Vikan


Vikan - 16.06.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 16.06.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 24, 1949 11 Framhaldssaga: Beishur drykhur 25 Ástasaga eftir Anne Duffield máltíðinni og laumaðist síðan lymskulega bak við vefinn. Henni datt Job í hug, stóri negrinn, sem læddist álíka hljóðlega og köngullóin. Job! Var það að ófyrirsynju, að hún óttaðist hann svo mjög? Fljótt á litið var það. Jafnvel þótt hann hefði girnd til, mundi hann bresta þor til þess að snerta hana. Hvað Lance viðvék, hafði hann rétt fyrir sér. Auðvitað mundi líf þeirra verða óbærilegt, ef hún gæti ekki verið ein i sínu eigin húsi. Aðrar konur á eynni voru alls ósmeykar. Já, en hjá þeim var enginn „framandi", enginn Vestur- Indíanegri. Aðeins þessir blíðgeðja Blanque- negrar, sem virtust eins og hlutar af þeim fjölskyldum, er þeir dvöldust hjá. En var Job hluti af fjölskyldunni á Fairfax? Nei, en hann heyrði henni samt til. „Ég verð að vera skynsöm,“ sagði hún við sjálfa sig. Um nónbil var hitinn engu minni, en sólin var hulin bak við skýjahjúp. Celía, sem ekki gat afborið að vera lengur í húsinu, drakk teið úti. „Það lítur óveðurslega út,“ sagði Horace gamli. „Ég vona, að svo verði ekki,“ svaraði Celía, „þar sem herra Lance er á sjónum.“ „O, þeim er engin hsetta búin. Þeir eru komn- ir iangleiðina til — hann nefndi eina af eyjun- um — og þar leggjast þeir, ef það gerir af- spyrnuveður. Annars þolir báturinn og herra Billy Williams allt. Hafið þér allt, sem þér þurf- ið, frú Celia?" „Já, þökk fyrir, Horace." IH Klukkan um hálfátta skall óveðrið á. Celía sat þá að snæðingi. Hún spratt á fætur til þess að loka gluggunum. Fossandi regndemba buldi á þakinu. Hún heyrði að þjónustufólkið var að loka gluggum og hurðum niðri. Vinnukona kom inn til þess að sækja bakkann. „Óskið þér einhvers fleira, frú Celía?" „Nei, þökk fyrir Phyllis. En það hræðilega veður.“ „Já, frú, þetta er ógurlegt veður.“ Celia sat og hlustaði á regnið og storminn. Hún heyrði raddir þjónustufólksins, háværar, glaðar og hlæjandi, er það gekk yfir til þeirra eigin hverfis. Ekkert þeirra svaf í húsinu, en handan matjurtagarðsins voru kofar þeirra. „Ég vildi, að ég hefði beðið Horace og Jinny að sofa hér i nótt,“ hugsaði Celía. Hana dauð- langaði til þess að ganga á eftir þeim, biðja þau að koma til baka. En nú voru þau að öll- um líkindum háttuð.“ „Og ég mundi víst kafna, ef ég reyndi að nálgast þau.“ Auk þess náði það engri átt að láta á því bera, að hún væri hrædd. Þau voru afskaplega indæl, en þau voru — þau voru — svört. Hvitir menn máttu alls ekki sýna ótta gagn- vart svörtum mönnum — hafði Lance ekki kennt henni það? Klukkan varð tíu — ellefu— stormurinn hvein án afláts. Þao var eins og allir djöfulsins árar léki lausum hala í itvöld. Hávaðinn var óþol- andi, tré brotnaði með feikilegu braki, gluggar skulfu, hurðir smullu og regnið lamdi á rúðun- um. Celía fékk ofbirtu í augun af eldingunum og þrumurnar skóku húsið eins og það væri strákofi. Þaksteinar losnuðu og skrölluðu niður þakið á hvínandi ferð. „Kannski þakið fjúki af. Lance hefur aldrei látið gera við það.“ Ef óveðrinu færi ekki að slota mundi hún missa vitið. Taugar hennar titruðu. „Ég get ekki haldist hér við lengur. Ég er eins og rotta í gildru. Hún hljóp niður stigann með ljós i hendi sér, gekk inn í dagstofuna og kveikti þar á lampa. Stóra stofan var full með skuggum, er hreyfð- ust til eftir þvi sem ljósið bærðist af vindinum. Celia horfði á með skelfdum augum. Hún gekk út að einum glugganum. Hún ætl- aði að standa augliti til auglitis við storminn. Það mundi varla vera eins skelfilegt og að heyra hann álengdar. Hún dró innri hlerann frá og leit út. Elding lýsti umhverfið og Celía æpti af skelfingu. Mannvera nokkur lá í hnipri rétt hjá glugg- anum. Hún sá svart andlit og tvö svört augu i skjannahvítri umgerð. Svo varð aftur myrkur. Hún stóð eins og lömuð. En birti af eldingu — hún sá veruna rísa upp og dökka andlitið brosa. Job. Hann gckk reikandi áfram. Hún sá, að hann var drukkinn. Hvað var hann að gera úti í storminum ? Eftir hverju var hann að bíða ? Svefnherbergisgluggi hennar var þar rétt fyrir ofan. Þéttur vínviður óx upp með veggnum. Og þessi vínviður mundi vera nógu sterkur til þess halda uppi manni, sem vildi klifra upp vegginn. Máttvana af skelfingu skaut hún lokunni fyrir gluggahlerann. Hugsanir hennar þutu úr