Vikan


Vikan - 16.06.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 16.06.1949, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 24, 1949 gjá. Og nú höfðu þeir víst lokið aðgerðum sínum og hún fékk að vera í friði. Hún lá grafkyrr. Ef hún hreyfði sig hið minnsta, mundi pyntingarnar byrja að nýju. Kannske vissu þeir ekki, að hún var hérna. Þeir máttu ekhi fá að vita það. — Muldur og orðaskvaldur. — Raddirnar urðu sifellt hærri og hærri. Einhvers staðar frá kom ljós. Hana lang- aði til þess að opna augun og sjá ljósið, en þorði það ekki því að ef hún gerði það, gat svo farið að þeir sæu lífsmerki með henni og tækju að kvelja hana á ný. Ljósið varð sterkara, barsmíðin í höfði hennar daufari. Nú heyrði hún raddir mjög greinilega og gat fylgzt með samtalinu. „Veslings stúlkan. Og veslings Lance. Hefur nokkuð frétzt frá honúm. „Já, báturinn hefur talstöð. Þeir hafa snúið við.“ „Þetta er hræðilegt. Ætli hún nái sér, hvað haldið þér um það?“ „O-já, hún nær sér. Hættan lá í þvi að hjartað mundi bresta, en hún hefur lifað það af.“ Hver skyldi ná sér ? Var einhver veikur ? Hvar var Lance? ,,Ó.'“ Celía opnaði augun. „Job — Alec.“ Hún hefur fengið meðvitund! Svona, svona, frú Lancing.“ Ung kona í hvítum slopp með hvíta húfu beygði sig yfir rúmið. Hún brosti hughreystandi: „Það er gott! Hvernig líður yður?“ Celía leit á hjúkrunarkonuna undrandi og utan við sig: „Hvernig •— hvar —?“ Hún gat varla hreyft tunguna. „Þér eruð á sjúkrahúsinu, frú Lancing, og það er hlynnt að yður eftir föngum.“ „Sjúkrahúsinu ? Hef ég verið veik?“ „Mjög veik. En þér hafið náð yður mjög fljótt. Haldið þér, að þér gætuð drukkið einhvern sval- andi drykk?“ „Ég er þyrst,“ hvíslaði Celía. Bolla var haldið að vörum hennar og hún drakk. Drykkurinn var volgur og þægilegur. „Og nú skuluð þér sofna aftur. Á ég að búa betur um höfuðið á yður ? Lokið svo augunum og reynið að sofna. Hana langaði ekki til þess að loka augunum, það var svo margt sem hana langaði að spyrja um. Hvers vegna var hún hérna. Hvað hafði komið fyrir. Það hafði verið fárviðri — fullur negri — hún datt einhversstaðar, svo' kom Alec. Eða var það draumur? Hún varð að vita vissu sína, en augnalok hennar voru blýþung. Þau féllu saman, Celía andvarpaði og sofnaði vært. Er komið var kvöld vaknaði hún. Hún svipað- ist um í stofunni. Inn um opinn gluggann barst sætur ilmur. Óveðrinu var víst slotað því engin hljóð heyrðust nema öldugjálfrið við ströndina. Óveðrið! Skyndilega mundi Celía allt. Hræði- lega kvöldið, mannveruna, sem lá í hnipri undir glugganum, þessa hræðilegu æsingu. Og svo þruskið í matstofunni, villtur flóttinn, fallið — og Alec. Svo hafði hún fallið í ómegin og haft þetta hræðilega óráð. Hvernig hafði hún komizt hingað á sjúkra- húsið. Hvernig í ósköpunum hafði Alec borið að einmitt þá. Hversvegna hafði hann komið frá Englandi ? Hversvegna hafði hann komið til Fairfax einmitt á þessari stundu, í þessu hræðilega fárviðri ? „Jæja.“ Hjúkrunarkonan stóð brosandi við.,hlið hennar. „Þér hafið sannarlega sofið vel. Líður yður ekki betur núna?“ „Jú, þökk fyrir.“ „Svöng, geri ég ráð fyrir.