Vikan - 05.01.1950, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 1, 1950
„Mér þykir fyrir því, en það er ekki hægt,“
svaraði Mustapha.
„Já, en góði vinur!“ hrópaði Molloy í sama
uppgerðartón. „Ef ég get ekki borgað, þá get
ég ekki borgað, og svo er það búið!“
„Nei, ég er hræddur um, að þar með sé ekki
öllu lokið, Terry.“
„Þér eigið við — —“
„Að ég verð að fá mina peninga!“
„Hvernig í dauðanum á ég að ná í þá. Verið
ekki ósanngjarn, Mustapha."
„Ég er ékkert ósanngjarn, og þér getið ekki
brigzlað mér um, að ég hafi verið óþolinmóður.
En svona getur þetta ekki gengið til eilifðar."
,.Það skal heldur ekki gera það. Gef mér ein-
ungis tíma! Var það mín sök, að þessi andskot-
ans haglbylur eyðilagði uppskeruna fyrir mér?
Næsta ár um þetta leyti . . .“
Mustapha lét hann þagna með því að banda
hendinni.
„Allt þetta höfum við rætt áður, og við græð-
um ekki hætishót á því að japla lengur á þessu.
Því, sem ég sagði seinast, er við töluðum sam-
an, verður ekki breytt."
,Þér ætlið þá að lýsa mig gjaldþrota?"
„Ég hef ekkert sérstakt í hyggju. En þér haf-
ið ennþá þrjá mánuði til stefnu."
„Og ef ég get ekki borgað innan þess tíma,
hvað þá? Ætlið þér að setja mig á hausinn?
Hvaða gagn er yður að því? Ekkert og það vit-
ið þér eins vel og ég.“
,,Það sem ég ætla að gera er einkamál mitt.“
„Er það ætlun yðar?
,,Já, og það sem meira er, vinur minn, þér
verðið að útvega peninga til þess að greiða með
vextina og það undir eins!“
„Hvernig í ósköpunum . . ?“
„Það er yðar einkamál,“ sagði Mustapha. Svo
bætti hann við brosandi: „Þetta var ófyrirséð
deila. En það er Allah, sem með alvizku sinni
hefur látið þetta dynja á yður, ég get ekkert að
því gert.“
„Nei, Mustapha gat ekkert að því gert, en
hvað sem því leið, var himinninn honum hlið-
hollur! Hann brann af óþolinmæði í þessu máli.
Hann hafði óskað að geta knésett Molloy, en
samt vildi hann ekki ganga á bak orða sinna og
gefa honum nægan frest. Mustapha hataði að
svíkja það, sem hann hafði lofað og gerði það
ekki, þegar hann gat með einhverju móti kom-
izt hjá því. Hann hafði verið i klipu — og nú
hafði þessi haglbylur, sem Allah sendi, leyst vand-
ræði hans. Molloy gat ekki einu sinnj svo mik-
ið sem borgað vextina, hvað þá meira. Allah
veri lofaður!
„Þetta er meira en nokkur fær skilið!“ sagði
Doherthy dapurlega. Þau Beatrice stóðu i einu
skemmtihúsanna og horfðu yfir landspjöllin.
Molloy var inni í húsinu ásamt Mary Leighton,
sem hafði ekið með þau út hingað í bílnum sín-
um.
„Þetta er ægilegt — voðalegt,“ sagði Bea-
trice.
' „Og ég veit ekki. til hverra ráða við getum
gripið,“ sagði Doherty. Það er ekki tapið í sjálfu
sér, sem veldur okkur kvíða. En við erum skuld-
unum hlaðin, eins og yður mun kunnugt.“
„Já, faðir minn hefur minnzt á það við mig.
enginn getur ætlazt til þess að nokkur sé þess
megnugur að borga skuldir, þegar svona nokk-
uð kemur fyrir. Þetta er hlutur, sem enginn fær
séð fyrir."
„Nei, kurteisir menn ætlazt ekki til þess, ung-
frú Beatrice. En djöflar, sem einskis svífast og
beinlinis óska manni óhappa, ganga á lagið.
„Hverjir þá?“ Beatrice horfði á Doherty.