einu í annað. Aðrir gluggar? Aðrar dyr? Efstu glugg- arnir voru lokaðir, hún hafði heyrt stúlkurnar loka þeim. Borðstofan? Bókaherbergið ? Skuggi flögraði á gólfinu. Hún gaf frá sér hálfkæft óp, en það var einungis lampinn, sem hafði hreyfzt fyrir vindinum. Hún greip vasa- ljós sitt, hljóp út í forstofuna og í áttina að borðstofunni. Þar var allt harðlæst. Aðrar stof- ur voru einnig örugglega umbúnar. Hann gat ekki komizt inn? Var hann inni nú þegar? Hún gat ekki komizt lengra. En hún varð. Svo tók hún rögg á sig, gætti að umbúnaðinum annarsstaðar og varð þess vísari, að allt var í lagi. Hún gekk aftur til dagstofunnar. Upp? Nei, hún gat ekki farið upp. Ef hann kæmi inn, mundi hún vera þar eins og fugl í búri. Gat hún komizt niður að kofanum? Ógerlegt! Hann gæti vel heyrt til hennar eða séð hana. Það var all-langt þangað. Það væri mesta brjálæði, að ætla sér að reyna slíkt. Kalla á þjónustufólkið ? Það mundi ekki heyra neitt í þessu öfsaveðri. En bjallan, stóra bjallan, sem notuð var til þess að minna á dagmál og náttmál. Strengurinn var í forstofunni. Celía andvarpaði léttan og hljóp út — strengurinn lá á gólfinu! Auðvitað — hann hafði slitnað fyrir um það bil hálfum mánuði og Lance hafði gleymt að koma honum í viðgerð. Hún gekk til baka. Andlit hennar var náfölt, augun villt. Hún reyndi að herða sig upp, hugsa um barnið sitt. Maðurinn gæti ekki komizt inn. Hann getur það ekki, getur það ekki, getur það ekki. Ég verö að vera róleg. Hún heyrði að fálmað yar til gluggans, eða henni fannst það. Hún reyndi að æpa, en hljóðið kafnaði niðri í henni. Svo heyrði hún ekkert nema dynjandi regnið, þrumurnar og storminn. Hvert hafði hann farið ? Hvar mundi hann ráðast til inngöngu? Hversu lengi mundi hann þrauka? Hann var fullur, hafði áreiðanlega flösku í vas- anum og gæti stútað sig æ ofan í æ og drukkið frá sér allt vit. En ef til vill mundi hann ekki gera það — — Mundi þessi martröð aldrei taka enda? Bara ef svo færi, gæti hún brotið rúður, öskrað ög æpt á þjónustufólkið. En engin gæti heyrt til hennar í þessum veðurofsa. Veðrinu mundi ein- hvern tíma slota. Hún varð að herða sig upp og bíða. Hún mátti ekki láta undan. Hún tók að tvístíga á gólfinu. Allt í einu heyrði hún hljóð, annarlegt og ó- þekkt. Hún snarstanzaði, yfir sig hrædd. Skjálfandi stóð hún í sömu sporum og lagði nákvæmlega við hlustirnar. Hárin risu á höfði hennar. Hún heyrði þrusk í matstofu þjónustufólks- ins — það var einhver að læðast, stóll féll á hliðina, lágt bölv — hann var kominn inn! Hún sneri sér við og þaut út úr stofunni til útidyranna, opnaði þær með því að losa slag- brandinn. Dyrnar þutu upp, og Celía hljóp út eins og vitfirringur. Hún hljóp beint af augum, skeytti engu hvort hún fór. Hún hugsaði ekki lengur, það eina, sem hún gat var að hlaupa. Hún hljóp gegnum olíuviðarrunnana og að háu múrsteinsþrepunum. Þrepin voru hál og blaut og margslitin. Hún hrasaði og steyptist til jarðar. 17. KAFLI. Celia komst aftur til meðvitundar. Hún var enn þá mjög utan við sig, en skyndilega mundi hún allt og hræðslan náði tökum á henni. Hún ætlaði að spretta á fætur og halda áfram göng- unni, en hún gat ekki hreyft sig. Hún fann að einhver kom við hana og lyfti henni upp. Hún æpti af hræðslu og streittist á móti af öllum kröftum. „Celía!“ Það var kveikt á vasaljósi og hún sá inn í gráu augun Alec Mackenzie. „Alec! Alec!“ „Celía, góða------“ Hún vafði handleggjunum utan um hálsinn á honum og þrýsti sér að honum. „Farðu ekki frá mér, farðu ekki frá mér.“ „Ég fer aldrei frá þér framar." „Þessi maður -— Job ■— -— „Hann er kominn á öruggan stað. Nú er þér borgið, Celía. Þú þarft ekkert að óttast. Ekkert að óttast! Já, nú var henni borgið. Alec var kominn, hélt henni fast. Hún spurði hann ekki, hvaðan hann kæmi og undraðist það ekki einu sinni. Hún gerði sig alveg máttlausa og féll í væran dvala------- II. Vitund hennar skynjaði tvær raddir, tvær hvíslandi raddir. Ómur þeirra var þægilegur eins og seitlandi lækur. Hún lá á einhverju mjúku og mátulega hlýju. Kaddimar voru sef- andi og blíðlegar. Svo hurfu þær og hún var ein. Henni var kastað upp og slengt til jarðar. Síð- an var henni snúið í hring fyrir framan glóandi bál, föt hennar voru rifin og tætt og blóðið vætl- aði úr sárum á líkama hennar. Svo var hún kvalin með eiturgasi og varpað niður í kolsvarta

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.