“ Þótt undarlegt sé, þá var Celía mjög svöng. Hjúkrunarkonan kom með bolla af þunnu hafra- seyði, mataði hana sem hún væri barn. Celía varð södd af þessu. Hún hafði víst ekki verið eins svöng og hún hafði haldið. En hún leit miklu betur út, er hún hafði lokið úr bollanum, og hreyfði sig eins og hún vildi setjast upp í rúminu. „Þetta mundi ég ekki gera,“ sagði hjúkr- unarkonan. „Lát mig búa um yður.“ Hún gerði svo, og Celía lagðist aftur. „Ég er afskaplega slöpp,“ sagði hún. „Það er ekkert. En þér eruð prýðilega hraust- byggð, frú Lancing. Við erum öll mjög hreykin af yður.“ „Var ég mjög veik?“ „Það skulum við ekki tala um núna,“ svaraði hjúkrunarkonan ákveðin. „En ég verð. Ég þarf að leggja fyrir yður spurningu." „Jæja, gott og vel.“ Hjúkrunarkonan tók um úlnliðin á henni. „Hvað var það, sem þér vilduð spyrja mig að, frú Lancing ?“ „Ég geri ráð fyrir, að barnið — barnið -—“ Celia átti erfitt um mál. Hjúkrunarkonan kinkaði kolli. Samúðarsvip- ur kom á andlit henni. „Það var ekki hægt að komast hjá því. En Moira Lister, er lék í ensku myndinni „Another Shore“ („Annað land“). (Frá J. A. Rank, London) við björguðum yður að minnsta kosti,“ sagði hún og reyndi að vera kát. „Hversu lengi hef ég verið hérna,“ spurði Celia. „Þrjá dpga.“ „Þrjá daga?“ Og hvernig komst ég hingað? „Mackenzie læknir kom með yður á vélbáti hótelsins." „Öveðursnóttina ?“ „Já, einmitt þegar verst var veðrið. Og hann bjargaði þannig lífi yðar.“ „En hvernig. Ég skil ekki hvernig smá- bátur — —“ „Það er hlé á flóanum. Og vélbátar þola stinn- inginn. Ekki svo að skilja, að mig hafi langað til þess að vera með, það verð ég að segja. Ég hefði ekki þorað að hætta á það, og ég þekki engan nema Mackenzie, sem hefði lagt í þessa fífldirfskuraun. Og hvernig hann hefur getað fengið tvo negra með sér, er mér óskiljanlegt, en hann hefur svo undarlegt vald yfir fólki. Ég hygg, að flestir gerir það, sem dr. Mackenzie skipar þeim.“ „Er hann, — er hann enn á Blanque ?“ „Á Blanque! Ég held nú það. Hann hefur verið á sjúkrahúsinu dag og nótt.“ Celía leit niður fyrir sig. „En hvað það var vel gert af honum,“ sagði hún. „Hann er stórkostlegur," sagði hjúkrunar- konan sannfærandi. Og auðvitað var hann mjög kvíðinn — hann, sem var svo mikill vinur hr. Lancings." ' „Hefur nokkuð heyrzt frá — ?“ „Frá hr. Lancing?" greip hjúkrunarkonan fram í. „Já, já, hugsa sér, að ég skuli ekki hafa sagt yður frá því, að það var sent neyðarskeyti héðan frá talstöðinni í gær. En við hugs- uðum ekki mikið um það, af því að við höfðum svo mikið að gera með að hlynna að yður, en svo mikið er víst, að svar var komið í gærkvöldi, um að skipið væri snúið við.“ „Ó, ég er svo glöð! Ég var svo hrædd.“ Þessi voðalegi stormur —“ „Blanque-búar farast ekki þótt hann hvessi dálítið," sagði hjúkrunarkonan í gamni. „Þér fáið að sjá mann yðar heilan á húfi eftir einn til tvo daga. Og nú skuluð þér leggjast fyrir aftur og sofna.“ Celía gegndi þvi. Hún hélt samt, að hún mundi ekki geta sofnað, það var alltof mikið, sem hún hafði að hugsa um. En áður en löng stund var Jiðin, var hún sofnuð værum svefni. Hjúkrunar- MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. X. Maggi: Amma, amma, ég hef fundið þau! ?,. Maggi: Gettu hvaö þao cr, amma! 3. Amm: Hver csköpin gan~a á. Maggi: Ég hef fundið sumarnærfötin mín!! 4. Maggi: Ég er búinn að sjá kríu, ég er bú- inn að s'á kríu! ! !

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.