Vikan


Vikan - 01.06.1950, Blaðsíða 6

Vikan - 01.06.1950, Blaðsíða 6
6 10. KAFLI. 1 fyrsta reiðikastinu vildi John höfða mál gegn blöðunum, en Sally fékk hann til að hætta við það. Hún áleit í fyrsta lagi, að ekki væri um grundvöll fyrir málshöfðun að ræða og benti einnig á, að áður hafði hann mjög reynt að aug- lýsa. En ef til vill varð það þyngst á metunum, að hún sagði, að málshöfðun mundi kosta mikið fé. Svo mikið var víst, að John hætti við hana. Það var erfitt að umgangast John um þessar mundir. Og nú var komið að þvi, að þau byrjuðu aftur. Mikið hafði gengið á áður, en meira varð það nú. Árangurinn af rosafréttum blaðanna, sem höfðu komið John í sem verst skap, var ekki lítill. John gat ekki að því gert, að hann hugsaði stund- um um það, að blaðamaðurinn, sem soðið hafði fréttina um þau saman, hefði orðið þess valdandi, að mikið fé rann í vasa þeirra. Margir af fyrri viðskiptavinum Sallyar komu aftur til hennar til að spyrja hana ráða og þakka henni fyrir það, sem hún hafði gert fyrir þá. >að átti sér líka stað, að fólk, sem hafði orðið fyrir vonbrigðum af starfi hennar, kom til hennar og kvartaði. Sally lét sér mjög annt um þessar mann- eskjur. Hún uppgötvaði fljótt, að einmitt þetta fólk hafði ekki verið hreinskilið í spurningum sínum, og hún benti því á, eins og hún hafði gert oft áður, að það gæti ekki búizt við, að hún svaraði rétt spurningum, sem væru þannig lagðar fyrir hana. En Sally var ekki hamingjusöm, þrátt fyrir heppni og auðæfi. Blómin, súkkulaðið, ávextirn- ir, bækurnar og skrautið, sem henni var sent, oft án þess að sendanda væri getið og titt með hjart- næmum bréfum, glöddu hana nú ekki, eins og sumarið áður. Þá hafði hún verið glöð og áhyggju- laus. Hún saknaði lafði Gaunt. Stundum ásakaði hún sjálfa sig. Ef til vill hefði hún getað séð hættuna fyrr. John var ekki heldur eins barnslega glaður og hann hafði áður verið. Hann var orðinn leið- ur á þessu, og honum þótti það hræðilegt, hve dauði móður hans hafði vakið mikla eftirtekt á þeim og orðið orsök þess, að þau höfðu miklu meira upp úr sér nú. Áður hafði hann notið al- menningshyllinnar og eftir að Sally hafði lokið sínu hlutverki og kvenfólkið þyrptist um hann, þá fór hann sér að engu óðslega. Sally, sem var þreytt og þráði að komast af stað, varð oft að bíða eftir honum. En nú þurfti hún aldrei að bíða. Hann flýtti sér út í bílinn og heim í íbúð- ina. Hann saknaði móður sinnar — hún hafði alla tíð dekrað við hann —- og hann hallaði sér nú meira að Sally. En Sally vissi ekki, hvað það var, sem lá hon- um þyngst á hjarta. Alison hafði ekki svarað bréfi hans. Það hafði ekki verið auðvelt fyrir hann, að skýra aðstöðu sína. Hann langaði til, að Alison öðlaðist vitneskju um erfiðleika hans síðustu ár- in og fjármálaáhygjur hans. Nú, er skuldir föður hans voru loks greiddar og hann vann inn mikla peninga, fannst honum vera jafnræði með þeim. Hann hafði stungið upp á að heimsækja hana, þegar starfinu væri lok- ið, og hann hafði verið vongóður um langt skeið. En hver vikan leið af annarri og ekkert bréf kom frá Alison. Ef til vill hafði hann ekki komizt nógu skýrt að orði. Alison var stolt. Hann rifjaði aftur og aftur upp það, sem hann hafði skrifað. Að lok- um settist hann við borðið og skrifaði bréf. Atburðirnir náðu hámarki sínu kvöld eitt í lok starfs þeirra í London. Það hafði verið mjög heitt um