Vikan


Vikan - 05.05.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 05.05.1949, Blaðsíða 12
12 skilið þjónustustúlkuna sina eftir í París, var ekki frú Kettering." Van Aldin starði á hann. ,,Van Aldin, Ruth Kettering var dáin áður en lestin kom til Gare de Lyon i París. Það var Adda Mason, klædd í föt húsmóður sinnar, sem keypti matarkörfuna, og sagði þessí nauðsynlegu orð við lestarþjóninn." „Það er óhugsandi!“ „Nei, nei, Van Aldin; það er ekki óhugsandi. Kvenfólkið er svo líkt hvað öðru nú á dögum, að menn grfeina það meira á fötunum en and- litunum. Adda Mason var af svipaðri hæð og dóttir yðar. Klædd í loðkápu og með litla, rauða hattinn hiður undir augu gat hún hæglega blekkt lestarþjóninn. Hann hafði ekki áður talað við frú Kettering, eins og þér munið, Að vísu hafði hann séð þernuna rétt sem snöggvast, þegar hún rétti honum farmiðana, en hann hefur varla gefið henni mikinn gaum. Ef hann hefur verið sérlega athugull, er hugsanlegt, að hann hefði gert sér grein fyrir, að frúin og þernan hennar væru ekki ósvipaðar, en mjög er það ósennilegt. Og minn- ist þess, að Adda Mason, eða Kitty Kidd, var leikkona, sem breytt getur um útlit og rödd með litlum-'eða engum fyrirvara. Nei, nei, það var engin hætta á að hann þekkti þernuna í fötum húsmóðurinnar, en nokkur hætta var á því, þeg- ar hann fyndi líkið, að honum yrði Ijóst, að það var ekki sama konan og talað hafði við hann kvöldið áður. Og þar er fengin skýringin á því, hvers vegna andlit líksins var skaddað. Mesta hættan fyrir öddu Mason var, að ungfrú Grey færi inn í klefann til frú Kettering eftir að lestin færi frá París, og hún fyrirbyggði þá hættu með því að kaupa, matarkörfuna og loka sig inni í klefanum." „En hver myrti Ruth — og hvenær var það gert?“ „Hafið það fyrst og fremst hugfast, að þau höfðu tvö lagt á ráðin um að fremja morðið — Knighton og Adda Mason. Knighton var í París þennan dag, í erindagjörðum fyrir yður. Hann fór upp í lestina einhvers staðar í úthverfunum. Frú Kettering hefur kannske orðið undrandi, en alls ekki tortryggin. Ef til vill hefur hann vakið athygli hennar á einhverju fyrir utan gluggann, og þegar hún snýr sér við til að líta út um gluggann, bregður hann strengnum um háls 1. Maggi: Eg hitti! 2. Maggi: Ég hitti þig! Þú átt að leggjast niður! Raggi: Eg vil það ekki! 3. Maggi: Hvað er að þér, drengur? Viltu ekki vera í kúreka- og Indíánaleik? hennar — og allt er um garð gengið á örfáum sekúndum. Hurðin að klefanum er lokuð, og hann og Adda taka til óspilltra málanna. Þau færa hina látnu konu úr utanyfirfötunum. Þau vefja likið í teppi og setja það á bekkinn í klef- anum við hliðina, innan um ferðatöskur og poka. Knighton fer úr lestinni og tekur gimsteinaöskj- irna með rúbinunum með sér. Með því að ekki er álitið, að glæpur hafi verið framinn fyrr en tólf tímum seinna, er hann algerlega öruggur, og framburður hans og ummæli hinnar fölsku frú Kettering við lestarþjóninn er fullgild fjar- vistarsönnun fyrir hann. Á Gare de Lyon fær Adda Mason matarkörf- una. Hún lokar sig inni í snyrtiklefanum, skipt- ir í skyndi um föt, lagar til á sér hárið og reynir að gera sig eins líka húsmóður sinni í útliti og unnt er. Þegar þjónninh kemur til að ,búa um rúmin, segir hún honum hina tilbúnu sögu um, að hún hafi skilið eftir þernuna i París; og meðan hann er að búa um rúmið, stendur hún við gluggannn og horfir út og snýr þannig baki að ganginum og fólki, sem fer þar um. Það var skynsamleg varkárni, því að eins og við vitum, var ungfrú Grey ein þeirra, sem framhjá fóru, og hún var ásamt fleirum