Vikan


Vikan - 23.02.1950, Side 3

Vikan - 23.02.1950, Side 3
VIKAN, nr. 8, 1950 3 Séra Jón Sveinsson og Nonnabœkurnar Framhald af forsíðu. atburðir verða að ævintýrum, og sálar- göfgi höfundarins og mannást og ást hans á íslandi er undirstraumur í öllum sög- unum. Það hafa allir gott af að lesa þær, Pálshús, húsið, sem Nonni ólst upp í á Akureyri. auk skemmtunarinnar. Ársæll bókbands- meistari Árnason hóf útgáfu Nonnabók- anna á íslenzku 1924, fyrst Nonna og síðan hverrar af annarri, sem þá voru komnar út, og Freysteinn skólastjóri Gunnarsson þýddi þær allar. Urðu bækur séra Jóns Sveinssonar mjög vinsælar hér heima, einsog allstaðar annarsstaðar. Árið 1948 hóf ísafoldarprentsmiðja nýja útgáfu á ritum séra Jóns og kom það fyrsta þeirra, Á skipalóni, út fyrir jólin það ár. Á síð- astliðnu ári komu út Nonni og Manni og Sólskinsdagar, en á þessu' ári eru væntan- legar Nonni og ferðasagan frá 1894, sem ekki hefur áður komið út á íslenzku. Gert er ráð fyrir, að í þessu safni verði öll rit séra Jóns Sveinssonar, þ. e. átta Nonnabækur, tvær ferðabækur, eitt bindi ritgerðir og bréf og loks Japansförin í tveim bindum eða samtals þrettán bindi. Ennfremur má gera ráð fyrir, að gefin verði út ýtarleg ævisaga Nonna. Freysteinn Gunnarsson hefur þýtt allar sögubækurn- ar og mun þýða Japansbókina, en Harald- ur Hannesson, samverkamaður hans við þessa útgáfu, ferðabækurnar tvær og ann- ast útgáfu ritgerðasafnsins. Freysteinn hefur á hendi stjórn úcgáfunnar. Bókun- um í safninu verður raðað eftir réttri tímaröð, eftir því, sem næst verður komizt. Fyrri útgáfan var alveg uppseld. Engin hætta er á öðrp en þessi nýja útgáfa ísa- foldarprentsmiðju verði mjög vinsæl og er það mikið fagnaðarefni, að unnið skuli vera svona myndarlega að því að koma öllum ritum þessa öndvegishöfundar á íslenzku. Hér fer á eftir erindi, sem Magni Guð- mundsson flutti í útvarp um Nonna, og að lokum nokkur æviatriði þessa víðförla og vinsæla landa okkar. „Haustið 1938 var ég kynntur fyrir manni ein- um í Parísarborg, sem bað mig um að kenna sér íslenzku. Sagðist hann hafa í hyggju að ferð- ast til fslands, ef til vill setjast að um stundar- sakir og skrifa bók um lanrt og þjóð. Mér var að sjálfsögðu ljúft að verða við beiðni hans. 1 fyrstu kennslustundinni, sem fór fram á heimili hans, skýrði harrn mér frá því meðal ann- ars, að hann hefði spurzt fyrir um Islendinga, er væru búsettir í París, hjá danska sendiráðinu í borginni. Sendiráðið kvaðst vita um einn Islend- ing, en hann væri kominn á háan aldur. Væri það rithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni. Ég tók næstum viðbragð, þegar ég heyrði þetta nafn.' Bað ég nemanda minn óðar að segja mér hvar Nonna væri að finna. „Nonni býr í klausturbyggingu," svaraði hann, „sem er rétt hjá, aðeins nokkrum fótmálum neðar við götima.“ Síðan sagði hann, að sér myndi þykja gaman að fá okkur báða til hádegisverðar næstkomandi sunnudag, enda myndi hann gera Nonna boð. Mér fannst undarlegt að uppgötva allt í einu, að ég væri svo nærstaddur þessari viðförlu og víðfrægu söguhetju. Ég hafði lesið Nonna-bæk- urnar, þegar ég var barn, þá fyrstu raunar áður en ég varð full-læs, og þær höfðu hrifið mig, eins og alla jafnaldra mína. Nonni var í mínum augum nokkurskonar æfintýraprins, og þegar mér bauðs nú að hitta hann i eigin persónu, var fögn- uður minn meiri en lítill. Sunnudagurinn rann upp. Ég ferðaðist með neðanjarðarlest 3ja stundarfjórðunga leið og var mættur til hádegisverðar á tilskyldum tima. Nonni var kominn, og heilsaði hann mér hjart- anlega á móðurmálinu. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þegar ég sá hann. Það var blátt áfram hrífandi að kynnast honum. Hann var 81 árs, en ótrúlega unglegur og ern. Og eitthvað þótti mér i fari hans, sem var drengjalegt og minnti á hnokkann, sem hann segir frá í sögum sínum. Noimi var bjartur yfir- litum. Blá augun voru einkennilega lifandi og áhugasöm, einnig hreifingar hans. Hárið var hvítt og silkislétt, skipt I öðrum vanga. Höku- skegg hafði hann vel hirt. Hann var hár vexti og herðabreiður, aðeins lítið eitt lotinn. Fram- koman öll var vingjarnleg og látlaus. Mér fannst samstundis, að ég stæði frammi fyrir gömlum og góðum kunningja. Þegar Jón Sveinsson hafði spurt mig um mína eigin hagi, barst samtalið að