Vikan


Vikan - 08.09.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 08.09.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 36, 1949 3 Á heimsenda köldum Framhald af forsíðu. hugði á landnám. Hann sá í hendi sér, eins og hver annar dugandi fasteigna- sali, að menn mundu verða fúsari að nema landið, ef það héti vel. Þess vegna kall- aði hann það Grænland. Eiríkur hafði verið dæmdur í þriggja ára útlegð. Að þeim tíma liðnum sneri hann aftur til íslands og lofaði mjög hið nýja land, er hann hafði fundið. Næsta vor létu 25 skip í haf áleiðis til Græn- lands. Sum urðu aftúrreka, sum týndust, en 14 skip koniust heilu og höldnu alla leið, og um 350 landnámsmenn sátu á Grænlandi um veturinn án þess að þola harðrétti eða bíða tjón á annan hátt. Landnámið hélt áfram, unz landslýðurinn var orðinn 9 þúsund, að því er menn ætla. Fimm árum eftir komu fyrstu lands- manna var þing stofnað og Grænland varð lýðveldi. Nokkrum árum síðar lenti Leifur sonur Eiríks rauða í hafvillu á leið sinni frá Noregi, svo sem frægt er orðið. Hann tók of suðlæga stefnu fyrir Hvarf á Græn- landi, enda má og vera, að þoka hafi legið við annes þetta. Hann fór að minnsta kosti fram hjá Grænlandi. Þá gerðist það, — um 500 árum áður en Kólumbus „fann Ameríku" —, að Leifur Eiríksson sá land, er hann vissi, að ekki var Grænland, og þar lenti hann skipi sínu. Þetta var megin- land Norður-Ameríku. Leifur nefndi land- ið Vínland eftir vínberjum, er uxu þar. Hann þóttist vita, að hann hefði farið fram hjá Grænlandi og sneri því við og sigldi til norðausturs, unz hann og félagar hans tóku land á Grænlandi samsumars. Þar sögðu þeir frá landfundi sínum. Á 15. öld slitnuðu verzlunarsamböndin milli Noregs og Grænlands og aðrar sam- göngur við Evrópu urðu mjög strjálar. Stöku verzlunar- og hvalveliðiskip hafa efalaust komið til Grænlands um þessar mundir, einkum frá Englandi, en engar Á HEIMSENDA KÖLDUM Prentsmiöjan Oddi hefur gefið út mjög fagra bók með þessu nafni. Höfundur hennar er frú Evelyn Stefánsson, kona Vilhjálms landkannaðar, en þýðandi Jón veðurfræðingur Eyþórsson. Bókin fjallar um löndin norðan heims- skautsbaugs, og er kaflaskipting svo sem hér segir: 1 norðurvegi; Komir þú á Grænlands- grund; Diskey; Grímsey, nyrzta vagga skáklistarinnar; I Lapplandi; Kiruna og Gállivara; Hin hvítu kol í Lapplandi; Nyrztu byggðir Rússlands; Igarka, upp- gangsbær í Síberíu; Nú víkur sögunni til Alaska; Á Vonarhöfða; Landareign Kan- ada; Aklavík, mjólkurbú við nyrzta haf. Bókin er alþýðlega skrifuð og ,,ólærð“, en full af yfirgripsmiklum fróðleik um nyrztu byggðir heimsins. Sá kaflinn, sem við Islendingar getum notað sem mæli- stiku á sannfræði bókarinnar, er kaflinn um Grímsey. Er hann mjög ljóst og fjör- lega ritaður, enda óspilltur í þýðingu. Bók- ina prýða yfir eitt hundrað myndir og upp- drættir, efninu til skýringar. Þýðingin hjá Jóni Eyþórssyni er frábærlega góð, eins og hans var von og vísa. Forsíðumyndin og greinin, sem henni fylgir, er úr bókinni ,,Á heimsenda köld- um“. áreiðanlegar heimildir eru til um þær ferðir, unz Martin Frobisher kemur til sögunnar í tíð Elísabetar drottningar. Nokkrum árum síðar sigldi John Davis til Grænland's og við hann er Davíðssund (Davis Strait) kennt. Henry Hudson tók land við New York eða