reiðubúin að sverja, að ungfrú Kettering hefði verið á lífi á því augnabliki." „Haldið áfram," sagði Van Aldin. „Áður en lestin kom til Lyons, lagði hún lík húsmóður sinnar til í rúminu, braut saman föt hennar og lagði þau snyrtilega á gaflinn. Síðan fór hún í karlmannsföt og bjóst til að yfirgefa lestina. Þegar Derek Kettering kom inn í klefa konu sinnar og sá hana sofandi að því er hon- um virtist, var Adda Mason inni í hinum klefan- um og beið eftir tækifæri til að komast úr lest- inni. Undir eins og lestarþjónninn hafði stokkið niður á brautarpallinn í Lyons, fór hún á eftir honum og labbaði þar um eins og hún væri að fá sér frískt loft. Svo þegar enginn tók eftir henni, sætti hún færi að stökkva yfir á hinn brautarpallinn, og tók fyrstu lest til baka til Parísar og Ritzhótelsins. Hún er þar skráð fyrir herbergi daginn áður, og gerði það ein af lags- konum Knightons. Hún þarf ekki annað en bíða róleg komu yðar. Gimsteinarnir eru ekki, og hafa aldrei verið í vörzlu hennar. Ekki fellur neinn grunur á Knighton, og sem ritari yðar Raggi: Jú, en ég vil ekki leggjast . . . 4. Raggi: . . . ég var að koma á fætur úr eftirmiðdagssvefninum mínum og þá get ég ó- mögulega farið að leggjast strax aftur! VIKAN, nr. 18, 1949 FELUMYND Hvar er prinsinn? kemur hann með þá til Nice án þess nokkur hætta sé á, að það komizt upp. Það hefur þegar verið undirbúið að afhenda þá herra Papopolous, og á ungfrú Mason að gera það. Eins og þér sjáið, hefur þetta allt verið vel og rækilega undirbúið, enda var þess að vænta af manni eins og markgreifanum." „Og þér eruð sannfærður um, að Richard Knighton sé alkunnur glæpamaður, sem hafi ver- ið að verki í mörg ár?“ Poirot kinkaði kolli. „Það var einmitt eitt af einkennum hins svo- nefnda markgreifa, hve geðþekkur og aðlaðandi hann var í framkomu. Þér létuð blekkjast af þessum eiginleikum hans, Van Aldin, þegar þér réðuð hann sem ritara yðar eftir stutt kynni.“ „Ég hefði aldrei trúað neinu misjöfnu um hann,“ sagði miljónamæringurinn. „Hann fór mjög kænlega að ráði sínu — svo kænlega, að það blekkti jafnvel yður, sem þó eruð mikill mannþekkjari." „Ég kynnti mér starfsferil hans og hann var óaðfinnanlegur." „Já, já; þaS var einn liður í blekkingunum. Líf Richards Knighton var óaðfinnanlegt. Hann var kominn af góðu fólki, var vel kynntur, gat sér gott orð í stríðinu, og virtist hafinn yfir allan grun; en þegar ég fór að safna upplýsingum um hinn dularfulla markgreifa, fann ég margt sam- eiginlegt. Knighton talaði frönsku eins og inn- borinn, hann hafði verið í Ameríku, Frakklandi og Englandi um svipað leyti og markgreifinn var þar að verki. Siðast fréttist um markgreif- ann í Sviss, þar sem hann hafði staðið á bak við nokkra gimsteinaþjófnaði, og það var einmitt um það leyti, sem sögur komust á loft um það, að þér væruð á hnotskóm eftir hinum frægu rúbínum." „En af hverju var hann að fremja morð?“ spurði Van Aldin niðurbrotinn. Jafnslunginn þjófur og hánn hefði vissulega átt að geta stolið gimsteinunum án þess.“ Poirot hristi höfuðið. „Þetta er ekki fyrsta morðið, sem markgreifinn hefur á samvizkunni. Hann er morðingi að upplagi; og hann er einnig þeirrar skoðunar, að bezt sé, að enginn sé til frásagnar af verkum hans.“ „Græðgi markgreifans í fræga, sögulega gim- steina var takmarkalaus. Hann lagði á ráð sín löngu fyrir fram með því 'að ráða sig sem ritara yðar og láta lagskonu sína ná sér i þernustöðu hjá dóttur yðar, sem hann gerði ráð fyrir að ætti að fá gimsteinana. Og þó að þetta væri vand- MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.