heimalandinu. Það kom i ljós, að honum var kunnugt um, hverju hér fór fram. Hann fékk send blöð og tímarit, og var hann fróður um umbótamál, sem þá voru og verið höfðu á dagskrá. Hann talaði íslenzku, raunar með nokkurri fyrirhöfn; en málið var laukrétt og framburð- urinn eðlilegur. Stöku sinnum, þegar hann vantaði orð, byrjaði hann skyndilega að tala frönsku. Ef ég bað hann að tala heldur íslenzku, gerði hann það. Ég var ákaflega undrandi, hve vel hann gat talað móðurmálið. Mér fannst það í raun réttri ganga kraftaverki næst. Hann hafði dval- ið erlendis, síðan hann var 12 ára, eða í nær- felt 70 ár. Islendinga umgekst hann lítið, og heim mun hann hafa komið aðeins tvisvar sinn- um i stutta ferð. Jón Sveinsson var án efa málamaður. Hjónin, sem veittu okkur, sögðu, að hann talaði frönsku eins og innfæddur. Bækur hans voru samdar á þýzku, svo að það mál hlýtur hann að hafa kunn- að til fullnustu. Ég vissi og, að hann talaði dönsku og ensku með ágætum. Menntaður Frakki, sem þekkti Jón gerla, sagði við mig eitt sinn: „Bækur Jóns Sveinsson- ar eru prýðilega vel þýddar á frönsku, en þó harma ég, að hann þýddi þær ekki sjálfur." Árið 1940 fékk ég bréf frá Jóni Sveinssyni. Hluti þess var skrifaður á íslenzku, og varð ég ekki var við stafvillu. Þessi fyrsti fundur minn við Jón Sveinsson varð upphaf góðrar vináttu. Það eitt, að ég var Islendingur, virtist nægilegt til þess, að hann var boðinn og búinn að hjálpa mér í einu og öllu. Ég hitti hann oft, og hann víldi leysa hvern vanda, sem bar að höndum. Hann kynnti mig fyrir ágætisfólki, sem greiddi götu mina við námið og útvegaði mér atvinnu, þegar hlé varð við skólann. Ég lá rúmfastur nokkra hríð þennan vetur. Þá gerði Jón sér það að reglu að heim- sækja mig tvisvar í viku. Til þess þurfti hann að fara nærfelt þvera borgina í neðanjarðarlest, því kð heimavistarskólinn var í andstæðum borgarhluta; en það aftraði honum ekki, og þó átti hann dálítið erfitt um gang. Mér finnst skemmtilegt að rifja upp samtölin við Nonna, þegar hann sat á stóli við rúmstokkinn minn. Ef til vill var frásagnargáfa hans aldrei aug- Ijósari en þá. Honum veittist auðvelt að láta mig gleyma tímanum, enda hafði hann frá nógu að segja, og hann talaði með lífi og sál. Ég minnist þess, að ég spurði hann eitt sinn, við hvaða að- stæður, eða í hvaða umhverfi, honum léti bezt að skrifa. Hann sagði, að sér þætti þægilegast að skrifa að kvöldlagi undir berum himni. Kvaðst hann oft hafa setið við skriftir úti á svölum í heimkynnum sínum í Hollandi, og væri sérkenni- lega örfandi að láta lifa á kastljósum í öllum regnbogans litum. Jón Sveinsson dvaldi að þessu sinni aðeins vet- urlangt í París. Hann hafði komið aðallega sér til lækninga. Hann hafði óþægindi i mjöðm, enda gekk hann litið eitt haltur. Grunar mig, að það hafi verið einhverskonar liðagikt. Um vorið 1939 fór hann til Hollands. Nokkru áður bauð hann mér að heimsækja sig í klaustrið við Rue de Vaugirard. Dvaldi ég með honum allan seinni hluta dags. Hann sýndi mér bygginguna, sem var hvorttveggja bústaður klerka og heimili fyrir munaðarlaus börn, sem reglan hafði á sinum veg- um. Jón hafði þokkalegt herbergi til eigin af- nota, og sérstakri stúlku var ætlað að annast hann. Þegar hann vantaði hlut, studdi hann fingri á rafmagnshnapp, og kom stúlkan þá von bráðar. Hún bar okkur heitt kaffi og var afar kurteis og lipur. Kvöldverðar neytti ég með Jóni og fjölda annarra kennimanna. Sátu þeir í svörtum kuflum við langborð. Létt vin voru bor- in með matnum, og var rætt af fjöri. Það var greinilegt, að Jón Sveinsson naut mikillar virð- 'Fravihald á bls. lJf. Séra Jón Sveinsson andaðist í Köln í Þýzkalandi 16. október 1944, 87 ára að aldri og var jarðað- ur í Melatenkirkjugarði þar. Fyrr eða síðar mun fara um þann kirkjugarð eins og aðra slíka garða. Hvað segja landar hans um að flytja jarðneskar leifar hans heim og jarðsetja þær á Þingvöllum? — mannsins, sem Freysteinn Gunnarsson segir um í formála að fyrsta bindi nýju útgáfunnar: ,,. . . Hann ferðaðist um flest lönd Norðurálfu, Vesturheim og Austurlönd, alla leið til Japan. Erindi þau, sem hann flutti um Island og Islend- inga á þessum ferðum sLnum, urðu á fimmta þúsund talsins. Ættjarðarástin var líftaug hans . . .“ i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.