daginn, og Sally hafði átt erfiðan síðdag. Henni þótti gott, að hún þurfti ekki að fara neitt um kvöldið og vildi borða ein heima í íbúðinni. Hún stakk upp á því, að John færi að hitta fé- laga sína. En henni hafði ekki liðið vel um kvöldið. Hún var eirðarlaus og gekk herbergi úr herbergi með hundinn á hælunum. Sally fannst allt í íbúðinni vera í óreiðu, síðan Eleanor dó. Stúlkurnar voru að vísu góðar, en Sally gat ekki fylgzt með verkum þeirra, eins og Eleanor hafði gert. Hún var komin inn í búningsherbergi Johns. VIKAN, nr. 22, 1950 Þar var allt á rúi og strúi. Hún opnaði nokkrar skúffur. Það var laglegt að sjá, hvernig fór í þeim! Hversvegna hafði hann ekki sagt frá því, að engin hugsaði um fatnaðinn hans. Margt þurfti viðgerðar. Hún lagaði til í nokkrum skúffum og strauk yfir nokkur hálsbindi. 1 einni skúffunni var mikið af götóttum silkisokkum, og nú sá hún fyrir sér í huganum Eleanor frænku sitja og staga í sokka og heyrði hana segja: ,,Ég geri alltaf við silkisokkana, af því að mér finnst ég gera það bezt sjálf.“ Sally ætlaði að fara að gráta. Hún tók hund- inn í fang sér, settist með hann á rúm Johns og lét vel að honum. Allt var svo breytt. Og skúff- an, sem augsýnilega hafði verið leitað í til þess að finna sokka, sem ættu saman, bar vott um það, hve mjög John hlaut að sakna móður sinn- ar. Sally varð að tala við stofustúlkuna daginn eftir og biðja hana að reyna að koma á betri reglu. Sally fór aftur fram i dagstofuna með hundinn undir annarri hendinni og nokkra sokka I hinni. Hún settist í stól lafði Gaunt og hagræddi les- lampanum, svo að ljósið féll á saumaborðið. Sally fann nál og dálítið af svörtum silkitvinna og byrjaði að staga. Hvað skyldi John vera að gera núna, hugsaði hún. Bara, að hann skemmti sér vel í kvöld. John hafði farið til Hótel Granchester, en þar bjó einn vina hans. Fyrst ætlaði hann að líta inn í skrifstofuna sína, og gá að, hvort hann hefði fengið bréf. Blátt umslag dró strax að sér athygli hans. Alison! Hún hafði verið fljót að svara að þessu sinni. Hann tók bréfið, það var mjög þunnt. Hann opnaði það. ,,Kæri John. Lífið gengur sinn gang, við getum ekki lif- að það liðna upp aftur. Ég er ekki lengur trúuð á, að okkur beri að endurnýja kunn- ingsskap okkar. Við höfum svo ólíkan smekk. Alison." Stutta stund stóð John alveg hreyfingarlaus. Svo laut hann fram, tók eldspýtustokkinn og brenndi bréfið. ! Blessað barnið! Teikning eftlr George McManus. Pabbinn: Bless Lilli minn, elskan! Um leið og ég kem á skrifstofuna, ætla ég að hringja til þín, og þá geturðu talað við pabba í símann. Mamman: Já, gerðu það, elskan. Annars verður Lilli svo einmana. Pabbinn: Fyrirgefðu Jói. En ég þarf að hringja heim. — Þú ert búinn að vera fimm mínútur i símanum. Jói: Því miður geturðu ekki fengið símann. Þetta er áríð- andi samtal. Jói: Þá sagði hann fjóra spaða og ég „doblaði" það -— Mótspilari hans „redoblaði". — Ég spilaði út hjarta- ás---------- Pabbinn: Einmitt! Svo þetta er áríðandi samtal — Pabbinn: Sumt fólk er alveg óþol- andi. — Ég verð að hringja til Lilla úr almenningssímanum niðri---— Pabbinn: Ég vona að þú hafir borðað allan matinn þinn, gullið mitt! Kysstu nú pabba stóran koss í gegnum sím- ann . . . 1. maður: Þessi náungi verður í allan dag að kveðja. 2. maður: Blessaður vertu, hann er rétt að byrja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.