„Hverjum skuldum við peninga, Doherty.“
„Vissuð þér það ekki? Ég hefði víst ekki átt
að tala svona mikið.“
„Segið það strax!“ skipaði hún. „Hver er það?“
„Hver annar en Mustapha — ■—“
„Muatapha!“
Doherthy kinkaði kolli.
„Það var ekki Mustapha, sem lét föður yðar
hafa þetta lán, heldur Aziz hinn eldri, faðir hans,
dýrlingur meðal Tyrkjanna. Hann er látinn og
honum hefði aldrei dottið í hug að krefjast
greiðslu á láninu, því að raunverulega var það
gjöf, sem látin var líta út sem lán á pappírnum,
til þess að særa ekki metnað föður yðar.“
,,En íiversvegna gerði hann það?“
„Hann hafði afarmiklar mætur á föður yðar.
Hann hafði unnið honum mikið og margvíslegt
gagn, en Aziz gamli var drenglundaður og
gleymdi því ekki, sem vel var gjört. Ég er al-
veg viss um það, að hann hefði gefið Molloy upp
skuldina, áður en hann dó, ef dauða hans hefði
ekki borið brátt að. Guð blessi nafn hans!
„Veit Mustapha það?“
„Það hlýtur hann að vita. En hann hefur erft
skuldakröfurnar og er skyldur til þess að heimta
inn greiðslur. Lögin eru hans megin.“
„Það verður að borga honum, það verður að
borga honum. Við getum ekki þegið eyri af hon-
um, né nokkra miskunn!“
„Það gefst áreiðanlega heldur' ekkert tækifæri
til þess,“ skaut Doherty inn í gremjulega.
„En hann verður að biða. Hann veit ósköp vel,
hvað komið hefur fyrir, og hann getur ekki kraf-
izt borgunar núna!“
,;En það gerir hann. Hann krefst vaxtanna og
heimtar að öli skuldin sé að fullu greidd innan
þriggja mánaða. Ég álít, að þér eigið að vita
sannleikann. Gjaldþrotið gín yfir okkur — ung-
'frú Beatrice, ef við getum ekki útvegað pen-
inga . . .“
„Hvað er upphæðin mikil?“
„Um það bil sex þúsund pund," ungfrú Bea-
trice.
„Sex þúsund pund!“
„Já, um það bil — það sá ekki högg á vatni
hjá Aziz gamla, þótt hann léti þetta af hendi
rakna. Það fór allt í námabrask."
„Við getum aldrei borgað þetta!" sagði Bea-
trice.
„Við getum það smám saman. Ef uppskeran
væri góð haust eftir haust væri hægt að borga
allt lánið á 10—12 árum, en þessi manndjöfull
vill ekki bíða.“
„Og svo — hvað skeður svo?“ hvíslaði hún
náföl.
„Hann tekur búgarðinn og faðir yðar stendúr
eftir slyppur og snauður, vonlaus. Ef til vill kunn-
ið þér einhver ráð, þér þekkið kannske einhvern,
sem vill lána okkur, eða þér gætuð ráðfært yður
við?
„Ég þekki engan!" sagði hún vonsvikin. „En
ef til vill,“ augu hennar ljómuðu allt í einu, „ef
til vill gat ég eitthvað hjálpað! Doherty — þér
megið ekki minnast á það við pabba, að ég viti
allt.“
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: Lilli, það er ekkert dásamlegra en
að dvelja áhyggjulaus á ströndinni . . .
Pabbinn: Lilli!
Pabbinn: Hjálp! Fljótt!
Hjálp!
Maður í hópnum: Reynið að stilla yður! Hvað
kom fyrir?
Pabbinn: Drengurinn minn skreið þangað inn!
Ég get ekki farið á eftir honum! Gerið þið eitt-
hvað, gerið þið eitthvað fyrir mig!
Lögregluþjónninn: Sérðu ekki, hver ég Lögregluþjónninn: Þér eruð dáfallegur faðir! Ég fann
er ? Hvaðan kemurðu? drenginn niður á bryggju! Það virðist ekki þurfa eftirlit
Lilli: Hver ? Ég? með honum, en það þyrfti eftirlit með yður!
Pabbinn: Elsku vinurinn minn! Hvert fórstu? Pabbi
varð svo óskaplega hræddur.