Vikan


Vikan - 05.01.1950, Blaðsíða 3

Vikan - 05.01.1950, Blaðsíða 3
VIICAN, nr. 1, 1950 3 ISFRAMLEIÐSLA tekur miklum FRAMFQRUM Snemma á síðastliðnu vori tók til starfa, hjá S. Ú. N. á Norðfirði, nýtt tæki til fram- leiðslu á ís fyrir togara og vél- báta og framleiðir það svokall- aðan ,,skel-ís“. Eins og öllum er kunnugt var, áður fyrr, eingöngu not- aður ís, sem brotinn var af tjörnum og pollum, til kælingar á fiski, í skipum. ísnum var safnað í íshúsin og geymdur þar í stórum stöflum, en síðan malaður jafnóðum og hann var notaður. Þetta krafðist mikill- ar vinnu og auk þess var tæp- lega hægt, að telja að slík að- ferð fullnægði nauðsynlegum kröfum um hreinlæti. Það var því mikil framför, þegar tekið var að framleiða ísinn með frystivélum og búa til svokall- aðan könnu ís (blok-ís). Þar fékkst fallegur ís, sem full- nægði öllum skilyrðum um hreinlæti og gæði og hafa slík íshús nú starfað í áratugi í flestum fiskihöfnum heims. Þessar ísframleiðsluvélar vinna með þeim hætti, að kalcium- pækill er kældur niður í ca. ■—10° C. og veitt inn i stórt ker, þar sem komið er fyrir ótal mörgum ílöngum hylkjum (könnum) sem fyllt eru vatni. Prýs vatnið í hylkjunum á nokkrum klukkustundum og er þeim þá lyft upp úr kerinu með kranalyftu og ísnum hvolft úr þeim. Isklumparnir úr slíkum hylkj- um er frá 25—150 kg. að þyngd og er þeim komið fyrir í geymslum og síðan malaðir í sérstökum kvörnum, þegar ís- inn á að nota í skipum til kæl- ingar á fiski. Þessi framleiðsluaðferð á ís var að sjálfsögðu geypiframför frá því sem áður var, en hún hefur þó nokkra ókosti, nefni- lega: a) hún útheimtir mikið húsrými fyrir frystiker, bræðsluker, lyftur og kvarnir. b) háan viðhaldskostnað á ís-könnum, lokum á frysti- keri, flutningatækjum og endurnýjun á pækli. c) allmikla vinnu við stöflun á ís í geymslur. d) talsverðan kostnað vegna kuldataps frystikers og vegna þess að pækill er notaður sem milliliður. e) talsvert tap vegna bræðslu á ís í bræðslukeri og kvörnum. f) óhreinkun á ísnum í bræðslukeri, vegna þess að vatnið í kerinu óhreinkast, smám saman af pæklin- um sem berst að með ís- könnunum. g) hinn malaði ís getur hæg- lega sett för í fiskinn. „Skel-ís“. Með framleiðslu skel-íss hef- ur ísframleiðslan tekið miklum framförum. Is, sem er fram- leiddur með þessari aðferð, upp- fyllir hin ströngustu skilyrði, hvað hreinlæti snertir, þar eð enginn snertir ísinn frá því hann er frystur og þangað til hann safnast í geymslurnar, og hann kemur aldrei í snertingu við neina óhreina fleti eða pæk- il. Ennfremur hefur framleiðslu- kostnaður reynzt mun lægri, þar eð framleiðslan er al-sjálf- virk og útheimtir ekki annað en auðvelt eftirlit með vélum. Isinn framleiðist með þeim hætti, að vatni er dælt á stóran hólk (tromlu) sem snýst um lá- réttan öxul og er hólkurinn kældur niður með fljótandi ammoníaki, þannig að ca. 15 min. eftir að vélin er ræst, er ísframleiðslan í fullum gangi. Islagið, sem myndast á hólkn- um er jafnóðum brotið af með þar til gerðum hömrum og renn- ur niður á flutningsband, sem flytur hann inn í geymsluna, og er hann þá tilbúinn til notkunar ,um borð í skipunum. Is sá, sem er framleiddur með þessum hætti, er algjörlega þurr og ,,undirkældur“ og hæfi- lega brotinn án þess að vera malaður í sérstakri kvörn, og hefur hann reynzt sérstaklega vel við ísun fisks, samanbor- ið við annan ís. Þegar þessi aðferð er boi’in saman við framleiðslu á „skel- ís“ hefur hún þessa kosti: a) hún þarf lítið húsrými, t. d. þarf brotísvél, sem framleiðir 15 tonn á sól- arhring ca. 10,0 qm. gólf- flöt, en ,,könnu-“ísvélar, sem framleiða sama magn þurfa um 50,0 qm. gólf- flöt. b) enginn kostnaður vegna einangrunar og krana. c) lítill rafmagnsnotkun, þar- eð brotísvélin notar að- eins tvo litla mótora. d) lítill viðhaldskostnaður. e) enginn vinnukostnaður. f) lítið kuldatap. g) ekkert tap, vegna bræðslu á ís. h) 100% hreinlæti. Skelís-vél, sem framleitt get- ur ca. 15 tonn á sólarhring, not- ar samtals um 36,5 kw. og er þá reiknað með kælingu á 400 m3 ísgeymslu. ,,Könnu-“ísvélar, með sömu stærð, nota um 43 kw., en þar við bætist að ekkert vinnuafl þarf við framleiðslu skelíssins og er þá auðskilið, að slík framleiðsla verður mun ódýrari. Reynslan hefur einnig sýnt að skel-ísinn er sérstaklega vel lagaður til ísunar á fiski, þar eð hann er í þunnum flögum og markar því engin för í fiskinn, eins og komið getur fyrir, þeg- ar um malaðan ís er að ræða. Skelísvélar eru verndaðar með einkaleyfum, en á Norður- . löndum eru slíkar vélar fram- leiddar af A/S. Atlas, Kaup- mannahöfn, en umboðsmenn þeirra á Islandi eru H,/F. Hamar, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.