Hudsonfljót að minnsta kosti árið 1607 og sigldi norður með austurströnd Grænlands, þar sem nú heitir Hudsonland. Um sömu mundir hófu Danir og Norð- menn, sem þá lutu sama konungi, að leita hinnar fornu, íslenzku nýlendu á Græn- landi. Gerðu þeir út leiðangra öðru hverju í því skyni, unz Hans Egede hinn norski , stofnaði nýlendu á nýjan leik 1721. Hann fann rústir af bæjum og kirkjum, en enga menn, er líktust Evrópubúum að hans dómi. Nú er okkur ljóst, að fólk það, karlar og konur, er hann áleit hreinrækt- aða Eskimóa, af því að það kunni ein- ungis að mæla á þeirra tungu og lifði al- farið af veiðiskap, var í raun réttri af- komendur hinna norrænu bænda og græn- lenzku veiðimanna, sem byggðu landið sameiginlega nokkrum öldum áður og höfðu smám saman blandað blóði. Á 18. öld er tekið að telja Grænland til Danmerkur, og nýlendur eru stofnaðar þar á nýjan leik, þótt hægt fari. Viðskipti hefjast við Eskimóana, hvalveiðar eru stundaðar af kappi, og síðan taka land- könnuðir að fylla út jyðurnar á landa- bréfinu. Hin mörgu n, fn, sem þar koma við sögu, vekja enduriuinningar um ævin- týri og afreksverk, þjáningar og dauða. Baffin, Hall, Greely og slysför hans, leið- angur Friðþjófs Nansens yfir jökulinn, hraðferð Peary’s til norðurskautsins, ferð- ir Knuds Rasmussens og MacMillans — og þannig mætti lengi teljat Hver um sig lagði sinn skerf til þess að eyða myrkri vanþekkingar, sem hvíldi yfir þessu tor- sótta landi. Enda þótt Grænland standi öðrum heimskautalöndum að baki í atvinnu- rekstri, er það um félagslegar framfarir langt á undan Kanada og Alaska. Til þess að vernda hin seytján þúsund Eskimóa, sem byggja landið, frá áfengisnautn og sjúkdómum, hefur danska stjórnin haldið landinu lokuðu fyrir öllum útlendingum, Dönum sem öðrum. Auk Eskimóanna eða Grænlendinga eru þar um 500 danskir embættismenn og fáeinir Norðmenn. Eru þá upp taldir allir íbúar þessa geysimikla eylands. Ekkert erlent skip má taka höfn í Grænlandi nema af ýtrustu nauðsyn, svo sem vélbilun eða vatnsskorti. Nokkrar tilteknar hafnir standa erlendum jafnt sem dönskum skipum opnar með því skil- yrði, að strangrar varúðar sé gætt um sóttvarnír. Engum verzlunarfélögum, hvorki dönskum né öðrum, hefur verið leyft að taka upp viðskipti við Græn- lendinga. Aðeins vísindamönnum, örfáum listamönnum og stöku ferðamönnum er leyft að stíga fæti á Grænlands grund, en allir verða þeir að útvega sér leyfi fyrir fram, fyrrum hjá grænlenzku stjórninni í Kaupmannahöfn, en nú um stundar sakir — meðan landið er hernumið — hjá danska aðalræðismanninum í New York. Fararleyfi eru ógjarnan veitt og því að- eins að gildar ástæður séu fyrir hendi. Danska stjórnin áskilur sér alla verzl- un við Grænlendinga, kaupir framleiðslu þeirra og ákveður verðlagið. Fimm sjöttu hluta andvirðisins fær seljandinn, en einn sjötti hluti rennur í landssjóð Grænlands, sem varið er til opinberra framkvæmda, framfærslu og nauðhjálpar. Nauðsynja- vörur eru seldar mjög vægu verði, jafnvel með tapi, en öll munaðarvara, svo sem tóbak og kaffi, er mun dýrari, enda þótt verð á þeim geri vart betur en vega móti innkaupsverðinu og hinum mikla flutn- ingskostnaði. Innflutningur áfengis er stranglega bannaður, nema lítill skammtur handa • Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.