ofan t. h.: Gorillu- apar eru mjög fælin dýr og hafa sig ekki i frammi nema þeir séu reittir til reiði, eða þeir haldi, að „fjölskyldu" þeirra sé búin hætta. VEIZTU ÞETTA 99 Gullfaxi46 Hinar vinsælu laugardagsferðir „GULLFAXA“ beint til Kaupmanna- hafnar hófust að nýju laugardaginn 30. þ. m. — Til baka verður farið frá Kaupmannahöfn á sunnudögum. Áætlunni verður hagað þannig: Reykjavík—Kaupmannahöfn ALLA LAUGARDAGA. Frá Reykjavíkurflugvelli kl. 8.30 Til Kaupmannahafnar kl. 16.15 Kaupmannahöfn—Reykjavík ALLA SUNNUDAGA. Frá Kastrupflugvelli kl. 11.30 Til Reykjavíkur kl. 17.45 Afgreiðslu í Kaupmannahöfn annast: Det Danske Luftfartselskap A/S (DDL/SAS) „Dagmarhus" — Raadhuspladsen. Sími: Central 8800. Afgreiðsla í Reykjavík er í skrifstofu vorri, Lækjargötu 4, (símar 6608, 6609) sem veitir allar nánari upplýsingar. Flugfélag íslands h.f. ÚR ÝMSUM ÁTTUM — Minnsta fiðla í heimi er ekki lengri en 5,7 cm. Það er ekki hægt að leika á hana með fingrunum — en sá, sem smíðaði bana, Anton Ostricek, hefir til allrar hamingju einnig smíð- að áhald, sem hægt er að leika á fiðluna með Ostricek var í tvö ár að smíða „dverg-fiðluna“. ! ! ! Veggfóður úr pappír komst í tízku á sautjándu öld, — en áður var notað dýrt rósasilki. 1 fyrstu var stráð gull- og silfurdufti í veggfóðrið. ! ! ! Þegar hundur grefur kjötbein sitt, gerir hann það til að beinið drekki í sig steinefni og sölt, sem hundinn skortir. ; i | Nokkrar sveppategundir skipta um lit þegar sveppirnir eru skornir í sundur. Ein tegundin verður sterkblá, um leið og hún er skorin sund- ur með hníf. Önnur verður dökkgræn og sú þriðja brún. ! ! ! Ung stúlka, sem var að kveðja unnusta sinn, — en hann var að fara í langt ferðalag, — gaf honum sjálfblekung að skilnaði. Sjálfblekungn- um var þannig háttað, að þegar skrifað var með honum, lyfti lítil fjöður spjaldi, og kom þá i Ijós smámynd af gefandanum. ! ; i Sumar sveppategundir vaxa aðeins á öðrum sveppum. ! ! ! Árið 1651 mælti enski biskupinn Wilkins á þessa leið: „Það koma þeir tímar, að það þykir eins eðlilegt að spyrja um vængi sína og skóna." Spádómurinn mun ekki hafa rætzt, þegar þessi ummæli verða 300 ára gömul, en þegar þau verða 400 ára, verður kannske öðru máli að gegna. i i | Álitið er, að T. Mc. Mervamin, Ástralíumaður, sé mest meiddur af öllum knöpum. Hann hefur verið saumaður saman af læknum með um 100 nálsporum, handleggs- og fótbrotnað 26 sinnum, misst 5 tennur og fengið 14 sinnum heilahristing. ; ; ; Perlukafarar í Kyrrahafinu geta unnið í allt að 3 mínútur í einu á 40 m. dýpi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.